Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1986, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.03.1986, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 1986; 72: 59-60 59 Ólafur Þ. Jónsson ILLKYNJA SJÚKDÓMAR OG SÁRSAUKI Langvarandi sársauki er mikið þjóðfélagslegt og heilsufræðilegt vandamál. Stafar það m.a. af gífurlegum fjölda tapaðra vinnustunda, miklum fjármunum sem varið er vegna þessa í heilbrigðiskerfinu og ekki síst vegna þján- inga sem einstaklingarnir verða fyrir. Þeg- ar illkynja sjúkdómar eiga í hlut koma til viðbótar sársauka og þjáningum ýmis vanda- mál svo sem svefnleysi, lystarleysi, ógleði, uppköst, þemba, kvíði, ótti, geðlægð, þreyta og slen. Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur um það hversu margir sjúklingar með illkynja sjúk- dóma þjást af sársauka. Bonica (1) telur að u.þ.b. 15 milljónir manna hafi illkynja sjúkdóm og vegna þeirra deyi 5 milljónir árlega. Sami höfundurhefur komist að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa kannað ýmsar greinar um þetta efni, að u.þ.b. 40% sjúklinga með millistig sjúkdómsins og 55-85% þeirra sem hafa krabbamein á síðari stigum hafi talsverðan eða mjög mikinn sársauka. Daut (2) kannaði stóran hóp sjúklinga á krabba- meinsdeild og kom í Ijós að 30-75% þeirra hafði sársauka og var sársaukinn alltaf meiri ef um meinvörp var að ræða. Þá hefur eðli sársaukans verið kannað nokkuð og við rann- sóknir á Sloan Kettering Cancer Center í New York var krabbameinssársauka skipt í þrjá flokka: Hjá 78% sjúklinganna stafaði sárs- aukinn af æxlisvextinum sjálfum, hjá 19% stafaði hann af meðferð vegna krabbameins- ins og hjá 3% var sársaukinn af öðrum orsökum (3). Þekking á eðli sársauka hefur smám saman aukist en sérstaklega á undanförnum árum vegna aukinna rannsókna og meiri áhuga. Þrátt fyrir þetta hafa ýmsar kannanir leitt í Ijós að jafnvel hjá háþróuðum þjóðum hefur stór hluti krabbameinssjúklinga ekki fengið fullnægjandi sársaukameðferð og á það jafnt við um spítalasjúklinga og þá sem dveljast í heimahúsum (1). Ástæður þess að ekki hefur tekist betur til eru sennilega margar: Þekking Frá svæfinga- og gjörgæsludeild Borgarspítalans. Barst ritstjórn 10/09/1985. Samþykkt og send í prentsmiðju 07/01/1986. sú sem er til hefur ekki verið notuð sem skyldi; ófullnægjandi kennsla lækna, læknanema og annarra heilbrigðisstétta; skortur á aðgengi- legu lesefni um efnið; skortur á upplýsingum varðandi þá möguleika sem á boðstólum eru varðandi meðferðina og jafnvel áhugaleysi (4). Hægt er að ráða bót á sársauka hjá langflestum krabbameinsjúklingum með tiltölulega ódýrum lyfjum en í fáum tilfellum er þó nauðsynlegt að gripa til deyfinga, taugaskurðlækninga eða annarrar með- ferðar. Þau lyf sem á boðstólum eru hafa oft ekki verið gefin í þeim skömmtum sem duga og rétt lyf eru ekki alltaf notuð. Þá munu margir læknar og sjúklingar vera haldnir ótta við það, að notkun sterkra verkjalyfja hafi í för með sér ávanahættu, en sú hætta er sáralítil, eða 0,1% (5). Hjá sjúklingum sem eru langt leiddir af krabbameini eiga slík sjónarmið heldur varla rétt á sér. Ástand þessara mála er sennilega nokkuð mismunandi hér á landi en ekki er ólíklegt að einhver misbrestur sé hér á eins og meðal annarra þjóða. Auka þarf áhuga lækna og annarra sem slíka sjúklinga stunda. Rétt er að benda á notkun sterkra verkjalyfja eins og morfíns per os en ráðlegt er að nota slík lyf þar sem sjúklingurinn hefur nokkurn veginn eðlilega þarmastarfsemi og er ekki dauðvona (6, 7). Þá eru einnig til lyf sem nota má undir tungu. Það er ljóst að mörg sársaukastillandi lyf hafa aukaverkanir en þær eru yfirleitt fremur litlar og ættu ekki að koma i veg fyrir rétta notkun þeirra og er furðulegt að einmitt á þessu sviði hafa áhyggjur af aukaverkunum hindrað eðlilega meðferð úr hófi fram (8). Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur nýlega gert sérstaka áætlun sem hefur það markmið að allir sjúklingar sem þjást af sársauka vegna illkynja sjúkdóma skuli hljóta fullnægjandi meðferð þar að lútandi, ekki síðar en árið 2000 (WHO cancer pain relief program) (9). Takmarki þessu hyggst stofn- unin ná með því að leggja áherslu á eftirfar- andi atriði: Með því að veita sérfræðilega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.