Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1986, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.03.1986, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ 71 árum sjöunda áratugsins, þegar fyrstu skerðiensímin (restriction enzymes) voru uppgötvuð. Nú hafa mörg hundruð mis- munandi skerðiensím fundist. Skerðiensím skera DNA lengjurnar í búta, á ákveðnum stöðum, þ.e. ákveðna basaröð þarf til þess að ákveðið ensím skeri DNA-lengjuna (t.d. sker ensímið EcoRI röðina GAATTC). Skerðiensímin gerðu kleift, að einrækta gen (gene cloning), auðvelduðu mjög raðgrein- ingu gena (ákvörðun á basaröð), og hafa einn- ig flýtt mjög fyrir kortlagningu gena á litn- ingunum. Nú er orðið unnt að flytja einræktuð gen inn í frumur og einnig lifandi dýr. Þetta er gert ýmist með útfellingaraðferð, með því að sprauta DNA inn í kjarna frumanna eða með því að setja genin inn í veirur, sem síðan eru látnar smita frumurnar. Tekist hefur að flytja gen inn í mýs með kjarnainnspýtingu og veirum, og genaflutningur í æðri dýrum er skammt undan. Sameindalíffræðin er nú orðin mjög mikil- væg kennslugrein í góðum læknaskólum, þar eð rannsóknir, sem beita aðferðafræði þess- arar greinar hafa á síðustu árum varpað nýju ljósi á grundvallarlögmál í hegðun fruma. Einnig þurfa fjölmargir læknar, sem hyggjast leggja fyrir sig akademískan starfsferil að læra sameindalíffræði til að geta stundað rannsóknir. Sameindalíffræðin er nú í vaxandi mæli að verða mikilvæg í klíniskri læknisfræði. Unnt er að rannsaka erfðagalla þeirra sjúklinga, sem hafa arfgenga sjúkdóma mun betur en áður, og ekki mun líða á löngu, þar til gallar í genum sjúklinga með ýmsa erfðasjúkdóma (s. s. Huntington ’ s cystic fibrosis) verða fundn- ir, en þá verður unnt að greina á fósturskeiði hverjir bera hið gallaða gen. Einnig er unnt að nota aðferðir sameindalíffræðinnar til þess að undirflokka æxlistegundir, og er ljóst, að þess konar starfsemi mun fara mjög vaxandi á næstunni, og tengist mjög náið meðferð á krabbameinssjúkdómum. Enn er ekki unnt að bjóða upp á gena- lækningar þ.e. flytja heilbrigt gen inn í ein- stakling, sem hefur gallað gen, en allt bendir til að þetta verði reynt á þessum áratug, þótt enn sé of snemmt að spá fyrir um hversu algeng eða mikilvæg sú lækningastarfsemi verði á næstunni. Hagnýting erfðatækninnar til framleiðslu lyfja og bóluefna hefur orðið mjög hröð á síðustu árum, og raunar hefur skapast ný »iðngrein« þ.e. liftækni (biotechnology). Er þetta bein afleiðing af einræktun gena, sem síðan er sett inn í heppilegan hýsil (t.d. E. coli), og genaafurðin síðan einangruð. Kostir þess að framleiða lyfja- og bóluefni með einræktuðum genum eru augljósir. Talið er mögulegt að framleiða mun »hreinni« prótín á þennan hátt, sem losa sjúklinga við auka- verkanir af »óhreinindum«, sem oft eru í lyfjum og bóluefnum. Einnig ætti fram- leiðslukostnaður að lækka. IV. UPPBYGGING VÍSINDALEGRAR LÆKNISFRÆÐI Á ÍSLANDI Við höfum hér að framan bent á nokkra mikilvæga nýja þekkinga- og rannsókna- þætti, sem vafist hafa inn í og orðið snar þáttur í nútíma læknisfræði. Við erum ein- dregið þeirrar skoðunar, að án meiriháttar breytinga á kennslu og rannsókna-aðstöðu (og rannsóknaskyldu) innan læknadeildar Háskóla íslands verði óumflýjanleg stöðnun og afturför, sem leiði til verr menntaðra lækna og komi í veg fyrir hagnýtingu á nútímalæknisfræðiþekkingu. Við viljum því setja fram eftirfarandi tillögur til uppbygg- ingar á vísindalegri læknisfræði á íslandi. Það er mjög mikilvægt, að skipuleg upp- bygging læknisfræðirannsókna verði á ís- landi, á sama hátt og aðrir þættir lækninga og læknisfræði hafa verið byggðir upp. Besta dæmið um slíka uppbyggingu er stofnun heilsugæzlustöðvanna, sem hafa stórbætt almenna læknisþjónustu með bættri starfs- aðstöðu og fjölgun vel menntaðra heimilis- lækna. Svipað átak þarf að gera í íslenskum læknisfræðirannsóknum, þótt það átak verði að sjálfsögðu ekki nærri eins viðamikið fjárhagslega og uppbygging heilsugæzlu- stöðvanna. Við teljum eðlilegt, að stjórn og skipulag á uppbyggingu læknisfræðilegra rannsókna í tengslum við Landspítalann heyri undir heil- brigðismálaráðuneytið. Slíkt fyrirkomulag tíðkast meðal nágrannaþjóða okkar s.s. í Englandi, Svíþjóð, Danmörku o.s.frv. Við leggjum til, að stofnað verði rann- sóknarráð fyrir /œknisfrœðilegar rannsóknir á íslandi, sem í eigi sæti fulltrúar frá heil- brigðismálaráðuneytinu, læknadeild, líf- fræðiskor verkfræðideildar og læknum Landsspítalans. Er eðlilegt, að fulltrúi heil- brigðismálaráðuneytisins verði forstjóri þessa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.