Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 42
344 LÆKNABLAÐIÐ Hér eru vegalengdir mun minni en ég kynntist til dæmis á Hólmavík og það eru mjög ólíkar aðstæður á hinum ýmsu stöðum. Hér er aðstaðan þokkaleg og þröng húsakynni vel notuð og tel ég stöðina betur búna tækjum en til dæmis nýja stöðin á Hólmavík. Það er líka gott að geta verið í samstarfi við hjúkrunarfræðing sem starfað hefur hér í 12 ár og þekkir orðið vel sitt fólk. Eyþór taldi ekki svo erfitt að laða lækna til starfa úti á Iandsbyggðinni en þar kæmu þó ýmis atriði til skoðunar. Nefna má húsakynni, aðstöðu stöðvarinnar, hversu margt starfsfólk væri og hvort læknir væri einn eða með öðrum. Stöðug símavakt væri fyrst og fremst það sem menn þreyttust á. Þórshöfn Á Þórshöfn situr nú Gísli Baldursson en í þorpinu búa kringum 450 manns. Þar er hann einn að störfum en með samkomulagi við lækninn á Vopnafirði hafa þeir getað skipst svolítið á vöktum um helgar. Með Gísla starfar hjúkrunarfræðingur í heilu starfi og ljósmóðir í hálfu starfi. - Ég vildi helst ráða mig til starfa úti á landi til eins árs og það var kannski ekki úr svo mörgum stöðum að velja. - Ég hef nú aðeins starfað hér skamma hríð, en kann þó allvel við mig. Húsnæðið hér er ekki nógu hentugt sem heilsugæslustöð en nú er verið að byggja nýja og kemst hún væntanlega í gagnið eftir tvö til þrjú ár. Það hefur náttúrlega einkennt þennan stað eins og marga aðra úti á landi að hingað hafa aðeins fengist menn til starfa í skamman tíma í senn. Síðustu tvö árin hefur ástandið verið þannig og þá drabbast allt niður ósjálfrátt. Það segir sig því sjálft að hér er ýmislegt sem má bæta og til dæmis er ég að gera sjúkraskrárnar aðgengilegri með því að taka upp svo kallað vandaliðunarkerfi. Það er hins vegar ekki áhugi á því að ráðast í nauðsynlegar breytingar og endurbætur á gömlu stöðinni, þar sem sú nýja kemst bráðum í gagnið. Gallinn við að starfa einn síns liðs á stað sem þessum er til dæmis þessi króníska vakt og líka sakna ég þess að hafa ekki meiri félagsskap af kollegum eins og er á H2 stöðvum. Ég starfaði sem heilsugæslulæknir á sumrin þegar ég var í náminu, var meðal annars á Höfn og í Vestmannaeyjum í námsstöðum og í Árbæ, allt H2 stöðvum og var sú reynsla mér betri en engin. Síðar hef ég verið á Kirkjubæjarklaustri og Þingeyri. Ég held að það sé haldbetri reynsla fyrir Gísli Baldursson á Þórshöfn. óreynda lækna og læknanema í heilsugæslu að vinna með öðrum lækni eða læknum þar sem tilfelli og auðvitað margt annað er rætt. Eru vandamál hér svipuð og annars staðar sem þú hefur verið? - Ég held nú að vandamál hér séu svipuð og annars staðar. Hér hefur blessunarlega verið stórslysalaust, enda er hér ekki aðstaða til að sinna mikið slösuðu eða sjúku fólki. Þurfi að senda sjúklinga á spítala höfum við sjúkrabíl og köllum eftir sjúkraflugi sé þess þörf. Eitt er þó það vandamál sem ég held að fari mjög vaxandi í héraði sem þessu en það er gamla fólkið. Hvert á að senda aldraða sem þurfa á stöðugri læknishjálp að halda? Best væri að geta komið upp einvers konar deild í sambandi við heilsugæslustöðina og spara dýra flutninga og sjúkrahúslegu annars staðar. Fólkið vill vera heima í héraði og það hlýtur til Iengdar að vera ódýrast að gera því það kleift. Dalvík Áður en við stöldrum við á Dalvík er Ólafur Oddsson spurður hvernig það gangi að sinna í senn lækningum og starfi héraðslæknis: - Ég tel þetta að mörgu leyti hentugt að geta sinnt hvoru tveggja í senn. Héraðslæknar eru skipaðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.