Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 317 Samanburður á dánartíðni milli kynja sýnir athygliverðan mun. Á tímabilinu 1951-1955 var dánartíðni kvenna aðeins þriðjungur af dánartíðni karla, en 1971-1975 er dánartíðnin sú sama. Þessi nálgun á dánartíðni karla og kvenna hefur fundist í öðrum löndum og talin vera vegna hlutfallslegrar aukningar á áfengissýki hjá konum (2). Á síðasta tímabili rannsóknarinnar 1976-1980 hefur dánartíðni kvenna aftur lækkað meðan dánartíðni karla hefur staðið í stað svo að hlutfallið er aftur orðið 1/3 eins og 1951-1955. Klíníska rannsóknin sýnir sams konar mun á tíðni milli kynja eins og dánartíðnin með jafnvel enn meiri minnkun á skorpulifur hjá konum á tímabilinu 1971-1980. Hlutfallið milli skorpulifrar af völdum áfengis og annarra orsaka má meta með öllum þremur rannsóknaraðferðunum. Það má ætla að áfengissýki sé vanmetin sem orsök í þeim hlutum rannsóknarinnar sem byggja á dánarvottorðum og krufningsskýrslum. Þessi villa er þó væntanlega mun minni á árunum 1970-1980. Aukinn fjöldi meðferðarstofnana og mikil umræða um áfengissýki hefur valdið því að áfengissýki er ekki eins mikið feimnismál og áður var. í rannsókninni á dánartíðni skorpulifrar 1961-1980 kom í Ijós að hjá körlum var helmingur vegna áfengissýki en hjá konum aðeins 10<7o. Hjá báðum kynjum var hlutfallið á áfengisskorpulifur minnkandi 1971-1980, sérstaklega hjá konum. Fyrri rannsókn (3) fyrir tímabilið 1951-1960 sýndi að aðeins 6 (26%) af 23 dauðsföllum af völdum skorpulifrar voru vegna áfengisnotkunar. í klínísku rannsókninni kom í ljós að 46% (70% karlar og 30% konur) af skorpulifur stafaði af áfengisneyslu. Hæsta hugsanlega vanmat á áfengisskorpulifur í þessum flokki er hægt að áætla út frá skorpulifur af óþekktri orsök sem var 13%. í krufningarannsókninni voru 35% flokkuð sem áfengisskorpulifur. Hlutfall áfengisskorpulifrar í nokkrum rannsóknum frá Evrópu hefur verið 15-66% og í flestum rannsóknum hefur hlutfallið farið vaxandi (1, 2, 4). Á íslandi virðist þetta hlutfall vera í lægri kanti og minnkandi. Lækkun á heildardánartíðni af völdum skorpulifrar á íslandi er mest vegna lækkunar á áfengisskorpulifur, en fækkun skorpulifrar af öðrum orsökum er einnig sýnileg. Það er mjög athyglivert að tíðni á áfengisskorpulifur á íslandi virðist fara minnkandi þrátt fyrir vaxandi áfengisneyslu. Stefna í áfengismálum á fslandi hefur miðast við að takmarka heildarneyslu á áfengi með háu verðlagi og takmörkun á dreifingu og sölu áfengra drykkja. Árið 1950 var heildarneysla af hreinum vínanda 1,5 lítrar á íbúa (86% brennd vín), en 1980 hafði hún meira en tvöfaldast í 3,2 lítra (73% brenndir drykkir). Þessi neysla er samt sú langlægsta í Evrópu (5). Þrátt fyrir þessa lágu heildarneyslu á áfengi virðist drykkjusýki fullt eins algeng á íslandi og í nágrannalöndum. Það þarf því að huga að þeim þáttum sem vernda íslenska áfengissjúklinga fyrir skaðlegum áhrifum áfengis á lifur. Nýleg rannsókn sem snertir þetta efni sýnir mjög áhugaverðar niðurstöður (6). Krufningarannsókn á 370 íslenskum áfengissjúklingum sýndi að aðeins 6 þeirra (1,6%) höfðu skorpulifur en svipaðar krufningarannsóknir á áfengissjúklingum í öðrum löndum sýna skorpulifur í 20-28% tilella (7). Einn möguleiki er að íslenskir áfengissjúklingar drekki minna áfengi en kollegar þeirra í öðrum löndum eða að drykkjumynstrið sé í einhverju ólíkt. Nákvæmar upplýsingar um þetta liggja ekki fyrir, en samkvæmt persónulegum upplýsingum yfirlæknanna Jóhannesar Bergsveinssonar og Þórarins Tyrfingssonar er dykkjumynstur islenskra áfengissjúklinga mjög sérstakt. Langalgengasta mynstrið er mikið neysla í nokkra daga eða vikur og svo hvíldir á milli. Neyslan í drykkjutúrunum er á bilinu 300-600 g af hreinum vínanda á dag, mestmegnis í formi brenndra vína. Þetta er svipað magn og áfengissjúklingar í öðrum löndum neyta (5). Það sem skilur íslenska áfengissjúklinga frá erlendum er því það að þeir íslensku taka sér hvíldir á milli, en hinir virðast drekka samfellt. Nauðsynlegt er að staðfesta þessa skoðun JB og ÞT með skipulegum rannsóknum. Það er athyglivert að tímabundin ofneysla áfengis er mjög algeng á íslandi meðal svokallaðra hófneytenda (8). Þetta drykkjumynstur íslenskra áfengissjúklinga er sennilega meginástæðan fyrir lágri tíðni skorpulifrar hjá áfengissjúklingum á íslandi. Minnkandi tíðni áfengisskorpulifrar stafar sennilega af auknu framboði á meðferðarformum samhliða aukinni þekkingu almennings á áfengissýki. Nú er algengara að drykkjutúrar áfengissjúklinga séu stöðvaðir af ættingjum, vinnuveitendum eða heilbrigðisstarfsfólki. Sýnt hefur verið fram á að á tímabilinu 1970-1980 fengu að minnsta kosti jafnmargir áfengissjúklingar meðferð eins og þeir sem áætlað var með spurningalistarannsókn að væru meðal þjóðarinnar (9).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.