Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1986, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.03.1986, Blaðsíða 24
66 LÆKNABLAÐIÐ Af þeim fjórum konum, sem höfðu annað hvort eðlilegt endurtekið sykurþol eða ekki var fylgt eftir, var engin yfir 90 kg að þyngd fyrir þungun. Aldur þeirra var frá 20-37 ára. Aðeins ein hafði áður látið fóstri og þrjár voru að fæða fyrsta barn. Engin hafði sykur í þvagi á meðgöngu, en ein fékk meðgöngueitrun. Sú kona hafði einnig fjölskyldusögu um syk- ursýki, en engin hinna. í öllum hópnum höfðu 36 (18%) fjöl- skyldusögu um sykursýki. Meðal þeirra 194 kvenna, sem höfðu eðlilegt sykurþolspróf í sængurlegu, voru 33 (17%) með fjölskyldu- sögu um sykursýki, og var það í fyrsta eða öðrum ættlið hjá 21. Tólf konur (6.4%) voru með SMS, bæði fósturlát, andvana fæðingar, fyrirburafæðingar, og vanskapnaði barna (6,5% af öllum hópnum). í sex tilvikum skorti fulllnægjandi upplýsingar um fyrri með- göngur. í nýafstaðinni meðgöngu höfðu sjö konur (3,6%) haft sykur í þvagi í tvö eða fleiri skipti (3,5% í öllum hópnum) og fengu þrjár (1,5%) meðgöngueitrun (2% í öllum hópn- um). Átta konur (4%) vógu meira en 90 kg (4,5% í öllum hópnum). Tíðni helstu at- hugaðra áhættuþátta hjá konum með eðlilegt og óeðlilegt sykurþolspróf er sýnd í töflu I. Vegna þess Ifve fáar konur höfðu óeðlilegt sykurþolspróf var ekki hægt að athuga hvort munur milli hópanna væri marktækur. í töflu II má sjá að hlutfall óeðlilegra/eðli- legra sykurþolsprófa í sængurlegu hélst lágt ef fæðingarþyngd barnanna var fyrir neðan 4.900 g. Þegar hlutfall óeðlilegra/eðlilegra sykurþolsprófa var borið saman hjá mæðrum sem áttu börn annarsvegar undir 4.900 g og hinsvegar yfir 4.900 g, fannst að hlutfalls- munur (percent difference) milli óeðlilegra sykurþolsprófa í hópunum (5,84%) hafði staðalskekkju (standard error), sem nam 3,139%. Þegar deilt er í hlutfallsmuninn með staðalskekkju fæst hlutfallið 1,86, sem er minna en staðalskekkjan, og því má ætla að munur á fjölda kvenna með óeðlilegt sykurþol við fæðingarþyngd yfir og undir 4.900 g gæti verið tilkominn vegna tilviljunar. UMRÆÐA Breyting á sykurefnaskiptum með viðnámi gegn áhrifum insúlíns er þáttur í lífeðlisfræði- legri aðlögun líkamans að meðgöngu. Niður- brot insúlins í fylgju og andstæð áhrif fylgjuhormóna eru meðal veigamestu þátta, sem valda þessu (9). Við fæðingu barnsins hverfur insúlínviðnámið mjög fljótt, og syk- urþolspróf, sem gert er eftir fæðingu, kem- ur því of seint til að greina meðgöngusykur- sýki (gestational diabetes). Sú breyting á sykurefnaskiptum, sem væntanlega greindist með sykurþolsprófi eftir fæðingu er skert sykurþol. Skert sykurþol fannst í hópat- hugun Hjartaverndar hjá u.þ.b. 5% ís- lenskra kvenna á frjósemisskeiði (18). Algengið á aldursbilinu 20-29 ára var 3,4%, en í okkar athugun, þar sem meðalaldur var 27,5 ár, voru 3% kvennanna með skert sykurþol. Þær töldust allar vera i áhættuhópi samkvæmt erlendum athugunum. Þegar miðað er við fyrirfram ákveðna fæðingarþyngd (g) við ákvörðun á því hvaða konur fara í sykurþolspróf, er hvorki tekið tillit til meðgöngulengdar né kyns fósturs. Ljóst er, að mjög þungur fyrirburi getur vegið mun minna en 4.500 g. Tíðni fyrirburafæð- inga er há hjá konum með sykursýki (9). Sú staðreynd að sveinbörn voru þrisvar sinnum fleiri en stúlkubörn í þessari athugun, sýnir betur en annað þá skekkju í forvali til sykurþolsprófs, sem fæst með 4.500 g viðmiðun einni sér. Samkvæmt nýbirtum þyngdarritum fyrir íslensk börn (15), ná 90. hlutfalls þyngdarmörkin rétt aðeins upp fyrir 4.500 g við 40-42ja vikna meðgöngu hjá Tafla I. Tíðni nokkurra áhœttuþátta hjá konum með eðlilegt eða óeðlilegt sykurþolspróf í sœngurlegu. Sykurþolspróf Eðlilegt (n= 194) óeðlilegt (n = 6) Fæðingarþyngd>95. hlutfalli.. 178(91,8)*) 6(100)*) Fæðingarþyngd > 5.000 g 20(10,3) 3(50) Slæm fyrri meðgöngusaga 12(6,4) 1(15) Sykur í þvagi á meðgöngu 7(3,6) 0 Meðgöngueitrun 3 (1,5) 1 (17) Líkamsþyngd > 90 kg 8(4) 1 (17) Fjölskyldusaga um sykursýki... 33(17) 3(50) *) Prósent innan sviga. Tafla II. Hlutfall óeðlilegra sykurþolsprófa I sængur- legu eftir fœðingarþyngd barna. Óeölileg sykurþolspróf Fæðingarþyngd (g) Fjöldi barna (%) >4.500 200 6 (3,0) >4.600 138 6 (4,3) >4.700 86 5 (5,8) >4.800 52 3 (5,8) >4.900 36 3 (8,3) >5.000 23 3(13,0)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.