Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1985, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.11.1985, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 297 um, allt að einu grammi á dag eða meira, leiðréttir efnabrenglanir að hluta (13). Mudd og Levy (6) telja að um 40% sjúklinga svari slíkri meðferð. Sé engin virkni á systatíónín P- syntasa fyrir hjá sjúklingi, er meðferð með pýridoxíni gagnslaus. Nokkur hluti sjúklinga með skerta virkni svarar og er þá sækni ensímsins í pýridoxal-fósfat stundum skert (14). Æskilegt er, að sjúklingar, sem gagn hafa af pýridoxínmeðferð, séu einnig á fæði sem er metíónínsnautt. Enn er of snemmt að spá fyrir um árangur ofangreindrar meðferðar, þegar til lengri tíma er litið. Ljóst er þó, að hægt er að draga úr vangefni og öðrum einkennum, jafnvel koma í veg fyrir þau. Víða um heim eru gerð skimpróf á ný- fæddum börnum til þess að finna hómó- systínmigu. Oftast er um að ræða mælingar á metíóníni í blóði, sem fyrst verður afbrigði- legt. Hómósystín finnst varla í þvagi fyrr en tveimur vikum eftir fæðingu. Hér á landi hefur verið framkvæmt skim- próf á blóði fyrir amínósýrugöllum hjá nýburum síðan 1973. Notuð er einvíð þunn- lagslitgreining. Aðferðin miðast fyrst og fremst við að finna fenýlketónmigu. Einungis hluti hómósystínmigu sjúklinga uppgötvast með því móti. Þannig var prófið, sem gert var á stúlkunni, ranglega neikvætt. Engin önnur börn með hómósystínmigu hafa fundist síðan þessi rannsókn fór af stað. Rétt er að benda á að nauðsynlegt er að athuga öll seinþroska börn vegna mögulegra amínósýrugalla, þar sem ekki er hægt að treysta því, að þau hafi fundist með skimpróf- inu. Við klínískan grun um hómósystínmigu er hægt að gera einfalt próf á þvagi, svokallað sýaníð-nítróprússíðpróf. Það er hægt að gera á hvaða rannsóknastofu sem er. Sé sýaníð- nítróprússíðprófið jákvætt er rétt að rann- saka amínósýrur í sermi og þvagi frekar. Jafnframt skal mæla virkni systatíóníns 3- syntasa í frumum sjúklings. Með slíkum ensímmælingum má staðfesta greiningu enn betur, finna arfblendna einstaklinga og greina sjúkdóm á fósturstigi. Ekki hafa fundist kannar (probes) fyrir erfðavísinn og er því ekki hægt að beita erfðatækni að svo stöddu. Ekki er ljóst hvort skortur á systatíónín 3- syntasa geti stafað af fleiri en einni tegund erfðagalla. Lífefnafræðilegar rannsóknir á ensíminu, þar með talið mismunandi svörun við pýridoxíngjöf, benda til að svo geti verið. Þakkarorð. Höfundar vilja þakka erfðanefnd Háskóla íslands sérstaklega Ólaft Jenssyni lækni og starfsfólki nefndarinnar fyrirgreiðslu og aðstoð. Læknarnir Þröstur Laxdal og Kristín Jónsdóttir veittu upplýs- ingar um sjúkratilfelli. Jóhannes Björnsson Iæknir leiðbeindi um túlkun og uppsetningu meinafræðisýna. Mynd 1 er birt með leyfi fósturföður sjúklings. SUMMARY Three patients with homocystinuria (cystathionine (5- synthase deficiency) have been diagnosed in Iceland and they are reported in this paper. Two of them are males born in the early fifties. Both were severely mentally retarded and they had physical signs which are typical for homocystinuria in many respects. They both died around thirty years of age, one from pulmonary embolism and the other from bronchopneumonia. The third patient is a female born 1974. She also suffered from neonatal asphyxia and therefore her neurologic signs are difficult to correlate. According to family studies the patients were not related. The metabolic defect, pathology and clinical features in homocystinuria are discussed. The prevalence of the disease in Iceland is at least 1:50.000 suggesting that the genetic defect might be more frequent here than in most other countries. HEIMILDIR 1) Magnússon B. Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Reykjavík: Leiftur, 1970-1973. 2) Field CMB, Carson NAJ, Cusworth DC, Dent CE, Neill DW. Homocystinuria, a new disorder of metabolism. In: Proceedings of the lOth Internatio- nal Congress of Pediatrics, Lisbon 1962. Frankfurt A.M.: Woeller, 1964: 274-5. 3) Gerritsen T, Vaughan JG, Waisman HA. The identification of homocystine in the urine. Biochem Biophys Res Commun 1962; 9: 493-6. 4) Valle D, Pai GS, Thomas GH, Pyeritz RE. Homocy- stinuria due to cystathionine (J-synthase deficiency: Clinical manifestations and therapy. John Hopkins Med J 1980; 146: 110-7. 5) Rosenberg LE, Scriver CR. Disorders of amino acid metabolism. In: Bondy PK, Rosenberg LE, eds. Metabolic Control and Disease. Philadelphia: WB Saunders, 1980: 583-776. 6) Mudd SH, Levy HL. Disorders of transsulfuration. In: Stanbury JB et al, eds. The Metabolic Basic of Inherited Disease. New York: McGraw-Hill, 1983: 522-59. 7) Johnston SS. Homocystinuria. Ophthalmologica 1978; 176: 282. 8) McKusick VA, Hall JG, Char F. The clinical and genetic characteristics of homocystinuria. In: Car-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.