Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1987, Síða 9

Læknablaðið - 15.10.1987, Síða 9
LÆKNABLAÐIÐ 317 Samanburður á dánartíðni milli kynja sýnir athygliverðan mun. Á tímabilinu 1951-1955 var dánartíðni kvenna aðeins þriðjungur af dánartíðni karla, en 1971-1975 er dánartíðnin sú sama. Þessi nálgun á dánartíðni karla og kvenna hefur fundist í öðrum löndum og talin vera vegna hlutfallslegrar aukningar á áfengissýki hjá konum (2). Á síðasta tímabili rannsóknarinnar 1976-1980 hefur dánartíðni kvenna aftur lækkað meðan dánartíðni karla hefur staðið í stað svo að hlutfallið er aftur orðið 1/3 eins og 1951-1955. Klíníska rannsóknin sýnir sams konar mun á tíðni milli kynja eins og dánartíðnin með jafnvel enn meiri minnkun á skorpulifur hjá konum á tímabilinu 1971-1980. Hlutfallið milli skorpulifrar af völdum áfengis og annarra orsaka má meta með öllum þremur rannsóknaraðferðunum. Það má ætla að áfengissýki sé vanmetin sem orsök í þeim hlutum rannsóknarinnar sem byggja á dánarvottorðum og krufningsskýrslum. Þessi villa er þó væntanlega mun minni á árunum 1970-1980. Aukinn fjöldi meðferðarstofnana og mikil umræða um áfengissýki hefur valdið því að áfengissýki er ekki eins mikið feimnismál og áður var. í rannsókninni á dánartíðni skorpulifrar 1961-1980 kom í Ijós að hjá körlum var helmingur vegna áfengissýki en hjá konum aðeins 10<7o. Hjá báðum kynjum var hlutfallið á áfengisskorpulifur minnkandi 1971-1980, sérstaklega hjá konum. Fyrri rannsókn (3) fyrir tímabilið 1951-1960 sýndi að aðeins 6 (26%) af 23 dauðsföllum af völdum skorpulifrar voru vegna áfengisnotkunar. í klínísku rannsókninni kom í ljós að 46% (70% karlar og 30% konur) af skorpulifur stafaði af áfengisneyslu. Hæsta hugsanlega vanmat á áfengisskorpulifur í þessum flokki er hægt að áætla út frá skorpulifur af óþekktri orsök sem var 13%. í krufningarannsókninni voru 35% flokkuð sem áfengisskorpulifur. Hlutfall áfengisskorpulifrar í nokkrum rannsóknum frá Evrópu hefur verið 15-66% og í flestum rannsóknum hefur hlutfallið farið vaxandi (1, 2, 4). Á íslandi virðist þetta hlutfall vera í lægri kanti og minnkandi. Lækkun á heildardánartíðni af völdum skorpulifrar á íslandi er mest vegna lækkunar á áfengisskorpulifur, en fækkun skorpulifrar af öðrum orsökum er einnig sýnileg. Það er mjög athyglivert að tíðni á áfengisskorpulifur á íslandi virðist fara minnkandi þrátt fyrir vaxandi áfengisneyslu. Stefna í áfengismálum á fslandi hefur miðast við að takmarka heildarneyslu á áfengi með háu verðlagi og takmörkun á dreifingu og sölu áfengra drykkja. Árið 1950 var heildarneysla af hreinum vínanda 1,5 lítrar á íbúa (86% brennd vín), en 1980 hafði hún meira en tvöfaldast í 3,2 lítra (73% brenndir drykkir). Þessi neysla er samt sú langlægsta í Evrópu (5). Þrátt fyrir þessa lágu heildarneyslu á áfengi virðist drykkjusýki fullt eins algeng á íslandi og í nágrannalöndum. Það þarf því að huga að þeim þáttum sem vernda íslenska áfengissjúklinga fyrir skaðlegum áhrifum áfengis á lifur. Nýleg rannsókn sem snertir þetta efni sýnir mjög áhugaverðar niðurstöður (6). Krufningarannsókn á 370 íslenskum áfengissjúklingum sýndi að aðeins 6 þeirra (1,6%) höfðu skorpulifur en svipaðar krufningarannsóknir á áfengissjúklingum í öðrum löndum sýna skorpulifur í 20-28% tilella (7). Einn möguleiki er að íslenskir áfengissjúklingar drekki minna áfengi en kollegar þeirra í öðrum löndum eða að drykkjumynstrið sé í einhverju ólíkt. Nákvæmar upplýsingar um þetta liggja ekki fyrir, en samkvæmt persónulegum upplýsingum yfirlæknanna Jóhannesar Bergsveinssonar og Þórarins Tyrfingssonar er dykkjumynstur islenskra áfengissjúklinga mjög sérstakt. Langalgengasta mynstrið er mikið neysla í nokkra daga eða vikur og svo hvíldir á milli. Neyslan í drykkjutúrunum er á bilinu 300-600 g af hreinum vínanda á dag, mestmegnis í formi brenndra vína. Þetta er svipað magn og áfengissjúklingar í öðrum löndum neyta (5). Það sem skilur íslenska áfengissjúklinga frá erlendum er því það að þeir íslensku taka sér hvíldir á milli, en hinir virðast drekka samfellt. Nauðsynlegt er að staðfesta þessa skoðun JB og ÞT með skipulegum rannsóknum. Það er athyglivert að tímabundin ofneysla áfengis er mjög algeng á íslandi meðal svokallaðra hófneytenda (8). Þetta drykkjumynstur íslenskra áfengissjúklinga er sennilega meginástæðan fyrir lágri tíðni skorpulifrar hjá áfengissjúklingum á íslandi. Minnkandi tíðni áfengisskorpulifrar stafar sennilega af auknu framboði á meðferðarformum samhliða aukinni þekkingu almennings á áfengissýki. Nú er algengara að drykkjutúrar áfengissjúklinga séu stöðvaðir af ættingjum, vinnuveitendum eða heilbrigðisstarfsfólki. Sýnt hefur verið fram á að á tímabilinu 1970-1980 fengu að minnsta kosti jafnmargir áfengissjúklingar meðferð eins og þeir sem áætlað var með spurningalistarannsókn að væru meðal þjóðarinnar (9).

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.