Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1986, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.03.1986, Blaðsíða 42
74 LÆKNABLAÐIÐ Mynd 1. Afstaða miðbláœða til brjóstgrindar. KS: viðbeinsbláæð, VJI: innri hálsbláœð, KCS: efri holæð, A: mót efri holæðar og hœgri gáttar, CII: geislungur 2 hægra megin, *: æskileg lega á enda holæðarleggjar (úr myndasafni Dr. Curelaru í Gautaborg) leggurinn stíflist (1). Verksmiðjuframleiddir »heparínleggir« virðast ekki til bóta, hvorki m.t.t. myndunar blóðsega né fíbrínhólka (11, 14). Sýking eykur hættu á blóðsegamyndun, en jafnframt leiðir blóðsegamyndun til auk- innarsýkingarhættu(2,7,10, 13, 14,15).Þótt smitgát sé fullkomin er hætta á blóðsega- myndun samt til staðar. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin var gerð á Landspítalanum og fólst í æðamyndatökum (phlebographia) 23ja sjúklinga til könnunar á blóðsegamyndun og veggskemmdum af völdum holæðarleggja. Sjúklingar voru á aldrinum 21-85 ára, meðal- aldur 65 ár. Notaðir voru æðaleggir úr mjúku sílikóni (X.R.O. Silicone Catheter, Vygon) og voru þeir ætíð settir inn eftir ástungu viðbeins- bláæðar. Endi leggjarins lá í öllum tilvikum, nema einu, á »réttum« eða æskilegum stað í efri holæð. Hjá þremur sjúklinganna var klíniskur grunur um blóðsegamyndun og leggurinn fjarlægður og æðamyndataka gerð af þeim sökum. Verða þessir sjúklingar ræddir sérstaklega auk eins sjúklings með dreyrasýki (»sérstakir sjúklingar«). Hinir 19 sjúklingarnir voru valdir af handahófi og höfðu þeir engin merki um blóðsegamyndun eða aðra fylgikvilla. Tveir þeirra fengu þó lungnarek, sem í báðum tilvikum var talið eiga upptök sín í bláæðakerfi neðri hluta líkamans. Notkunartími æðaleggjanna var allt frá tveimur og upp í 43 dagar, meðal- notkunartími 18 dagar. Við brottnám legg- janna voru teknar myndir samfara innspýt- ingu röntgenskuggaefnis (Angiografin®). Sjúklingum var skipt í þrjá hópa eftir aðferð við myndatökuna. í fyrsta hópnum var sprautað skuggaefni gegnum legginn og ein- stakar myndir teknar með hjálp skyggni- magnara. í öðrum hópnum var kvikmyndað samfara innspýtingu gegnum æðalegginn um leið og hann var dreginn út (»einföld innspýting«). í þriðja hópnum var annar æðaleggur þræddur inn frá olnbogabót og endi hans staðsettur í holhandarbláæð sömu megin. Kvikmyndun var síðan gerð með innspýtingu skuggaefnis gegnum báða legg- ina (»tvöföld innspýting«). NIÐURSTÖÐUR A) Sjúklingar án klínisks gruns um blóð- segamyndun af völdum æðaleggjarins Hópur I (9 sjúklingar). Skyggning ásamt einstökum myndatökum í þessum hópi sýndu tvær rannsóknir engin merki um fíbrínhólka eða blóðsegamyndun (»neikvæð myndataka«). Hjá sjö sjúkling- annavar sýnt framálausan fíbrínhólk (1-6 cm langan), þar af sást einnig fastur fíbrínhólkur tvívegis (MYND 2). Hjá einum þessara sjö sjúklinga var sjáanleg veggbreyting, en aldrei var um að ræða lokun á æð. Einn sjúkling- anna fékk klinisk merki um djúpa bláæða- bólgu í fæti ásamt lungnareki. Myndataka af bláæðum ganglima (phlebo- graphia) leiddi í ljós blóðsegamyndun í blá- æðum grindarbotns. Því var ályktað að æða- leggurinn væri ekki orsök lungnareksins. Hópur II (6 sjúklingar). Kvikmyndun og »einföld« innspýting skuggaefnis í þessum hópi reyndust tvær myndatökur vera algerlega »neikvæðar«. Hjá hinum fjórum sjúklingunum sást fíbrínhólkur, sem var i öllum tilvikum a.m.k. að hluta veggfastur, en í þremur tilvikum einnig laus inni i æðinni. í þeim tilvikum þar sem kvikmyndun var gerð þar til æðaleggurinn var dreginn alla leið út, var yfirleitt hægt að greina skuggaefni í sporinu (farveginum) á leið frá æð til húðar. Fyrir utan veggfastan hólk voru í hópi II aldrei sjáanleg merki veggbreytinga og aldrei lokun á æð. Hópur III (4 sjúklingar). Kvikmyndun og »tvöföld« innspýting skuggaefnis Hjá öllum þessum sjúklingum sást greinilega fíbrínhólkur, bæði laus í æðinni og vegg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.