Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1986, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.03.1986, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ 75 Mynd 2. Dcemigerð röntgenmyndeftir útdrátt holœöar- leggjar með innspýtingu Skuggaefnis gegnum legginn. a: »spor« (farvegur) frá œð til húðar, b: veggfastur fíbrínhólkur, c: laus fíbrínhótkur, breið ör: skuggaefn- ispollur utan á húð (leggur burtu). fastur, og var hólkurinn allt frá 10 og upp i 14 cm langur. í þremur tilfellanna sást einnig greinilega sporið frá æð til húðar. Fyrir utan veggfastan fíbrínhólk voru engin merki vegg- breytinga og aldrei lokun á æð (MYND 3, A + B). Viku eftir að æðaleggur var fjar- lægður fékk einn sjúklinganna lungnarek, sem talið var eiga upptök sín í bláæðum ganglima, en það var þó aldrei sannað. B) »Sérstakir sjúklingar« SJÚKLINGUR 1: 66 ára gömul kona með mjög útbreidda æðakölkun. Vegna kölkunar í innyflaæðum þurfti hún langvarandi næringu í æð, Hún hafði áður fengið holæðarlegg eftir ástungu hægri viðbeinsbláæðar, en sá hafði verið fjarlægður vegna rennslistregðu eftir 38 daga notkun. Ekki var þá gerð æðamyndataka. Hún fékk síðan nýjan æðalegg eftir ástungu vinstri viðbeinsbláðar, en eftir sex daga notkun var orðin áberandi rennslistregða. Sprautað var inn röntgenskuggaefni gegnum legginn og kom þá fram upphleðsla skuggaefnis við enda hans. Bendir þetta eindregið til blóðsegamyndunar og var leggurinn því fjarlægður. Fyrir utan rennslistregðu hafði hún þó ekki önnur einkenni um lokun á stórum bláæðum. Kona þessi fékk seinna holæðarleggi eftir ástungu hálsbláæða og útskrifaðist í góðu ástandi eftir vel heppnaða aðgerð vegna þrengslanna í innyflaæðum (16). SJÚKLINGUR 2: 67 ára gömul kona með bráða briskirtilsbólgu. Hún hafði áður fengið holæðarlegg eftir ástungu hægri viðbeins- bláæðar, en sá hafði lent upp í hálsæð og því verið fjarlægður. Konu þessari var gefin langvarandi næring í æð, og í sambandi við aðgerð var settur inn nýr æðaleggur, nú í vinstri viðbeinsbláæð. 14 dögum síðar Mynd 3 A + B. Úr kvikmynd. A spegilmynd af B. A: Mynd eftir útdrátt æðaleggjar. Merkingar sömu og á mynd 2. B: Framhald af mynd 3 A eftir innspýtingu skuggaefnis í holhandarbláœð. Merkingar á sama hátt. Hluti c skýrður með blýanti. Engin merki blóðsega- myndunar, bláœðar opnar og ekki sjáanlegar vegg- skemmdir. Fíbrínhólkur enn til staðar. kvartaði sjúklingur um handkulda og reyndist hafa bjúg á vinstri handlegg. Vökvi rann vel inn gegnum æðalegg- inn, en blóð kom ekki tilbaka, þegar sídreypisflaska var lækkuð. Röntgenskuggaefni var sprautað gegnum legg- inn og myndaðist þá smá pollur við enda hans! Leggurinn var síðan dreginn út og skuggaefni sprautað inn samtímis. Þegar Ieggurinn var allur úti, var tekin röntgenmynd. Kom þá í ljós röntgenþétt strik svarandi til legu æðaleggjarins. Hér gæti verið um að ræða veggfastan eða jafnvel lausan fíbrínhólk, en pollurinn bendir til lítils blóð- rennslis og líklegast þótti því að um algera lokun á æðinni væri að ræða. Var því hafin heparínmeðferð. Að kvöldi sama dags fékk hún hitatopp, en allar ræktanir voru neikvæðar. Vegna áframhaldandi veikinda var seinna settur inn holæðarleggur í hægri viðbeinsbláæð. Kona þessi dó nokkru seinna og við krufningu var staðfest lokun á vinstri viðbeinsbláæð (MYND 4). SJÚKLINGUR 3: Sextugur maður með dreyrasýki (Hemophilia A): Vegna aðgerðar á hné og fylgikvillum hennar þurfti sjúklingur á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.