Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1983, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.01.1983, Blaðsíða 33
LÆKNABLADIÐ 23 Kristján Baldvinsson ræddi um læknadeil- una á Selfossi og taldi, aö stjórnin hefði leyst það mál vel af hendi. Tók hann undir ummæli Arnar Smára um, að fylgja eftir peirri ályktun síðasta aðalfundar, sem hann ræddi um. Haukur Þórðarson, skýrði frá bókun stjórn- ar yfirlæknafélagsins pess efnis, að félagið áskyldi sér rétt til að senda inn athugasemdir um bókun L.í. varðandi lið 6, þar sem stendur, að Félagi yfirlækna hefði m.a. verið kynnt málsmeðferð í bréfi (sjá áður athugasemd formanns við ársskýrsluna). Haukur sagði, að slíkt bréf hefði ekki borizt félaginu. Brynleifur H. Steingrímsson tók aftur til máls og taldi, að stjórn L.í. hefði lagt ofurkapp á að ná samningum í deilu lækna á Selfossi í staðinn fyrir að taka afstöðu. Hann ræddi síðan um gögn, sem lögð voru fram í því máli. Þorvaldur Veigar kvað pað leitt, að umrætt bréf til Félags yfirlækna hefði ekki borizt peim. Varðandi Selfossmálið sagði hann, að tekin hefði verið efnisleg afstaða að sínu áliti. Sigurður Ö. Hektorsson vildi vekja athygli á atriði fyrstu ályktunar frá aðalfundi 1981, par sem stjórn félagsins er falið að vinna að því, að fjármálaráðherra viðurkenni Læknafélag ís- lands sem heildarsamtök lækna til að fara með öll samningamál þeirra. Vildi hann að unnið yrði ötullega að þessu máli. Einnig tók hann undir athugasemd L.í. og L.R., sem fram kom í bréfi félaganna til heilbrigðisráðherra vegna setningar reglugerðar um flokkun sjúkrahúsa, sem hljóðar svo: »12. gr. tillagnanna má skilja svo, að með henni eigi að þurrka út alla sjálfstæða starfsemi lækna í landinu. Stjórn- irnar mótmæla þessari stefnu og munu berjast gegn henni með öllum tiltækum ráðum«. Sigurður taldi einnig, að ekki hafi verið nógu vel staðið að kynningu gangs mála í samning- um sjúkrahúslækna nú í vor, og harmaði það. Arinbjörn Kolbeinsson bað um að bókað yrði, að Félagi ísl. sérfræðinga fyndist ekkert athugavert við bókun Læknafélags íslands um breytingar á stöðum sérfræðinga í yfirlæknis- stöður, en bað um að einnig yrði bókað, að þetta fyrirkomulag sé til bráðabirgða og þurfi að breyta. Matthías Kjeld tók undir skoðanir Arnar Smára og Kristjáns Baldvinssonar um ályktun frá fyrra aðalfundi og hvatti til þess, að því máli yrði haldið vakandi. Þorvaldur Veigar taldi, að ekki yrði komist lengra með það mál að svo komnu, og svo lengi sem þessi ríkisstjórn sæti. Umræða um skýrslu stjórnar varð ekki lengri. Fundarstjóri bar upp dagskrártillögu, sem samþykkt var, þess efnis, að ársreikningarnir yrðu lagðir fram nú, en afgreiðslu þeirra frestað til næsta dags. Skýrsla stjórnar Domus Medica: Arinbjörn Kolbeinsson flutti skýrsluna í fjarveru for- manns og skýrði reikninga félagsheimilisins og Domus Medica og lagði þá fram. Þorvaldur Veigar tók fyrstur til máls um skýrslu Domus Medica og tók undir það, að sem fyrst ætti að hefja byggingarframkvæmd- ir við fyrirhugaða viðbyggingu Domus Med- ica. Einnig að taka eigi upp umræður um, hvert stefna eigi með tilliti til reksturs veitinga- stofu, sem hefur gengið vel undanfarið. Matthías Kjeld gerði fyrirspurn um bygging- arrétt félaganna á lóðinni. Þorvaldur Veigar taldi, að reka þyrfti málið fyrir dómi til að fá lausn á því. Atli Árnason tók undir orð Þorvaldar Veig- ars varðandi athugun á rekstri Domus Medica og rekstri þess sem félagsstofnunar lækna. Arinbjörn Kolbeinsson ræddi skipan stjórn- ar Domus Medica, en það er sjálfseignarstofn- un. Hann taldi þörf á meira húsnæði fyrir félagsstörf lækna. Katrín Fjeldsted gerði fyrirspurn um frá- gang lóðar í kringum Domus Medica. Þorvaldur Veigar skýrði frá því, að lóða- mörk væru óljós, svo að ekki væri enn hægt að ganga frá lóðinni. Þyrfti að leita til Reykja- víkurborgar um endanleg lóðamörk. Umræðu lokid Eftir kaffihlé hófst umræða um »Læknafjölda og læknaþörf«. Framsögu höfðu Páll Sigurðsson, ráðuneytis- stjóri, og Þorvaldur Veigar Guðmundsson, formaður L.í. í upphafi máls síns flutti Páll Sigurðsson fundinum kveðjur heilbrigðismálaráðherra, Svavars Gestssonar. Páll benti síðan á, að læknafjöldi og læknaþörf í framtíðinni færi eftir því, hver framtíðarstaða læknisins í þjóð- félaginu yrði, hvort hún yrði sú sama og nú, eða myndi breytast, hvort læknar færu inn á fleiri svið en nú er o.s.frv. Einnig væri augljós á næstu 20 árum aukin starfsemi í sambandi við langvarandi sjúkdóma og þarfir sérstakra hópa, sem gerðu nú meiri kröfur en áður. Spurningin væri, hvort læknar ættu að sinna þessum kröfum, eða láta aðra um það. Hann

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.