Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1985, Síða 42

Læknablaðið - 15.03.1985, Síða 42
64 LÆKNABLAÐID ishjálp utan sjúkrahúsa, þannig að tryggt verði að samningur þessi gildi fyrir alla sérfræðinga hvar sem þeir eru búsettir á Iandinu. Ennfremur ályktar fundurinn að koma þurfi nýju skipulagi á atkvæðagreiðslur um samninga þannig að tryggt verði að öllum læknum gefist kostur á að greiða atkvæði um samninga sem þeir eiga að starfa eftir. Starfshópurinn lagði til að tillagan yrði samþykkt óbreytt, eftir nokkra umræðu kom frá starfshópnum fram dagskrártillaga um að vísa tillögunni til stjórnar og var það sam- þykkt samhljóða. Stefán Matthíasson kynnti tillögur starfs- hóps D, sem fjallaði um tillögur 16-12-13 og 8. Tillaga 16 frá Ólafi Z. Ólafssyni: Aðalfundur Lækanafélags íslands ályktar að leitað verði leiða til að efla tekjur orlofs- heimilasjóðs L.í. og L.R. Starfshópurinn lagði til að samþykkt yrði óbreytt tillaga og var hún samþykkt sam- hljóða. Tillaga nr. 12 frá stjórn Læknafélags Reykjavíkur: Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn á ísafirði 24. og 25. ágúst 1984 felur stjórn L.í. að beita sér fyrir myndun starfshóps, sem geri tillögur um samræmingu á vottorðagerð og greiðslum vegna vottorða. Starfshópurinn lagði til að tillagan yrði felld en tillaga nr. 13 aukin í staðinn. Halldór Steinsen lagði til eftirfarandi viðbót: Stefnt skal að því að vottorð séu staðgreidd af tryggingataka. Lagði hann einnig til að tillaga 13 yrði felld niður. Breytingartillaga Halldórs Steinsen var felld með 6 atkvæðum gegn 10 og síðan var tillaga nr. 12 samþykkt óbreytt samhljóða. Tillaga nr. 13 frá stjórn Lœknafélags Reykjavíkur: Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn á ísafirði 24. og 25. ágúst 1984 felur stjórn L.f. að hlutast til um, að vottorð fyrir Trygginga- stofnun ríkisins verði greidd að minnsta kosti á 6 mánaða fresti í stað 12 mánaða eins og tíðkast nú. Starfshópurinn lagði til að tillagan yrði svohljóðandi: Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn í ísafirði 24. og 25. ágúst 1984 felur stjórn L.í. að hlutast til um, að vottorð fyrir Trygginga- stofnun ríkisins verði greidd að minnsta kosti á 3 mánaða fresti í stað 12 mánaða eins og tíðkast nú. Sundurliðað uppgjör fylgi. Breytingartillaga stafshópsins var samþykkt samhljóða. Tillaga nr. 8 frá Lœknafélagi Vesturlands: Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn á ísafirði 24. og 25. ágúst 1984 felur stjórn L.í. að lýsa yfir án tafar við samtök vinnuveitenda og Iaunþega, að læknisvottorð vegna veikinda skemmri en 4 daga verði að jafnaði ekki veitt eftir næstu aðalkjarasamninga þessara sam- taka. Starfshópurinn lagði til eftirfarandi breyt- ingartillögu: Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn á ísafirði 24. og 25. ágúst 1984 beinir því til stjórnar L.í. að hún ítreki það við aðila vinnumarkaðarins að Iæknar séu bundnir af samningsákvæðum um atvinnurekendavott- orð, sem gerð eru án þeirra samþykkis. Stjórn L.í. skipi vinnuhóp til gera leiðbeinandi ráðleggingar um vinnutilhögun vegna vott- orðanna. Breytingartillaga starfshópsins féll á jöfn- um atkvæðum 7 gegn 7 og síðan var tillaga Læknafélags Vesturlands samþykkt með 12 atkvæðum gegn 6. Lúðvík Ólafsson kynnti álit starfshóps E sem fjallað hafði um tillögur nr. 7-9 og 18. Tillaga nr. 7 frá Lœknafélagi Vesturlands: Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn á ísafirði 24. og 25. ágúst 1984 skorar á heilbrigðisy firvöld að gera nú þegar ráðstafan- ir til að hægt verði að hefja kransæða- skurðaðgerðir á fsandi eigi síðar en árið 1986. Starfshópurinn lagði til eftirfarandi breyt- ingu: Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn á ísafirði 24. og 25.ágúst 1984 skorar á heil- brigðisyfirvöld að gera nú þegar ráðstafanir til að hægt verði að hefja kransæðaskurðað- gerðir á íslandi sem fyrst. f umræðu skýrði Þórður Harðarson frá ýmsum tölum varðandi kostnað og ábending- ar fyrir aðgerð, kostnaður var um 250 þús. ísl. krónur að senda sjúkling til Bretlands en 500- 750 þús. til USA. Páll Sigurðsson ráðuneytis- stjóri greindi frá nýlegri skýrslu nefndar, sem fjallað hefur um þessi mál. Tillaga starfshópsins var síðan samþykkt samhljóða. Tillaga nr. 9 frá Lœknafélagi Vesturlands: Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn á

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.