Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1985, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.11.1985, Blaðsíða 46
310 LÆKNABLAÐIÐ gæzlulækna, m.a. kemur hækkun Kjara- dóms á hann frá 1. marz 1985. b-liður er að 'A fyrir bíl og 2A fyrir ýmsa rekstrarliði stofunnar. Tryggingaráð samþykkti samninginn með fyrirvara, sem felst í bókun frá fundi þess 2. maí, þar sem sett er sem skilyrði fyrir greiðslu þessa liðar, að sýnt sé fram á útlagðan kostnað. Á fundi með samninganefnd T.R. eftir samningsgerð var fallist á, að bókunin næði aðeins til þeirra lækna, sem njóta opinberrar aðstoðar við liðina húsaleiga, hiti, rafmagn og ræsting. Þessi fjárhæð hækkar skv. kostnaðarvísitölu á rekstri lækninga- stofu eins og kostnaðarhluti einingarverðs skv. gjaldskrá sérfræðinga. Réttindi til námsferða náðust sambærileg við sjúkrahús- og heilsugæzlulækna. Áður var greitt í námssjóð, en þær greiðslur dugðu skammt til námsferða. Sjúkrasamlög munu greiða í lífeyrissjóð 6% af a-lið og heildargreiðslum skv. c-lið, en slíkt hefur ekki náðst fram áður. Samningurinn gildir frá 1. janúar til 31. desember 1985. Hann bætir vonandi mögu- leika á því að reka læknastofu á nútíma hátt, sýni læknar fram á vilja til slíks. Stórir kostnarðarliðir fást nú greiddir, sýni menn fram á slík útgjöld. Að lokum má geta þess, að samþykkt var að gera sérsamning um vaktir, en bæjarvaktin i Reykjavík er enn rekin skv. númerasamningi lækna, sem að öðru leyti er fallinn úr gildi. Samningaviðræður standa nú yfir um vaktir, sem gegnt er frá Reykjavík og Hafnarfirði. Vegna óánægju með kjör sín höfðu heimil- islæknar sagt störfum sínum lausum eins og heilsugæzlulæknar. í upphafi áttu uppsagnir þeirra að koma til framkvæmda 1. júní, en var með bréfi Félags ísl. heimilislækna til T.R. 31. maí frestað til 11. ágúst. Tryggingastofnun neitaði að taka frestun uppsagna til greina, þar sem þær ættu aðeins við gagnvart eldri samningi aðila og yrðu nýjar uppsagnir að komatil skv. samningnum frá 28. marz. í bréfi F.Í.H., þar sem tilkynnt var um frestun, voru uppsagnir ítrekaðar. Aðilar komust að samkomulagi um að leita álits Benedikts Sigurjónssonar, fyrrv. hæsta- réttardómara, um túlkun uppsagnarfrests og hlíta því. Komst hann að þeirri niðurstöðu, að endurnýja hefði þurft fyrri uppsagnir, þar sem læknar hefðu ekki gert fyrirvara við samningsgerðina um, að þær stæðu áfram. Uppsagnir tækju því ekki gildi fyrr en 1. sept. n.k. Nú eru allir samningar heimilis- og heilsu- gæzlulækna í höfn að öðru leyti en því, að ósamið er um vaktir í Reykjavik og Hafnar- firði, sbr. að ofan. Uppsagnir heimilislækna standa enn, þegar þetta er ritað. Samningurumsérfrœðilœknishjálp. Samn- inganefnd L.R. hélt marga fundi á starfsár- inu, bæði með fulltrúum T.R. og fulltrúum tilnefndum af hinum ýmsu sérgreinafélögum, þar sem fjallað var um einstaka gjaldskrárliði. Skrifað var undir samning og nýja gjaldskrá, sem gildir milli L.R. og T.R., 24. maí sl. Gj aldskráin felur í sér umtalsverðar tilfærsl- ur einstakra verka milli gjaldflokka og verða þær ekki raktar hér. Samningurinn gildir frá 1. apríl, en eininga- fjöldi skv. hinni nýju gjaldskrá gildir þó frá 1. janúar 1985. Ákvæði er um að endurskoða einingafjölda fyrir viðtöl innan eins árs. Hlutfall rekstrarkostnaðar og launahluta var ákveðið 50:50 miðað við 1. júní 1985. Þá er ákvæði um að skipa nefnd 2ja fulltrúa frá hvorum aðila til að gera tillögur að framtíðar- skipulagi sérfræðingastarfa, sérstaklega að því er varðar stofnsetningu nýrra lækninga- starfa. Samningurinn var samþykktur á almenn- um félagsfundi í L.R. þann 1. júní sl. gildistími hans er til 1. maí 1987. UMSAGNIR UM LAGAFRUMVÖRP O.FL. Stjórnin sendi frá sér umsagnir um eftirtalin frumvörp og tillögur: 1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, þar sem gert er ráð fyrir stofnun áfrýjunarnefndar vegna úrskurðar um örorkumat. Stjórn L.í. var hlynnt stofnun slíkrar nefndar, en taldi nauðsynlegt, að a.m.k. 2 af 3 nefndar- mönnum væru læknislærðir. 2. Þingsályktunartillaga um kerfisbundna leit að brjóstkrabbameini hjá konum. Stjórnin var efnislega fylgjandi tillögunni. 3. Þingsályktunartillaga um lækkun á gjöld- um fyrir lyfja- og lœknisþjónustu. Um- sagnarbeiðnin barst 4. des., en 1. des. tóku gildi umtalsverðar breytingar á reglu- gerð þeirri, sem um var fjallað í tillög-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.