Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 38
340 LÆKNABLAÐIÐ þéttbýlinu, þar sem nóg var fjármagnið, þurfti heldur betur að færa að íslenzkum staðháttum og raunveruleika fjármálanna í hinum dreifðu byggðum. Gest sinn kvaddi Þorsteinn með þessum orðum við rútuna: »Þú berð Þóroddi kveðju mína. Ræddu við hann um hópstarf lækna. Hann hefir velt því mikið fyrir sér.« Það var greinilegt, að það lágu þræðir á Höfn og á Breiðumýri. Síðar komst sögumaður að því, að það var hæversku Þorsteins Sigurðssonar fyrir að þakka, að ekki var nefnt einu orði, að Þorsteinn hafði áður lagt til, að gerð yrði könnun á högum og aðstöðu lækna og að hann hafði átt stóran hlut i samþykktum um læknamiðstöðvar á aðalfundum L.í. Verður sú saga vonandi síðar í letur færð. En ég fullyrði, að þær hugmyndir yngri lækna, sem settar voru fram í blaðagreinum 1966, hefðu alls ekki fengið þann byr, sem raun varð á, ef Þorsteinn og samherjar hans hefðu ekki verið búnir að undirbúa málið innan Læknafélags íslands. En hvað var það svo á Egilsstöðum, sem kom svona á óvart, haustið fyrir tuttugu árum? Þvi er fljótsvarað: Þær úrbætur, sem verið var að ræða um að koma á í dreifbýlinu, höfðu þegar orðið að veruleika á Egilsstöðum. Ég leyfi mér að vitna í skrif Vilmundar Jónssonar: »Bruni læknisbústaðar og sjúkraskýlis á Brekku í Fljótsdal í ársbyrjun 1944 varð til þess, að tekin var til endurskoðunar læknaskipun á Fljótsdalshéraði. Þótti þegar einsýnt, að miðstöð læknisþjónustu yrði i Egilsstaðaþorpi, eins og skjótt skipaðist, fyrst með einum héraðslækni, sem gert var ráð fyrir, að hefði að jafnaði aðstoðarlækni sér við hönd, en síðar með tveimur sjálfstæðum héraðslæknum.» Það var einmitt þegar Þorsteinn kom hingað 1954, eftir sex ára dvöl á Djúpavogi, að þessi skipan komst á. Þorsteinn sat síðar rýrara héraðið alla tíð. Ber það vitni ósérplægni hans. Austurhéraðið, sem þótti gjöfult, var eftirsóknarvert og fengust því menn til setu í því, þó sumir sætu skemur en aðrir. Hér hafði því í raun komist á náið samstarf lækna, löngu áður en menn sunnar og vestar fóru að tala um hópstarf lækna og heilsugæslustöðvar, sem lausn á bráðum vanda. Það gerði gæfumuninn, að á réttan stað kom réttur maður á réttum tima og honum auðnaðist að stuðla að stöðugri uppbyggingu. Þorsteini er gefinn sá hæfileiki, að láta öðrum mönnum eftir að gera það, sem þeir gera best. Þess vegna meðal annars hefir aldrei orðið hér nein misklíð og lokaprófið felst í því, að hér hefir haldið áfram að þróast góð þjónusta, eftir að Þorsteinn hætti störfum. Þorsteinn Sigurðsson sýndi að hann er búinn þeim hæfileika góðs stjórnanda, að festa sjónir á markmiðinu og fá síðan aðra til þess að vinna með sér að því markmiði. Þetta mátti verða, vegna þess að hann er þeim dyggðum búinn, að aðrir menn treysta honum fyllilega. Við sem höfum átt samleið með Þorsteini í félagsmálum læknafélaganna lærðum af honum, að mikilvægara er að kerfið sé réttlátt, fremur en að það sé eftir einhverri fastri forskrift, sem síðan getur reynst vitlaus. Öll hans breytni hefir borið vott siðferðisvitund hans. Siðferðisviðhorf stéttar eiga upptök innan stéttarinnar sjálfrar og eru einkum og sér í lagi mótuð af þeim, sem á framúrskarandi hátt eru tákn þessara viðhorfa, þeim sem eru fyrirmynd stéttar sinnar. Slíkur hefur Þorsteinn Sigurðsson verið. Við erum því stolt af því að eiga hann að stéttarbróður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.