Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1986, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.03.1986, Blaðsíða 34
70 LÆKNABLAÐIÐ Reynsla annarra þjóða, eins og bent hefur verið á hér framan, er slík, að rannsóknar- starfsemi er óaðskiljanlegur þáttur í rekstri allra læknaskóla, sem eitthvað orð fer af. Rannsóknir í læknisfræði Ieiða til betri kennslu læknastúdenta og ungra lækna, og áhugasamir læknastúdentar og ungir læknar fengju aukin tækifæri til að starfa við rannsóknir, en slík tækifæri eru nú takmörkuð á íslandi. Auk þess myndi aukn- ing á vísindastarfsemi örva íslenzka lækna til betri akademískrar menntunar í fram- haldsnámi og þar með tryggja hagnýtingu á nýjungum og framförum í nútíma læknis- fræði til framfara og endurbóta í hinu almenna læknisstarfi. í þessu sambandi má einnig benda á, að lélegur árangur íslenzkra lækna á hinu svokallaða »ameríska prófi« (V.Q.E.) stafar fyrst og fremst af þekkingar- skorti á sviði grunngreinanna (t.d. í sam- eindalíffræði). Aukin vísindastarfsemi í tengslum við læknakennsluna myndi tryggja læknastúdentum og nýútskrifuðum læknum þann þekkingargrundvöll, sem nauðsynlegur er til þess að standast grunngreinahluta er- lendra læknaprófa. II. ÞRÓUN GRUNDVALLARRANNSÓKNA VIÐ ERLENDA LÆKNASKÓLA Á síðastliðnum tveimur áratugum hafa orðið verulegar breytingar á áherzlu þeirri, sem lögð hefur verið á hinar ýmsu fræðigreinar innan læknisfræðinnar. Á þetta við bæði um kennslu- og rannsóknarstörf. Þær fræði- greinar sem örast hafa þróast eru: ónœmis- frœði, veirufrceði, sameindalíffrœði, krabba- meinsfræði, frumulíffræði og tauga/íffræði. í dag er formleg kennsla og rannsóknarað- staða fyrir þessar greinar við alla helztu lækna- skóla Norðurlanda, Vestur-Evrópu og Norð- ur-Ameríku. Eðlilegt er að spyrja, hverjar séu helztu orsakir þessarar þróunar. Tvær megin orsakir má telja, að hafi haft afgerandi áhrif á þessa þróun. í fyrsta lagi uppgötvun og hagnýting einvirkra mótefna og í öðru lagi hin gífurlega hraða þróun í sameindalíffræði og þeirrar erfðatækni (re- combinant DNA technology), sem þar er beitt. Vert er að leggja áherzlu á, eins og raunar hefur verið gert hér að framan, að uppgötvun og þróun bæði einvirkra mótefna og erfðatækni er beinn afrakstur grundvallar- rannsókna. Hvaða áhrif hefur svo þróun þessara greina, sem nefndar eru hér að ofan, haft á hina almennu læknisfræði? í fyrsta lagi hefur skapast þekkingargrund- völlur í fyrrnefndum greinum, sem nauðsyn- legt er, að felldur sé inn í læknanámið. Á þetta við bæði um grundvallarþekkingu (t.d. gerð og stjórnun gena í fósturþróun, fullþrosk- uðum frumum og sjúkum vef) og hagnýtingu þessarar þekkingar til sjúkdómsgreiningar, meðferðar og fyrirbyggingar sjúkdóma. í öðru lagi hefur skapazt víðari grundvöllur til læknisfræðilegra rannsókna, en nokkru sinni fyrr í sögu læknisfræðinnar. Sú aðferða- fræði, sem þróazt hefur, fyrst og fremst frá sameindalíffræðinni, gefur möguleika til mjög víðtækra rannsókna bæði innan læknis- fræðinnar og innan hinnar almennu líffræði. Það er því tvímælalaust nauðsyn fyrir hvern þann læknaskóla, sem vill vera þátttakandi í þróun nútíma læknisfræði að hagnýta þessa þekkingu bæði í kennslu og rannsóknarstarf- semi. III. SAMEINDALÍFFRÆÐI Á því leikur enginn vafi, að sameindalíffræð- in hefur þróast og vaxið lang hraðast af öllum greinum líffræði og læknisfræði undanfarin fimm til tíu ár og hefur því tekið við af ónæmisfræði, sem var í örustum vexti á árunum 1965-1975. Raunar er það svo, að sameindalíffræðin er orðin áhrifamikil í flestum undirgreinum líffræði og læknis- fræði, vegna þess að aðferðafræði hennar gerir kleift að ráða fram úr mikilvægum grunnspurningum innan þessara fræðigreina. Nánast allir háskólar og Iæknaskólar, sem orð fer af í Bandaríkjunum, hafa nú deildir í sameindalíffræði, og einnig er mjög algengt að prófessorar við aðrar deildir, s .s. ly fj adeild- ir, barnadeildir og einnig lífefnafræði — örverufræði- og erfðafræðideildir, sinni rannsóknarstörfum, sem hagnýta sér aðferðafræði sameindalíffræðinnar. Sam- eindalíffræðingar fengust framan af einkum við bakteríur, samanber vinnu Jacob og Monod við laktósu-genin, sem flestir þekkja. Einnig þróaðist vinna við ýmsar veirur til- tölulega snemma vegna þess að erfðaefni þeirra er tiltölulega stutt röð nukleótíða og því auðveldara að rannsaka en erfðaefni í frum- um æðri dýra, sem samanstendur af meira en 1000 milljón basapörum. Þróun sameinda- líffræðinnar tók þó ekki stökk fyrr en á fyrstu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.