Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1985, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.11.1985, Blaðsíða 36
304 LÆKNABLAÐIÐ ingar sjái sjálfir um menntun þeirra lœkna, sem sjá eiga um frumheilsugæzlu, og komi það á undan öðrum sérhæfðum sviðum lækn- isfrœðinnar. Nú þegar erfyrir hendi mannafli til þessa verkefnis og stöður innan heil- brigðisþjónustunnar, þannig að lykillinn að framkvœmd liggur í vilja og framsýn for- ystumanna í heilbrigðis- og menntamálum. XVI. Aðalfundur Læknafélags íslands hald- inn á ísafirði dagana 24. og 25. ágúst 1984 skorar á læknadeild Háskóla íslands að vinna að stofnun prófessorsembættis í heimilis- lækningum við deildina. Eftirfarandi tillögu frá Lœknafélagi Akureyrar var vísað til stjórnar L. í: Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn á ísafirði 24. til 25. ágúst ályktar, að nauðsyn- legt sé, að Lœknafélag fslands verði í fram- tíðinni aðili að samningi um sérfræðilækn- ishjálp utan sjúkrahúsa, þannig að tryggt verði, að samningur þessi gildi fyrir alla sérfræðinga, hvar sem þeir eru búsettir á landinu. Ennfremur ályktar fundurinn, að koma þurfi nýju skipulagi á atkvæðagreiðslur um samninga, þannig að tryggt verði, að öllum læknum gefist kostur á að greiða atkvæði um samninga, sem þeir eiga að starfa eftir. Að loknum hádegisverði voru reikningar félagsins samþykktir einróma eftir nokkrar fyrirspurnir. Þá var fjárhagsáætlun næsta starfsárs samþykkt og árgjald ákveðið kr. 12.000,00. Þar af kr. 1.500,00 til svæðafélaga. Lára M. Ragnarsdóttir, hagfræðingur, flutti þessu næst erindi, þar sem hún fjallaði um fjárfestingar í heilbrigðisþjónustu og áætlanagerð. Fram kom, að erfitt væri að afla upplýsinga um fjárfestingu hins opinbera á þessu sviði og í mörgum tilvikum næsta útilokað. Einnig kom fram hjá Láru, að ef bæta ætti heilbrigðisþjónustu í landinu án þess að auka hlut hennar í þjóðarútgjöldum, þyrfti að bæta áætlanagerð frá því, sem nú er. Að loknum stuttum umræðum var Láru þakkað með góðu lófataki. Var þessu næst gengið til kosninga: Úr stjórn áttu að ganga Halldór Steinsen, varaformaður, og Kristján Eyjólfsson, ritari, en þeir voru báðir endurkjörnir til næstu 2ja ára. Finnbogi Jakobsson, Haukur Þórðarson og Ólafur Z. Ólafsson voru endurkjörnir meðstjórnendur og auk þess Arnór Egilsson í stað Kristófers Þorleifssonar, allir til eins árs. Endurskoðandi var endurkjörinn Einar Jón- mundsson og til vara Þorkell Bjarnason. í Gerðardóm var kjörinn til tveggja ára Sigursteinn Guðmundsson og til vara Pálmi Frímannsson. í Siðanefnd voru endurkjörnir til tveggja ára Guðmundur Pétursson og Þorgeir Gestsson. Varamenn voru kjörnir Hannes Finnbogason (endurkjörinn) og Ólafur Bjarnason. Undir dagskrárliðnum »Ýmis mál« ræddi Jón Bjarni Þorsteinsson um nauðsyn atvinnu- leysistryggingasjóðs fyrir lækna, og Þorvald- ur Veigar skýrði frá því, að Styrktarsjóður lækna yrði lagður niður. Fundi var lokið kl. 15. Að kvöldi laugardags sátu fulltfúar og gestir kvöldverðarboð bæjarstjórnar ísa- fjarðar og stjórnar sjúkrahússins, þar sem héraðslæknir Vestfirðinga hélt uppi röð og reglu. Meðan beðið var flugs á sunnudag var farið út í Vigur og notið þar leiðsagnar Baldurs Bjarnasonar, bónda, og síðan kaffiveitinga á heimili þeirra hjóna. Með fylgdarlið fulltrúa hafði áður verið farið til Bolungarvíkur og að Núpi við Dýrafjörð. Var af öllu þessu hin besta skemmtun. Að öðru leyti vísast til fundargerðar aðal- fundar, Lbl. 2/1985. STJÓRNARFUNDIR Stjórn Læknafélags íslands heldur fundi að jafnaði á þriðjudögum kl. 17 til 19 eða 19.30. Á tímabilinu, sem skýrslan nær yfir, voru haldnir 40 fundir og að meðaltali voru 11 mál tekin fyrir á fundi hverjum. Þáhalda stjórnirL. í. ogL. R. sameiginlega fundi af og til. Haldnir voru þrír slíkir fundir á starfsárinu. FORMANNARÁÐSTEFNA Fundur stjórnar L. í. með formönnum svæðafélaganna var haldinn laugardaginn 20. apríl 1985 í Domus Medica. Fulltrúum frá Félagi íslenzkra heimilislækna, Félagi ungra lækna, Sérfræðingafélagi íslenzkra lækna og Félagi yfirlækna var boðið að sitja fundinn, og komu formenn frá tveim fyrstnefndu félögunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.