Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1985, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.11.1985, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 299 LÆKNABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknafélag íslands og Læknafélag Reykjavíkur 71. ÁRG. - NÓVEMBER 1985 HÚSNÆÐI, HEILBRIGÐI, HÖNNUN Ein af frumþörfum mannsins er að eiga skýli gegn ytri áhrifum. í upphafi notuðu menn það skjól, sem náttúran lagði þeim til. Síðar tóku þeir að gera sér hús til íbúðar. Breyttir atvinnu- hættir hafa valdið því, að fólk hefur flutt í þéttari byggðir. Tilkoma lyftunnar hefur leitt til þess, að hægt er að koma fyrir, á og yfir sama skikanum, enn fleira fólki til dvalar og starfa en áður var. Þessum vistaskiptum mannsins og með- fylgjandi mannvirkjagerð tengjast tiltekin vandamál. í tuttugu aldir, allt frá dögum Hippókra- tesar, hafa læknar hugað að tengslum búsetu og sjúkdóma. Þekktur er mismunur sjúkdómstíðni i þéttbýli og í dreifbýli og vitað er, að byggðaröskun fylgja breytingar, sem með öðru endurspeglast í því, að þeir, sem minni efnin hafa, búa í lélegu húsnæði. Það hafa menn hins vegar fyrir satt, að húsnæðið, þó lélegt sé, verði ekki talið sjúkdómsvaldur eitt sér. Þar komi til vítahringur lítilla efna og sjúkdóma og getur hvort um sig verið upphaf hins. Hins vegar getur húsnæðið spillt heilsu manna. í samræmi við þá skoðun höfum við íslendingar varið ríflega af opinberum fjár- munum til þess að útrýma heilsuspillandi húsnæði og orðið vel ágengt. Ekki hefur verið látið þar við sitja. Á undanförnum áratugum hefur verið lánað til íbúðabygginga úr opin- berum sjóðum af ýmsu tagi og ríki og sveit- arfélög hafa byggt »á félagslegum grunni«, það sem í minu ungdæmi hétu verkamanna- bústaðir. Svo rösklega hafa opinberir aðil- ar og einstaklingar gengið fram í því, að ráða bót á húsnæðiseklunni, að því hefur verið haldið fram, að hérlendis væri nú hægt að hýsa hálfa milljón manna með góðu móti. Þegar rætt er um lélegt húsnœði, væri í sömu andrá æskilegt að geta skilgreint gott húsnœði, sem samkvæmt orðanna hljóðan ætti að geta haft jákvæð áhrif á heilsuna og þar með talist hollt húsnœði. Vissulega hefur húsnæði almennt batnað. En ekki eru nýju húsin alveg gallalaus: Eitthvað hlýtur að hafa mistekist við hönnun mannvirkja á undanförnum árum. Eitthvað hlýtur að hafa farið úrskeiðis við val á byggingarefnum. Eitthvað hlýtur að hafa valdið röskun á loftgæðum innan dyra, ella þyrftu læknar ekki að fást við vaxandi um- kvartanir og aukna tíðni ofnæmis á vinnu- stöðum og heimilum. Allt er þetta tengt innri gerð þess, sem Jón Trausti nefndi í háði mannvirkjabáfcn. Hérer við hæfi að kynna hugtak, sem menn hafa orðið varir við í vaxandi mœli síðast liðinn aldarfjórðung og nefnt hefur verið sick building syndrome og íslenska mætti heil- kenni óhollra mannvirkja. Þetta hugtak hefir verið skilgreint svo: »The »sick building syndrome« is generally taken to describe a building in which compla- ints of ill health are more common than might reasonably be expected.« (Br Med J 1984; 189: 1573). Tfeilkenni óhollra mannvirkja er hugtak, sem í vaxandi mæli tengist kvörtunum um óþægindi frá húð, augum, nefi, koki, hálsi og lungum. Margt er óljóst varðandi orsaka- sambönd, en flest bendir til, að ýmis nýlunda í efnisvali ráði miklu, t.d. gólfteppi, gólfflísar úr gerfiefnum, »gras«-plötur í loft, sem ýmist eru límdar saman með fenóli eða sementi, spónaplötur, sem gefa frá sér formaldehýð, málningar- og límtegundir, svo nokkuð sé nefnt. Allt á þetta sameiginlegt að vera manninum framandi og að framkalla ýmis einkenni og teikn. En það eru ekki aðeins efnin sjálf, sem geta spillt heilsu manna. Aukinn hitunarkostn- aður hefur leitt til þess, að menn hafa þétt hús sín. Sparnaður við að gera opinberar byggingar hreinar, jafnframt því, að öll gólf eru þakin teppum, sem illmögulegt er að ná skítnum úr, hefur leitt til vaxandi ofnæm-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.