Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ 329 Heimtur voru þannig að svör bárust fljótlega frá 26 einstaklingum. Eftir tvö ítrekunarbréf og eina upphringingu höfðu borist samtals 42 svör. Af þeim 30 sem svöruðu ekki voru tveir látnir. Tveir svöruðu bréfinu samviskusamlega með athugasemd um að þeir telji sig alls ekki hafa verið í hjónameðferð heldur í foreldraráðgjöf vegna veiks sonar. Þannig er raunverulegt brottfall 26 einstaklingar eða 42%, 16 karlar og 10 konur. Reynt var að hafa símasamband við þessa 26 einstaklinga og náðist í 14. Tíu brugðust þá vel við en báru við áhugaleysi, tímaleysi eða gleymsku. Sjö af þeim voru mjög jákvæðir og lofuðu að svara en gerðu það ekki. Fimm af mökum þeirra höfðu þá þegar svarað. Fjórir voru neikvæðir, vildu ekki tjá sig um meðferðina eða þjónustuna og neituðu þátttöku. NIÐURSTÖÐUR Rannsóknar- og brottfallshópur bornir saman Skipting hópanna R og B eftir aldri og kynferði kemur fram í töflu I. Þar sést að konur virðast fúsari til svars en karlar og eldra fólk svarar heldur síður en yngra. í R-hópnum reyndust u.þ.b. 3A hlutar vera fóstrur, kennarar eða fólk með háskólamenntun. Fjórir töldust til ófaglærðs verkafólks. Sjö konur skráðu sig sem húsmæður en þrjár af þeim höfðu starfsmenntun. (Sjá töflu II). Skipting heildarhópsins eftir menntun kemur ekki á óvart því að reynslan hefur víðast annars staðar sýnt, að það er öðrum fremur upplýst millistéttarfólk sem leitar sér aðstoðar í persónulegum erfiðleikum. Ekki þarf að koma á óvart að aðeins tveir í R-hópnum, eða eitt par, búa úti á landi. Hér kemur að öllum líkindum tvennt til. Annars vegar óþægindi af því að taka sig upp um langa leið og hins vegar að fólk úti á landsbyggðinni veit síður um þessa þjónustu og því er ekki tamt að leita aðstoðar í slíkum málum. Að öðru leyti en því sem hér hefur verið nefnt virðist B-hópurinn ekki eiga neitt sérstaklega sammerkt, hvorki með tilliti til eðlis vandamálsins né félagslegra aðstæðna. Upphaf meðferðar. Helmingur þeirra sem í R-hópnum voru höfðu snúið sér beint til mín. Hinir höfðu fyrst leitað til aðila í hinu almenna heilbrigðis- eða félagsmálakerfi. Langflestir, eða 36, lýstu vandanum í fyrsta viðtali sem samskiptavandamálum. Sex höfðu leitað aðstoðar vegna persónulegrar vanlíðunar Tafla I. Kyn og aldur. R-hópur B-hópur Karlar 17 16 Konur 25 10 18-24 3 3 25-29 8 1 30-39 18 7 40-49 11 11 50-59 2 4 60- 0 0 Samtals 42 26 Tafla II. Menntun. R-hópur B-hópur Háskólapróf 13 2 Starfsmenntun e. stúdentspróf ... 9 11 Skrifstofu- og verslunarstörf 8 6 Ófaglært verkafólk 4 6 Húsmóðir 7 1 Öryrki 1 0 Samtals 42 26 Tafla III. Tilvísunarleið. Eigið frumkvæði (eða makans) ... 5 Ráðlagt af vini sem sjálfur hefur verið í hjónaviðtölum 4 Ráðlagt af vini sem starfar í heilbrigðis- og félagsmálaþjónustu 12 Tilvísun frá heimilislækni, félagsmálastofnun eða öðrum meðferðaraðila 12 Vísað eftir móttökusamtal í göngudeild 9 Samtals 42 Tafla IV. Ástæða komu. Skilnaðarhugleiðingar 13 þar af: skilnaðarúrvinnsla ... 9 tilfinningaleg uppbygging ... 4 Almennir samskiptaörðugleikar... 29 þar af: erfið tjáskipti ágreiningur um ábyrgð og kynhlutverk ... 14 uppeldismál og stjúptengsl ... 11 kynlífsvandi . .. 4 Samtals 42 sem síðan reyndist mega rekja til sambúðarerfiðleika. I nokkrum tilvikum rcyndist erfitt að draga fram eina ákveðna ástæðu fyrir því að aðstoðar var leitað og voru þær þá oft margar. Tafla IV sýnir, hvernig R-hópurinn skiptist eftir aðalástæðu þess að leitað var aðstoðar í upphafi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.