Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1985, Side 40

Læknablaðið - 15.03.1985, Side 40
62 LÆKNABLAÐID Þorkell Bjarnason var mótfallinn því, að sérnám yrði flutt inn í landið, en taldi frekar, að L.í. atti að styrkja menn til náms erlendis. Finnbogi Jakobsson taldi, að nægilega margar stöður kandídata og superkandídata væru fyrir hendi, til þess að unnt væri að hefja framhaldsnám hérlendis, og að læknadeild og L.í. ættu í sameiningu að vinna að málinu. Pétur Lúðvigsson lagði áherzlu á, að ekki mætti minnka gæðakröfur á sérfræðinámi, ef það flyttist til íslands. Þórður Harðarson taldi framhaldsnám hérlendis í lyflæknisfræði í 1-2 ár vera þann kost, sem stefna bæri að. Að loknum umræðum var fundarmönnum skipt í starfshópa til að fjalla um framkomnar tillögur til ályktunar. Fundi var að öðru leyti frestað til næsta dags. Laugardaginn 25. ágúst kl. 09.00 var fundi framhaldið og skipaði Þorvaldur Veigar Guðmundsson Sigurbjörn Sveinsson fundar- stjóra og Svein Magnússon fundarritara. Gengið var til dagskrár og greint frá með- höndlun starfshópa á ályktunartillögum. Stefán Þórarinsson greindi frá áliti starfs- hóps A, sem fjallaði um fjórar tillögur (nr. 1- 4-5-17). Tillaga nr. 1 frá stjórn L.í. Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn á ísafirði dagana 24. og 25. ágúst 1984 heimilar stjórn félagsins að gerast fullgildur aðili að vinnudeilusjóði Iæknafélaga Norðurland- anna eins og hann var undirritaður á sameigin- legum fundi stjórna læknafélaganna í Reykja- vík þann 20. júní s.l. Læknafélag íslands ábyrgist fjárframlög í hlutfalli við framlög hinna læknafélaganna miðað við fjölda með- lima. Starfshópur lagði ekki til breytingar og var tillagan samþykkt samhljóða. Tillaga nr. 4 frá stjórn L.f. Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn á fsafirði dagana 24. og 25 ágúst 1984 skorar á heilbrigðisráðherra að gangast fyrir breytingu á læknalögum á þann hátt, að öðrum en læknum verði bannað að auglýsa starfsemi þeirra eða á annan hátt stuðla að því, að sjúklingar leiti til ákveðins eða ákveðinna lækna. Heilsugæslustöðvum og öðrum heil- brigðisstofnunum verði gert að sæta sömu reglum og læknum um auglýsingar og kynn- ingu. Starfshópurinn Iagði ekki til breytingu og var tillagan samþykkt samhljóða. Tillaga nr. 5. frá stjórn L.í. Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn á ísafirði dagana 24. og 25. ágúst 1984 skorar á heilbrigðisráðherra að láta endurskoða reglu- gerð nr. 246/1982 um greiðslur almannatrygg- inga á Iyfjakostnaði, þannig að rýmkaðar verði heimildir um greiðslur lyfja að fullu. Starfshópur lagði til eftirfarandi breytingu: Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn á ísafirði dagana 24. og 25. ágúst 1984 skorar á heilbrigðisráðherra að láta endurskoða reglu- gerð nr. 246/1982 umgreiðslur almannatrygg- inga á Iyfjakostnaði, þannig að sjúklingum með langvinna sjúkdóma veitist ekki erfitt að standa undir lyfjakostnaði. Nokkur umræða varð um málið, fram kom að gallar væru á núverandi greiðslufyrir- komulagi lyfja, nýlegar reglugerðarbreyting- ar hafa aukið á mismunun á milli sjúkdóma- flokka. í máli ráðuneytisstjóra, Páls Sigurðs- sonar kom fram, að hann taldi að allir sjúk- lingar ættu að bera vissan hluta af lyfjakostn- aði sinum. Ólafur Ólafsson landlæknir taldi nauðsyn að breyta núgildandi greiðslukerfi. Breytingatillaga starfshópsins var síðan samþykkt samhljóða. Tillaga nr. 17 frá Sveini Magnússyni o.fl.: Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn á ísafirði 24. til 25. ágúst 1984 ályktar að reykingar skulu ekki Ieyfðar á fundum félags- ins. Á þetta við fundi stjórna, nefnda, ráða svo og stærri fundi eins og aðalfundi og fræðslufundi. Stjórn L.í. er falið að kynna félagsmönnum ályktun þessa. Starfshópurinn lagði fram óbreytta tillögu en Lúðvík Ólafsson bar fram eftirfarandi breytingartillögu: Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn á ísafirði 24. og 25. ágúst 1984 beinir því til félaga sinna að forðast reykinar á fundum félagsins. Stjórn L.í. er falið að kynna félagsmönnum ályktun þessa. Breytingartillagan var felld með 14 at- kvæðum gegn 4 og síðan var samþykkt tillagan óbreytt með 14 atkvæðum gegn 2. Næst skýrði Guðmundur Ingi Eyjólfsson frá áliti starfshóps B sem fjallað hafði um tillögur nr. 2-3-10 og 11. Tillaga nr. 2 frá stjórn L.Í.: Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn á ísafirði dagana 24. og 25. ágúst 1984 skorar á

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.