Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1985, Side 41

Læknablaðið - 15.03.1985, Side 41
LÆKNABLADIÐ 63 menntamálaráðherra að gangast fyrir því, að reglum um nám við læknadeild Háskóla íslands verði breytt þannig, að ekki útskrifist fleiri læknakandídatar árlega en áætluð þörf er fyrir (nú 22, sbr. meðfylgjandi greinar- gerð). Nokkur umræða varð um þá tölu (22) sem nefnd er í tillögunni og komu fram tvær breytingartillögur. Breytingati/laga Þorvaldar V. Guðmunds- sonar var að fella niður svigann ásamt inni- haldi en sú tillaga var felld með 12 atkvæðum gegn 6. Starfshópurinn lagði til, að í sviganum stæði 16-22 en ekki einungis 22 og var sú tillaga samþykkt með 19 gegn engu. Tillaga nr. 3 frá stjórn L.Í.: Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn á ísafirði dagana 24. og 25 ágúst 1984 beinir þvi til utanríkisráðherra, að athugað verði, hvort framlag íslands til þróunarhjálpar gæti að einhverju leyti orðið í formi læknisfræði- legrar þjónustu eða ráðgjafar. Starfshópurinn lagði til að tillögunni væri breytt á eftirfarandi hátt: Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn á í safirði dagana 24. og 25. ágúst 1984 beinir þvi til utanríkisráðherra, að athugað verði i samvinnu við Þróunarsamvinnustofnun íslands, hvort framlag íslands til þróunar- hjálpar gæti að einhverju leyti orðið í formi læknisfræðilegrar þjónustu eða ráðgjafar. Tillaga starfshópsins var samþykkt með 14 atkvæðum gegn 1. Tillaga nr. 10 frá stjórn Lœknafélags Reykjavíkur: Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn á fsafirði 24. og 25. ágúst 1984 felur stjórn Læknafélags íslands að sjá til þess, að allir læknar séu ávallt tryggðir í starfi. Starfshópurinn lagði fram eftirfarandi breytingartillögu: Aóalfundur Læknafélags Islands haldinn á ísafirði 24. og 25. 1984 felur stjórn Lækna- félags íslands að gera allsherjar úttekt á tryggingamálum lækna og tryggja eins fljótt og hægt er að læknar séu ávallt tryggðir fyrir viðunandi upphæð í bráðum útköllum og hliðstæðum áhættustörfum. Umræða um tillöguna leiddi í ljós að víða væri pottur brotinn í tryggingamálum lækna. Þorvaldur V. Guðmundsson óskaði eftir skýrari fyrimælum til stjórnar, hvernig bæri að taka á málum, t.d. sjálfstætt starfandi Iækna. Gunnar Ingi Gunnarsson taldi þessi mál verða óhjákvæmilega að tengjast kjara- samningum lækna á hverjum tíma. Breytingartillaga starfshópsins var samþykkt samhljóða. Tillaga nr. 11 frá stjórn Læknafélags Reykjavíkur: Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn á ísafirði 24. og 25. ágúst 1984 felur L.í. að gangast fyrir því, að kjör einstakra lækna- hópa verði metin og borin saman innbyrðis og einnig við aðrar stéttir. Starfshópur lagði til að tillagan yrði samþykkt óbreytt og var hún samþykkt samhljóða. Starfshópur C, í fyrirsvari Sigursteinn Guðmundsson, fjallaði um tillögur nr. 6-15 og 14. Tillaganr. 6frá Þorvaldi V. Guðmundssyni form. L.Í.: Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn á ísafirði 24. og 25. ágúst ályktar að hlutur svæðafélaganna utan Reykjavíkur í árgjöld- um skuli renna í einn sjóð. Úr sjóðnum skal greiða ferðakostnað fulltrúa læknafélaganna á aðalfund L.Í., formannaráðstefnur og kjaramálafundi. Afgangi sjóðsins skal skipt árlega milli félaganna í hlutfalli við félaga- fjölda. Tillaganr. 15 varfráLæknafélagiAkureyr- ar: Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn á ísafirði 24. til 25. ágúst 1984 ályktar, að Læknafélag íslands skuli greiða fargjöld fulltrúa svæðafélaganna á aðalfund L.í. og formannaráðstefnur. Starfshópurinn lagði til að tillaga 15 yrði samþykkt en fram kom breytingartillaga við tilögu nr. 15 svohljóðandi: Aðalfundur Læknafélags fslands haldinn á ísafirði 24. til 25. ágúst 1984 ályktar, að Læknafélag íslands skuli greiða fargjöld fulltrúa svæðafélaganna innanlands á aðal- fund L.í. og formannaráðstefnur. Breytingartillagan var samþykkt með 13 atkvæðum gegn 9. Tillaga nr. 6 var því ekki borin undir atkvæði. Tillaga nr. 14 frá Læknafélagi Akureyrar: Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn á ísafirði 24. til 25. ágúst ályktar, að nauðsyn- legt sé, að Læknafélag íslands verði í framtíðinni aðili samningi um sérfræðilækn-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.