Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1987, Page 58

Læknablaðið - 15.10.1987, Page 58
356 LÆKNABLAÐIÐ Vissulega var ýmsum kröfum okkar hafnað, öðrum var að svo komnu máli ekki haldið til streitu, þar eð þær koma inn í þá endurskoðun ráðninga- og vaktafyrirkomulags, sem framundan er og þegar hefur verið vikið að. Ljóst er hins vegar, að samningurinn felur í sér umtalsverða kjarabót og jafnast fyllilega á við það, sem félög hafa best náð út fyrir ramma þess samkomulags, sem gert var á almennum vinnumarkaði í desember sl. Vissulega er mikill órói á vinnumarkaðnum núna, en ljóst er, að verði umtalsverðar kjarabætur til annarra, einkum BHMR, félaga umfram það, sem við höfum um samið, munu þær bætur einnig koma í okkar hlut fyrr eða síðar. Þetta skiptir þó ekki mestu máli, heldur hitt, að með samningi þessum er stigið stórt skref til jöfnunar á launum sjúkrahúslækna við það, sem fæst greitt fyrir starfsemi sérfræðinga utan sjúkrahúsa og sem greitt er fyrir starfsemi við heimilislækningar og heilsugæslu. Samninganefndunum er hins vegar alveg ljóst, að fullum og viðunandi jöfnuði verður ekki náð með hækkun grunnlauna sjúkrahúslækna einni saman, heldur verður frekari hækkun á launum þeirra að koma að nokkur leyti með sérstöku helgunargjaldi eða að þeir afli hluta tekna sinna eftir gjaldskrá. Það er einnig í samræmi við tekjuöflun annarra starfsbræðra. í heild eru laun sjúkrahúslækna í raun ekki lakari en annarra lækna, en þeirra er aflað með eilítið öðrum hætti. Hins vegar er full ástæða til að ætla, að náist samkomulag um atriði þau, er nú bíða endurskoðunar, muni sjúkrahúslæknar hafa fyllilega sambærileg og ekki lakari laun en aðrir læknar miðað við hliðstætt vinnuálag. (S.B.)

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.