Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2007, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2007, Blaðsíða 30
miðvikudagur 18. apríl 200730 Síðast en ekki síst DV veðrið ritstjorn@dv.is fimmtudagurmiðvikudagur Sandkorn Frábær plata sem eftir heilmikla hlustun gefur plötunni Funeral ekkert eftir. Arcade Fire er frábær indí hljómsveit, sem hefur hlotið einróma lof tónlistarspekúlanta hvarvetna. Hljómurinn á Neon Bible er dökkur og þungur á köfl- um, en eitursvalur í leiðinni. Lagið My Body is a Cage er frábært lag til þess að ljúka með. Og þá er bara að hlusta á diskinn aftur. Nagladekkin eru orðin óþörf á flestum stöðum á landinu, vorið er komið. Þó svo lögreglan byrji ekki að sekta ökumenn strax er kjörið að skipta yfir á sumardekkin og aka svo brosandi um göturnar, vitandi að þú stuðlir að minni svif- ryksmengun. Íbúar á höfuðborg- arsvæðinu sem fara lítið út fyrir bæjarmörkin á veturna hafa held- ur enga sérstaka ástæðu til þess að setja nagladekkin aftur undir í haust. X-ið 977 keyrði sprenghlægilega auglýsingaherferð í tengslum við kosninguna um stækkun álversins í Straumsvík. Nú hafa þeir kumpánar á X-inu boðið skoðanir sínar til sölu fyrir hálfa milljón króna, sem síðan mun renna til góðgerðarmála. Ef einhver stjórnmálaflokkur skyldi kaupa skoðanir X-ins, má búast við kostulegum auglýsingum frá Mána og félögum. Miðað við hvað kosn- ingabarátta getur orðið brengluð er framtak X-ins ekki svo fjarstæðu- kennt. Þessi heimildarmynd um ærsla- belginn og rappskáldið Tupac er beinskeitt og fræðandi. Myndin er sú eina sem fjölskylda rapparans skrifaði undir enda koma nokk- urn veginn allir vinir og vanda- menn drengsins fram og segja frá því hvernig var að alast upp og djamma með hetjunni. Sjálfur er Tupac sögumaðurinn og til að gefa væntanlegum áhorfendur innsýn í stemningu myndarinnar, þá hefst hún með orðum rapparans: „I got shot,“ og hún endar með orðunum: „I got shot.“ Við mælum með... ...að taka nagladekkin undan ...neon BiBle með arcade fire ...að stjórnmálaflokk- ar kaupi skoðanir X-ins syngjandi glaðir kr-ingar KR-ingar sigruðu Njarðvíkinga með frækilegum hætti í æsi- spennandi úrslitaleik á mánudaginn var. Vestur- bæingar fjöl- menntu í mið- bæ Reykjavíkur til þess að fagna sigrinum og enduðu þeir flestir á Ólíver, sem var fullur út að dyrum til lokunar. Segja gestir og gangandi að stanslaust hefði verið sungið í teitinni frá upphafi til enda. Heyrðist meðal annars textinn, „Einar er legend“ þegar hinn gamalgróni Einar Bollason lét sjá sig. Þá höfðu slökkviliðs- menn Reykjavíkurborgar miklar áhyggjur þegar þeir sáu mann- mergðina í KR-heimilinu á leikn- um, en þar er bara einn útgangur. raunir upprennandi blaðamanna Um 100 manns mættu í blaða- og fréttamannapróf hjá 365 um síðustu helgi. Það er ný stefna hjá fyrirtækinu að halda slík próf. Var prófað klukkan 10:00 á laugar- dagsmorgni mörgum til mikill- ar armæðu. Síðar kom í ljós að tölvukerfið hafði hrunið og allar úrlausnir prófsins ónýtar. Prófið misheppnaðist því og þessi hóp- ur þarf að mæta aftur með stír- urnar í augunum. Það er aldrei auðvelt í blaðamannabransan- um. ástarsaga á myspace Það er með ólíkindum hvað er hægt að finna á netinu. Þeir sem stunda heima- síðuna Youtube hafa eflaust rek- ist þar á merki- legt myndband. Myndbandið heitir Myspace Love, Heidi‘s story og rekur það ástarsam- band milli manns og konu, í máli og myndum, frá upphafi til enda. Parið kynntist á netinu og blómstraði samband þeirra þar. En eftir millilandaheimsókn og annað slokknaði ástarloginn. Er það maðurinn sjálfur sem gerir myndbandið og er honum greini- lega stúlkan enn hugleikin. Það kom því mörgum netverjanum á óvart þegar stelpan reyndist vera hin íslenska Heiðveig Þráins- dóttir. Bakhjarl frjálslynda flokksins? Stjórnmálaflokkarnir