Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1983, Síða 27

Læknablaðið - 15.01.1983, Síða 27
LÆKNABLAÐID 17 dánartíðni (tafla IV). Ekki hafði pað marktæk áhrif á dánartíðni hvort sjúklingur er staddur innan eða utan sjúkrahúss þegar skyndidauði á sér stað (tafla V). Aftur á móti virðist það hafa veruleg áhrif á horfur með tilliti til vinnugetu. Þeir fimm sjúklingar, er hlutu alvarlegan og varanlegan heilaskaða, fengu allir fyrstu hjálp utan spítalans. Sleglaflökt greindist hjá 41 sjúklingi, og eru 23 á lífi. Fimm sjúklingar greindust með asystolu, og er einn peirra á lífi. Þrír sjúklingar fengu raflost áður en tími vannst til að taka hjartarafrit (tafla VI). Af þeim 29 endurlífgun- um, sem gerðar voru eftir innlögn á spítalann, voru 14 innan sólarhrings frá komu (tafla VII). Af 26 sjúklingum, sem voru á lífi árið 1980, reyndust 10 lausir við hjartaeinkenni við skoðun. Fjórtán sjúklingar höfðu væg áreynslu- bundin einkenni. Einn fékk einkenni við minni- háttar áreynslu og einn var að meira eða minna leyti rúmfastur vegna hjartabilunar (tafla VIII). Fjórtán sjúklingar urðu vinnufærir að nýju, og unnu tíu af þeim jafnlangan vinnudag og áður. Flestir hófu störf innan fjögurra mánaða frá útskrift. Tólf sjúklingar voru óvinnufærir (tafla IX). Fimm sjúklingar hlutu varanlega heilaskemmd, og voru þeir allir óvinnufærir, en höfðu fulla fótavist og voru á heimilum sínum. Greindarpróf voru ekki gerð á þessum sjúklingum, en allir nema einn gátu fylgst með fjölmiðlum. Vinnuálag var svipað og áður hjá tíu sjúklingum, en léttara hjá fjórum. UMRÆÐA Árangur af endurlífgunum og horfur sjúklinga eftir endurlífgun eru breytilegar frá einni könnun til annarrar. Hér skiptir viðbragð og flutningstími mestu máli, því að öndunarhjálp og hjartahnoð verður að hefjast innan fárra mínútna, ef sjúklingurinn á ekki að hljóta varanlega heilaskemmd (1, 2, 3, 4). Undirliggj- andi sjúkdómsástand hefur einnig talsverð áhrif, bæði á skammtíma- og langtímahorfur (5, 6, 7, 8, 9, 10, 11). Dánartíðni er hæst fyrsta árið eftir útskrift, en fer síðan minnkandi. Kliniskt ástand sjúk- lings við útskrift virðist ráða mestu um horfur. Peatfield og samstarfsmenn (12) sýndu fram á 1 rannsókn sinni að dánartíðni sjúklinga í 3. og 4. flokki N.Y.H.A. var mun hærri en þeirra sjúklinga, sem voru í 1. og 2. flokki. Könnun okkar sýndi nokkuð hærri dánartíðni hjá þeim sjúklingum, sem höfðu hjartastækkun á rönt- Table VII. Time interval from hospitai admission to cardiac arrest. < 24 hours.................................. 14 l-5days ..................................... 0 6-10 days ................................... 4 ll-15days ................................... 2 16-20days ................................... 3 21-25 days .................................. 1 26-30 days .................................. 2 31-35 days .................................. 2 42 days ..................................... 1 Table VIII. Functional class of 26patients surviving cardiac arrest for 2-10 years (N. Y.H.A.). Functional class I ............................ 10 Functional class II ........................... 14 Functional class III ........................... 1 Functional class IV ............................ 1 Table IX. Time from work. < 2 months ................................ 1 2-4 months................................. 8 4 months-1 year ........................... 4 > 1 year .................................. 1 Unable to work............................ 12 genmynd. Þessi niðurstaða var þó ekki mark- tæk. Það er athyglisvert hve fáir sjúklingar dóu úr langvinnri hjartabilun. Flestir dóu skyndi- dauða eða í losti vegna nýs hjartadreps. Þetta kemur heim við niðurstöður annarra (13, 5, 14, 10). Aldursdreifingu og kynskiptingu svipar nokkuð til annarra rannsókna og fylgir aldurs- dreifingu og kynskiptingu sjúklinga með krans- æðastíflu, en æðakölkun í kransæðum er algengasta orsök skyndidauða (15, 16, 17, 12). Rannsóknir Cannoms og samstarfsmanna (18) benda til þess að sjúklingar með hjarta- drep undir hjartaþeli hafi hærri dánartíðni eftir útskrift en þeir, sem hafa veggþykkt hjartadrep. Baum og samstarfsmenn (13) komust að þeirri niðurstöðu, að horfur þeirra, sem fá sleglaflökt án hjartadreps séu mun verri en sjúklinga með veggþykkt hjartadrep. Okkar könnun sýndi, að staðsetning hjarta- drepsins hafði ekki áhrif á lífslíkur, en tveir af þeim þremur sjúklingum, sem höfðu slegla-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.