Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1985, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.11.1985, Blaðsíða 30
302 LÆKNABLAÐIÐ Að loknu erindi ráðherra flutti formaður skýrslu stjórnar og gjaldkeri lagði fram endurskoðaða ársreikninga. Urðu nokkrar umræður um skýrslu formanns og fyrir- spurnir varðandi ársreikninga, en þeir voru til afgreiðslu síðari fundardag. Þessu næst voru lagðar fram tillögur til ályktunar á fundinum, 18 að tölu, og voru leyfðar stuttar umræður um þær. Eftir að ályktunartillögur höfðu verið kynntar, flutti Finnbogi Jakobsson yfirlit yfir tryggingar lækna í starfi. Að loknu kaffihléi flutti Friðrik Karlsson skýrslu stjórnar Domus Medica og Páll Þórðarson skýrslu Ekknasjóðs og Lífeyris- sjóðs lækna. Næst á dagskrá var framsöguerindi Viðars Hjartarsonar um »Framhaldsmenntun ís- lenzkra lækna og sérfræðiréttindi«. Erindið var fróðlegt og yfirgripsmikið, og urðu líf- legar umræður í framhaldi af því. í lok fundardags var fulltrúum skipt í starfshópa til að fjalla um framkomnar ályktunartillögur, og var fundi frestað til næsta dags. Að morgni 25. ágúst voru tillögur teknar til umræðu og afgreiðslu. Tillögurnar, sem starfshóparnir höfðu fjallað um og breytt sumum hverjum voru allar samþykktar nema ein, sem vísað var til stjórnar félagsins. Þá höfðu verið lagðar fram tvær tillögur varð- andi greiðslu ferðakostnaðar á fundi L. í, og var aðeins önnur þeirra borin undir atkvæði. Samþykktar tillögururdu þannig 16 og fara þær hér á eftir: I. Aðalfundur Læknafélags fslands haldinn á ísafirði dagana 24. og 25. ágúst 1984 heimilar stjórn félagsins að gerast fullgildur aðili að Vinnudeilusjóði lceknafélaga Norðurland- anna eins oghann var undirritaður ásameigin- legum fundi stjórna lœknafélaganna I Reykjavík þann 20. júní sl. Lœknafélag ís- lands ábyrgistfjárframlög íhlutfalli viðfram- lög hinna lœknafélaganna miðað við fjölda meðlima. II. Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn á ísafirði dagana 24. og 25. ágúst 1984 skorar á heilbrigðisráðherra að gangast fyrir breyt- ingum á lœknalögum á þann hátt, að öðrum en lœknum verði bannað að auglýsa starfsemi þeirra eða á annan hátt stuðla að því, að sjúklingar leiti til ákveðins eða ákveðinna lækna. Heilsugœzlustöðvum og öðrum heil- brigðisstofnunum verði gert að sæta sömu reglum og læknum um auglýsingar og kynn- ingu. III. A ðalfundur Læknafélags íslands haldinn á ísafirði dagana 24. og 25. ágúst 1984 skorar á heilbrigðisráðherra að láta endurskoða reglugerð nr. 246/1982 um greiðslur almanna- trygginga á lyfjakostnaði, þannig að sjúk- lingum með langvinna sjúkdóma veitist ekki erfitt að standa undir lyfjakostnaði. IV. A ðalfundur Læknafélags íslands haldinn í kaffihlé á aðalfundinum 1985. Frá vinstri: Pétur Z. Skarphéðinsson, Gunnsteinn Stefánsson og Hjálmar Freysteinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.