Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1985, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.11.1985, Blaðsíða 14
294 LÆKNABLAÐIÐ skyldleiki milli sjúklinganna þriggja. Þeir voru ættaðir frá mismunandi stöðum á landinu af Snæfellsnesi og úr Dalasýslu, úr Vestur-Skaftafellssýslu og frá Norður- Múlasýslu. Ættir fyrsta sjúklingsins tókst að rekja aftur fjóra til fimm ættliði. Eftir það urðu kirkjubækur stopular. Foreldrar hans virðast ekki skyldir. Hjá öðrum sjúklingnum voru rannsakaðir sex ættliðir, stundum fleiri. Veruleg og margvísleg tengsl ættmenna fundust, saman- ber mynd 6. Þar kemur fram skyldleiki foreldra sjúklings í ættliðum I-IV. Nánastur er hann í gegnum hjónin IV5 og IV6. Konan (IV6) er t.d. föðurlangamma og móðurlanga- langamma sjúklingsins (VIII3). Móðursystir sjúklingsins (VII3) er talin hafa haft hómó- systínmigu. Klínísk veikindi hennar voru dæmigerð. Engin lífefnafræðileg próf voru gerð hjá stúlkunni enda lést hún árið 1953 áður en sjúkdómnum var fyrst lýst. Krufning fór ekki fram. Sjúkdómsgreining hennar byggir því eingöngu á líkum. Sennileg tilgáta er, að erfðagallinn sé kominn frá öðru hvoru hjónanna í fyrsta ættlið. Möguleg dreifing erfðagallans sam- kvæmt þeirri tilgátu er færð inn á myndina. Reyndar telur Björn Magnússon (1) þau hjónin hugsanlega vera þremenninga. Ekki er útilokað að erfðagallinn sé kominn frá 112, 113 eða III5. Foreldrar sjúklingsins voru bæði afkomendur þeirra. Þessir einstak- lingar virðast ekki hafa verið skyldir inn- byrðis. Það meðal annars gerir þann uppruna erfðagallans ólíklegri. Forfeður og -mæður þriðja sjúklingsins voru könnuð í um það bil sex ættliði. Foreldrar hans reyndust skyldir í VII ættliði talið frá sjúklingi. Engin önnur tengsl fund- ust. Vafaatriði er hve mikið skal leggja upp úr svo fjarlægum skyldleika, sem algengur er meðal íslendinga. UMRÆÐA Sjúklingum með hómósystínmigu var fyrst lýst árið 1962 í tveimur ótengdum rann- sóknum. Field og samstarfsmenn fundu tvær systur meðal vangefinna irskra barna (2). Gerritsen og samstarfsmenn uppgötvuðu dreng í sambærilegum hópi í Wisconsin í Bandaríkjunum (3). Aðeins tveimur árum Fig. 6. Pedigree offamily with cystathionine $-synthase deficiency. Proband is case number two. Siblings birth order overruled for ease of interpretation.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.