Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 1987; 73: 321-6 321 Þórður Óskarsson*), Reynir T. Geirsson FÓSTUREYÐINGAR OG NOTKUN GETNAÐARVARNA ÚTDRÁTTUR Fóstureyðingum á Kvennadeild Landspítalans fjölgaði um 62% á árabilinu 1977-84. Á þessum tíma voru gerðar 3515 fóstureyðingar. Leitað var upplýsinga á umsóknareyðublöðum um fóstureyðingar og í skýrslum Kvennadeildar um notkun getnaðarvarna við getnað og fengust upplýsingar í 3.398 tilvikum (96,7%). Notkun getnaðarvarna jókst marktækt úr 27% í 38% á tímabilinu (p<0,005). Getnaðarvarnapillan hafði verið notuð af 6,1% kvennanna við getnað, en í meirihluta tilvika ranglega. Þungun varð í »pilluhvíld« hjá 345 konum (10,2%) og jókst hlutfall þessara kvenna marktækt (p<0,01) á tímabilinu í 12% árið 1984. Lykkja hafði verið notuð af 6,4% kvennanna og hjá þriðjungi þeirra hafði þungun orðið innan árs frá uppsetningu lykkjunnar. í 10% tilvika hafði karlmaðurinn notað smokk. Á fyrsta og síðasta ári athugunarinnar var enginn marktækur munur á konum, sem sóttu um fóstureyðingu fyrir eða eftir 11. meðgönguviku hvað varðar hjúskaparstétt, fyrri barneignir, ungan aldur eða notkun getnaðarvarna. Hjá þeim sem gengnar voru fram yfir 11 vikur hafði notkun getnaðarvarna hinsvegar aukist marktækt milli fyrsta og síðasta ársins (p<0,05). Ef stemma á stigu við vaxandi fjölda fóstureyðinga, þarf að auka fræðslu um getnaðarvarnir og gera þær aðgengilegri, hvetja til ábyrgari notkunar getnaðarvarna, stuðla að notkun öruggra getnaðarvarna eftir fóstureyðingu og kveða niður goðsögnina um nauðsyn »pilluhvíldar«. INNGANGUR Þrátt fyrir almenna notkun getnaðarvarna er árlega eytt um 50 milljón fóstrum í heiminum og lætur nærri að eytt sé einu fóstri fyrir hverjar tvær fæðingar (1). *) Núverandi vinnustaöur: Department of Obstetrics and Gynaecology, Ninewells Hospital and Medical School, Dundee, DDl 9SY, Skotlandi. Kvennadeild Landspítalans, Reykjavík. Barst 13/02/1987. Samþykkt 05/05/1987. Veruleg fjölgun hefur orðið á fóstureyðingum á Islandi frá þvi löggjöf var fyrst sett um slíkar aðgerðir árið 1935. Ein til tvær af hverjum 1.000 konum á aldrinum 15-49 ára fóru að jafnaði í fóstureyðingu árlega fram undir 1970. Síðan varð stöðug aukning og 1983 var talan orðin 11,7/1.000 (2). Við endurskoðun laga um fóstureyðingar 1975 (lög nr. 25/1975) var gert ráð fyrir aukinni fræðslu og ráðgjöf um getnaðarvarnir sem einum mikilvægasta þættinum í forvarnarstarfi gegn fóstureyðingum. Athugun meðal kvenna, sem fóru í fóstureyðingu á Kvennadeild Landspítalans 1966-67 sýndi, að 83% þeirra höfðu ekki notað getnaðarvarnir og mjög margar sögðust hafa orðið þungaðar í »pilluhvíld«. Eftir aðgerðina notuðu hinsvegar nær 70% getnaðarvarnir (3). í nýlegri rannsókn á konum, sem fóru i fóstureyðingu á árunum 1976-81, kom fram að 2A þeirra viðhöfðu engar getnaðarvarnir fyrir getnað (2). Tilgangur þessarar athugunar var að kanna nánar notkun getnaðarvarna hjá konum, sem fóstureyðing var gerð hjá, einkum með tilliti til notkunar getnaðarvarnapillunnar og lykkju. Athugunin var liður í rannsókn á lekanda- og klamydíusýkingum meðal kvenna, sem fara í þessa aðgerð. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Notkun getnaðarvarna hjá konum, sem fóru í fóstureyðingu á Kvennadeild Landspítalans frá 1. janúar 1977 til 31. desember 1984 var athuguð afturvirkt. Af umsóknareyðublöðum um fóstureyðingar, úr skýrslum félagsráðgjafa og sjúkraskrám á Kvennadeildinni voru fengnar upplýsingar um árlegan fjölda aðgerða, aldur, fyrri barneignir og hjúskaparstétt kvennanna, svo og notkun og tegund getnaðarvarna við eða fyrir getnað. Sérstaklega var athugað hver var fyrri reynsla kvennanna af notkun getnaðarvarnapillunnar og hvort þungun hafði orðið í »pilluhvíld«, en með því var átt við reglubundið, a.m.k. mánaðarlangt,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.