Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 333 yrði könnun á viðkomandi hópi eftir meðferð. Hér er að sjálfsögðu um nokkurn annmarka að ræða, en ekki ætti að þurfa að fjölyrða um hann á þessum vettvangi. í þessari könnun var álit skjólstæðinganna sjálfra haft til marks um gagn meðferðarinnar og gæði þjónustunnar. Þetta álit er að sjálfsögðu gildur vitnisburður á sinn hátt ef túlkun hans er stillt í hóf. Til viðbótar mætti hugsa sér að kanna sömu spurningar með mati óháðra fagmanna á aðstæðum og viðhorfum fólks á undan og eftir meðferð. Til slíks þyrfti þó að sjálfsögðu mun meira framlag af hálfu skjólstæðinga. Ýmsir meinbugir eru á því að afla upplýsinga og meta gagnsemi hjónameðferðar með sama hætti og gert er í venjulegum lækningum. Samanburðarhópi er fengi einhvers konar óvirka meðferð (sbr. lyfleysu, »placebo«) verður ekki við komið, m.a. af siðfræðilegum ástæðum. Ef bera ætti saman aðferðirnar sjálfar þyrfti sami meðferðaraðili að beita mismunandi aðferðum, en hætt er við að þær láti honum misjafnlega og hann hafi misjafna trú á þeim. Woodward o.fl. geta þess að það sé algeng og tiltölulega ódýr leið að nota »neytendakannanir« til að meta gæði meðferðarþjónustu og koma til móts við kröfuna um að kanna árangur. í athugun á 48 geðheilsugæslustöðvum (»Community Mental Health Centers«) í Bandaríkjunum kom í ljós að 72-100% af þeim sem svöruðu voru ánægðir með þjónustuna (1). Lennard og Bernstein (16) benda á takmörkun slíkra aðferða. Fólk sé tilbúið að hrósa hverju sem er þegar eftir því er leitað og það hvernig fólk merkir við á matsskala um ánægju með eitthvað sé háð ótal mörgum þáttum, svo sem jákvæðni fólks, aðstæðunum þegar það svarar og hversu vel nafnleynd er tryggð. Um áreiðanleika slíkra athugana sé ekki vitað. McPhee og fleiri (17) hafa bent á að »ánægja neytenda« sé of breitt hugtak einkum þegar skjólstæðingar eiga eingöngu að svara spurningum eins og »ert þú ánægður?«, wmundir þú leita aftur?«, »mundir þú ráðleggja öðrum að nota þjónustuna?«. Á hinn bóginn sé meira mark á því takandi ef skjólstæðingar eru beðnir um að greina á milli nokkurra undirflokka eða svara opið, líkt og hér hefur verið gert. í erlendum könnunum á hjóna- eða fjölskyldumeðferð hefur verið talsvert brottfall. Schou og Hansen (18) rannsökuðu 551 skjólstæðing sem hlutu hjóna- eða fjölskyldumeðferð. Þeir sömdu fyrirfram um viðtal 6 mánuðum eftir lok meðferðar. Af 327 einstaklingum sem luku meðferð komu 223 eða 68% til þessa viðtals. Með hliðsjón af þessu getur 58% svörun (42 af 72) í þessari athugun talist góðar heimtur, þegar haft er í huga að ekki var samið um eftirathugun fyrirfram. Rannsóknir sem gerðar hafa verið erlendis á hjónameðferð benda til þess að flestir skjólstæðingar telji hana gagnlega. í fyrrgreindri athugun Schou og Hansen tjá 75% skjólstæðinga í samtali eftir á, að þeir hafi haft nokkurt gagn af meðferðinni, 33% segja að vandamálin hafi lagast en 11% telja þau hafa versnað. Um aðstæður sínar nú segja 40,5% að þær hafi breyst til batnaðar en 5% að þær hafi versnað. Gurman (4) gerði samantekt á athugunum á árangri hjónameðferðar sem höfðu birst í 73 tímaritum fram til ársins 1972. Langflestar athuganirnar voru gerðar á göngudeildarsjúklingum við háskólageðdeildir eða við fjölskylduráðgjafastofur og leiðbeiningarstöðvar. Engar athuganir höfðu verið gerðar á meðferð hjóna þar sem annar eða báðir voru innlagðir. Gurman bendir á aðferðafræðilegar takmarkanir þessara athugana. Meðal annars bendir hann á nauðsyn þess að marka grunnlínu til þess að miða breytingarnar við. Einnig þurfi að gefa gaum að áhrifum meðferðartækni og timaþáttar. Af samantekt hans leiddi að jákvæðar breytingar hefðu átt sér stað hjá 66% meðal ólíkustu skjólstæðingahópa og hjá ólíkustu meðferðaraðilum. En það sýndi sig einnig hér að hjónameðferð gat Ieitt til verra ástands en áður. Margir höfundar hafa bent á að meðferð geti haft neikvæð áhrif (19) og að mjög oft verði vanlíðan meiri um tíma beinlínis fyrir tilstilli meðferðaráhrifa (20). í þeirri könnun sem hér er kynnt lýstu flestir ánægju með meðferðina og þjónustuna. Af 42 þátttakendum eru 29 eða 69%, sem segjast vera ánægðari eða miklu ánægðari með líf sitt eftir meðferð en áður. Svipaður fjöldi segir erfiðleikana sem leiddu til meðferðar vera alveg eða að nokkru leyti horfna. Af 42 (90%) merkja 38 jákvæðar breytingar, en fjórir sáu enga eða neikvæða breytingu og voru óánægðari en áður. Þetta er í samræmi við niðurstöður svipaðra erlendra rannsókna. Á geðdeild Landspítalans hafa margir orð á því við fyrstu komu að það hafi verið erfitt skref og jafnvel undarlegt að leita til geðdeildar vegna hjónabandserfiðleika eða »vandamála daglegs lífs« eins og það hefur verið nefnt til aðgreiningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.