Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 58

Læknablaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 58
356 LÆKNABLAÐIÐ Vissulega var ýmsum kröfum okkar hafnað, öðrum var að svo komnu máli ekki haldið til streitu, þar eð þær koma inn í þá endurskoðun ráðninga- og vaktafyrirkomulags, sem framundan er og þegar hefur verið vikið að. Ljóst er hins vegar, að samningurinn felur í sér umtalsverða kjarabót og jafnast fyllilega á við það, sem félög hafa best náð út fyrir ramma þess samkomulags, sem gert var á almennum vinnumarkaði í desember sl. Vissulega er mikill órói á vinnumarkaðnum núna, en ljóst er, að verði umtalsverðar kjarabætur til annarra, einkum BHMR, félaga umfram það, sem við höfum um samið, munu þær bætur einnig koma í okkar hlut fyrr eða síðar. Þetta skiptir þó ekki mestu máli, heldur hitt, að með samningi þessum er stigið stórt skref til jöfnunar á launum sjúkrahúslækna við það, sem fæst greitt fyrir starfsemi sérfræðinga utan sjúkrahúsa og sem greitt er fyrir starfsemi við heimilislækningar og heilsugæslu. Samninganefndunum er hins vegar alveg ljóst, að fullum og viðunandi jöfnuði verður ekki náð með hækkun grunnlauna sjúkrahúslækna einni saman, heldur verður frekari hækkun á launum þeirra að koma að nokkur leyti með sérstöku helgunargjaldi eða að þeir afli hluta tekna sinna eftir gjaldskrá. Það er einnig í samræmi við tekjuöflun annarra starfsbræðra. í heild eru laun sjúkrahúslækna í raun ekki lakari en annarra lækna, en þeirra er aflað með eilítið öðrum hætti. Hins vegar er full ástæða til að ætla, að náist samkomulag um atriði þau, er nú bíða endurskoðunar, muni sjúkrahúslæknar hafa fyllilega sambærileg og ekki lakari laun en aðrir læknar miðað við hliðstætt vinnuálag. (S.B.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.