Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1985, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.11.1985, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 305 FUNDAREFNI /. Formaður gerði grein fyrir afgreiðslu ályktana síðasta aðalfundar. 2. Gerð grein fyrir stöðu í samninga- og kjaramálum, sérstaklega voru rædd mál heilsugœslu- og heimilislœkna, sem flestir höfðu sagt upp störfum. Gunnar Ingi Gunnarsson, formaður samninganefndar heilsugœziulœkna, tók þátt í þessum dagskrárlið. 3. Málefni Læknaþjónustunnar s.f. 4. Orðabókasjóður (sjá undir orðanefnd). 5. Bókasafnsmál. 6. Undir liðnum »Önnur mál« var rætt um endurskoðun á reglugerð um veitingu lœkningaleyfa og sérfræðileyfa, svo og samskipti lækna og Tryggingastofnunar ríkisins. Að öðru leyti vísast til fundargerðar formannaráðstefnunnar. AFGREIÐSLA ÁLYKTANA OG TILLAGNA FRÁ AÐALFUNDI 1984 Ályktun um samþykkt aðildar að vinnu- deilusjóði læknafélaganna á Norðurlöndum. Staðfesting var tilkynnt viðkomandi félögum og jafnframt, að L. í. gengist undir hlut- fallslega ábyrgð á við hin félögin. Ályktun um numerus clausus í læknadeild. Ályktunin ásamt greinargerð var send menntamálaráðherra og afrit send forseta Iæknadeildar, háskólarektor, landlækni og heilbrigðisráðherra. Ályktun um framlag íslands til þróun- arhjálpar. Ályktunin var send utan- ríkisráðherra ásamt hluta greinargerðar. Af- rit fengu landlæknir, Þróunarsamvinnustofn- un íslands og heilbrigðisráðuneyti. Áskorun til heilbrigðisráðherra um breyt- ingu á læknalögum. Ályktunin var send ráðherra ásamt greinargerð. Afrit var sent landlækni. í svarbréfi ráðherra segir, að ráðuneytið muni taka afstöðu til áskorunar- innar við endanlega gerð nýs frumvarps um læknalög. Fyrirhugað var að leggja frum- varpið fram á Alþingi á sl. vetri, en af því varð ekki. Ályktun um áskorun á heilbrigðisráðherra varðandi breytingar á reglugerð 246/1982. Ályktunin var send ráðherra ásamt greinar- gerð. Afrit voru send landlækni og Trygg- ingaráði.Enda þótt reglugerðinni hafi verið breytt, síðan ályktunin var samþykkt, var ekki tekið tillit til áskorunar L. í. Ályktun varðandi áskorun um krans- œðaaðgerðir á íslandi. Ályktunin var send heilbrigðisráðherra, landlækni, Trygginga- stofnun ríkisins, læknaráðum Landspítala, Borgarspítala og Landakots. Einnig prófess- orum í lyflæknisfræði og handlæknisfræði og yfirlækni brjóstholsskurðlæknisdeild Lands- pítalans. Ályktun um veikindavottorð. Ályktunin var send ríkissáttasemjara og aðilum vinnu- markaðarins. Að frumkvæði landlæknis var haldinn fundur um vottorð vegna skammtímaveikinda. Auk landlæknis og aðstoðarlandlæknis sátu fundinn formaður L. í., tveir fulltrúar frá A.S.Í. og einn frá V. S. í. Á fundinum var m.a. rætt um ályktun L. í. oglýstu fulltrúar A. S. í. og V. S. í. sigtilbúna að leggja tillögur fyrir viðkomandi stjórnir um, að hætt verði að óska eftir vottorðum vegna skammtímaveikinda. Aðilar hafa ekki enn tekið ákvörðun um þetta mál, en land- læknir mun kalla saman annan fund þessara aðila nú í haust. Ályktun um framhaldskennslu í heimilis- lækningum. Ályktunin var send heil- brigðisráðherra, menntamálaráðherra, land- lækni, læknadeild, formanni nefndar um framhaldsnám og Félagi ísl. heimilislækna. Að höfðu samráði við stjórn F. í. H. voru Gunnar H. Guðmundsson og Ólafur F. Mixa skipaðir til að vinna að málinu af hálfu L. í. Ályktun um tryggingamál. Ályktunin var send landlækni, heilbrigðismálaráðuneyti, formönnum samninganefnda lækna og formönnum samninganefnda viðsemjenda lækna. Almennur fundur um lífeyris- og tryggingamál var haldinn á vegum L. í. 1. des. sl. (Sjá aftar um tryggingamál.) Ályktun um samanburð á kjörum. Stjórn L. í. skipaði 5 manna nefnd til að vinna að málinu, þar af einn skv. tilnefningu stjórnar F. í. H. og annan skv. tilnefningu Sérfræð- ingafélags lækna (sjá skipan nefnda aftast í ársskýrslu). Framkvæmdastjóri hefur unnið með nefndinni. Nefndin hefur haldið nokkra fundi. Fundir hafa legið niðri frá því í vor, þar sem búist var við allmiklum breytingum á kjarasamningum heimilis- og heilsugæzlu- lækna, enda höfðu þeir flestir sagt störfum sínum lausum vegna óánægju með kjör. Nú,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.