berjast um hylli fjölmiðlamanna þessa dagana, enda styttist ört í kosningar. Einn er sá flokkur sem virðist eiga tryggan bak- hjarl og telur hann nægja sér í barátt- unni. Útvarp Saga þykir draga taum Frjáls- lynda flokksins svo ötullega að þeir hlustendur, sem hugnast ekki sá flokkur eru farnir að verða sífellt meira áberandi í símatíma stöðvarinnar. Skammtímaminn- ið er ekki meira en svo að glöggir hlustendur muna eftir því þegar Jón Magnússon leysti útvarps- stjórann af þegar hún fór í frí. ...tupacs resurrection Svarthvítar auglýsingar hafa vakið athygli í miðborg Reykjavík- ur. Þar er fólk hvatt til að fagna hversdagsleikanum í lífi sínu. Eft- ir rúma viku verður blásið til skrúðgöngu í anda Gay Pride undir nafninu Straight Pride Parade. Gangan verður ekki eins litrík og Gay Pride gangan þenda er minnt á hinn gráa hversdagsleika. Hugmyndin að Straight Pride Parade göngunni kemur frá Anne Marte Overaa, 26 ára gamalli norskri stúlku sem er fyrsta árs nemi við myndlistardeild Listaháskóla Íslands - og henni er full alvara með uppá- tækið. „Einhverjir hafa haldið að um grín sé að ræða eða jafnvel mótmæli gegn samkynhneigð en það er alls ekki raunin. Ég er alls ekki á móti sam- kynhneigðum,“ segir Anne Marte en játar að hugmyndin af Straight Pride Parade sé þó að nokkru leyti stæl- ing á Gay Pride. Gengið verður niður Laugaveg með tónlist og bílalest sem inniheldur afar venjulega fjölskyldu -bíla á borð við Ford Mondeo, en gangan verður þó á engan hátt eins litrík og Gay Pride. „Ég vona að sem flestir mæti í gönguna og hvet fólk til þess að mæta í hversdagslegum fatnaði. Vonandi fáum við líka grá- myglulegt veður,“ segir Anne Marte létt í bragði. Hún býst þó ekki við því að gangan verði eins stór í sniðum og Gay Pride gangan, að minnsta kosti ekki í ár. mikilvægt að njóta hversdagsleikans Hún segir að tilgangur göngunn- ar sé að minna fólk á húmorískan hátt á mikilvægi þess að njóta hvers- dagsleikans sem sé ómumdeilanlega stór hluti af lífi flestra. Gangan sé því hrein og klár hylling á hversdagsleik- anum. Til að undirstrika þetta enn frekar hefur Anne Marte látið búa til gráa fána sem hún segir að sýni mis- munandi gráa tóna sem tákn um það hversu fjölbreytilegur hversdagsleik- inn geti verið. Hún segist hafa feng- ið mikla hjálp frá samnemendum sínum í Listaháskólanum við undir- búning göngunnar og munu þeir ef að líkum lætur fjölmenna í uppák- omuna. „Það sem mér finnst sérlega skemmtilegt við þetta uppátæki er það að auglýsingarnar hafa vakið mikla athygli og fæstir hafa gengið fram hjá þeim án þess að lesa þær og velta boðskapnum fyrir sér,“ seg- ir Anne Marte og bendir á að aug- lýsingarnar séu prentaðar á ódýr- an pappír og séu hafðar svarthvítar til að undirstrika að það sé hægt að skapa eitthvað áhugavert án þess að það þurfi að kosta svo mikið. Sjálf hefur Anne Marte búið á Ís- landi síðan í ágúst og þegar talið berst að lífinu í Reykjavík þá segir hún að menningar- og skemmtana- lífið sé afar líflegt og alls ekki grá- myglulegt. Gangan mun svo vonandi hressa enn meira upp á lífið í Reykja- vík. Þess má að lokum geta að gang- an hefst við Hlemm kl. 14 þarnæsta laugardag, þann 28. apríl sem er sá dagur sem flestir Íslendingar eiga af- mæli á. Gengið verður við róman- tískan teknótakt og lúðrasveitaþyt. Hylling Hins gráa Hversdagsleika fögnum hversdagsleikanum anne marte hvetjur fólk til þess að mæta í gönguna, Straight pride parade, laugardaginn 28. apríl en það er sá dagur sem flestir íslendingar eru fæddir á. gráir fánar og hversdagslegur fatnaður mun setja svip sinn á gönguna. vekja athygli Hinar grámyglulegu auglýsingar hafa vakið athygli. 7 47 -1 2 4 2 12 4 45 7 44 2 4 5 7 3 7 7 43 12 3 11 7 7 3 4 4 7 -2 2 7 4 3 1 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.