Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ 1987; 73: 335-8 335 Matthías Kjeld, Jón Eldon, Þórarinn Ólafsson KOPAR- OG ZINKÞÉTTNI í SERMI INNGANGUR Kopar og zink flokkast með efnum, sem kalla mætti á íslenzku viðlæg eða ómissandi snefilefni (essential trace elements). Efni þessi eru nú æ meir til umfjöllunnar, m.a. vegna þess að auðvelt er orðið að mæla þau i litlu magni sýnis, eða aðeins 1 til 2 ml sermis (1). Mælingaraðferðirnar hafa líka orðið betri ár frá ári með nýrri tækni og tækjum og niðurstöður því áreiðanlegri. Helztu mengunarþættir við öflun og varðveizlu sýna eru nú þekktir og hafa verið fjarlægðir (2, 3). Kopar og zink eru nauðsynlegir málmar fyrir margvíslega enzímvirkni og þekkt eru skortseinkenni svo og meðfæddir sjúkdómar, þar sem hvörf þessara málma eru á einhvern hátt brengluð (4, 5). Nýir möguleikar í meðferð sjúklinga eins og t.d. langvarandi næring í æð (total parenteral nutrition) krefjast nákvæmra mælinga á þessum málmum sem og öðrum í þessum flokki snefilefna. Heildarmagn af kopar í líkama fullorðins manns er um 100 mg og af zinki um 1.500 mg, en í fæðu er talið þurfa um 2 mg kopars og 12 mg zinks á dag (5, 6). Þetta magn er þó háð samsetningu fæðunnar að öðru leyti. í heilbrigðum fullorðnum manni er 90-95% af kopar í sermi bundið ceruloplasmini en 5-10% bundið albúmíni. Um 80% zinks binst albúmíni, 15% er bundið a2-makróglóbúlini og um 2% binst retinol-bindandi prótíni sermis. Þéttni þessara málma helst innan þröngra marka í sermi (1). í rauðum blóðkornum er álíka mikið af kopar og i sermi en rauð blóðkorn hafa meir en 10 sinnum hærri zinkþéttni en sermi. Útskilnaður kopars og zinks í þvagi var kannaður hérlendis hjá litlum hópi fólks og reyndist svipaður og fundist hefur annars staðar (7). Sermisþéttni þessara efna hefur ekki verið könnuð í íslendingum og þótti því ástæða til að gera það. Þótt ekki væri búist við að gildi í sermi íslendinga væru mjög frábrugðin sermisgildum Frá Rannsókn 6, Rannsóknadeild Landspítalans, Tilraunastöð Háskólans að Keldum, Svæfíngadeild Landspítalans. Barst 15/12/1986. Samþykkt 10/03/1987. annarra þjóða, var hugsanlegt að þættir, eins og t.d. óvenjulega mjúkt vatn, neysluvenjur, erfðir o.fl., sem getur talist nokkuð einkennandi fyrir land og þjóð, kynnu að hafa þau áhrif, að gildin væru önnur. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Þátttakendur í þessari rannsókn voru sjálfboðaliðar, heilbrigt fólk úr hópi læknastúdenta og starfsfólks á Landspítalanum, 55 karlmenn og 53 konur á aldrinum 18 til 67 ára. Tveir einstaklingar tóku þvagræsilyf (diuretica) og einn notaði lanoxid, og voru mælingargildi þeirra tekin með í heildaruppgjörinu. Tvær konur tóku getnaðarvarnatöflur og var kopargildum þeirra sleppt úr, enda bæði (27,4 og 25,2 pmol/1) ofan við tvö staðalfrávik frá meðal-gildi hópsins. Sýni voru tekin í nóvembermánuði að morgni dags milli kl. 08 og 11. Þátttakendur voru ekki fastandi og sátu í stól meðan blóðtaka fór fram úr bláæð í olnbogabót undir vægum stasa. Blóð var tekið í glerglös, sem höfðu verið sýruþvegin og skoluð með eimuðu vatni. Eftir hæfilega storku (1-2 klukkustundir) var sermi skilið frá og sett í plastglös með plasttappa, sem síðan voru geymd við — 20°C og sermið mælt 5 mánuðum síðar. Við mælingar á kopar og zinki var notaður litrófseindagleypnimælir (atomic absorption spectrophotometer) frá Perkin Elmer Inc. af gerðinni 305-B, sem tengdur var HGA72 grafítofni. Mælingaraðferðin var að mestu eins og aðferð Table I. Serum copper and zinc levels in different age groups (mmol/l). Copper Zink Age N x SD N x SD 18-19....... 2 16.9 2 19.9 20-29 ...... 31 17.3 3.2 33 19.2 3.2 30-39 ...... 26 18.2 3.1 26 18.5 2.3 40-49 ...... 21 18.2 3.8 21 18.9 2.7 50-59 ...... 19 19.5 3.5 19 19.1 2.6 60-69........ 7 20.6 3.6 7 17.0 1.6 Total 106 18.5 3.5 108 18.9 2.7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.