Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1988, Side 25

Læknablaðið - 15.03.1988, Side 25
LÆKNABLAÐIÐ 89 Svo vikið sé aftur að könnun undirritaðs hlutu 14% af þessum 216 sjúklingum lélegan bata og 30% dóu. Séu hægfara innanbastsblæðingar dregnar frá er talan 16% og 33% (tafla XIII). Sé sjúklingum skipt eftir því hvort um var að ræða fyrirferðaraukningu í höfði eða útbreitt heilamar er dánarhlutfallið 26% eftir hið fyrra og 53% eftir hið síðara. Að frádregnum hægfara innanbastsblæðingum eru þessar tölur 30% og 53% (tafla XIV). Dánarhlutfall sjúklinga með útbreitt heilamar er áberandi hátt og hærra en sést í sumum tölum erlendis en það gæti skýrst af því hvernig könnunin er gerð. Dánarhlutfallið 30-33% hjá umræddum 216 sjúklingum er mjög sambærilegt við það sem gerist erlendis (21). Yfirlit yfir erlendar greinar leiðir eftirfarandi í Ijós: Tíðni utanbastsblæðingar er talin 1-3% af alvarlegum höfuðáverkum (7, 9, 22, 23). Hún er algengust á aldrinum 10-40 ára (24) og næstum aldrei yfir 65 ára eða undir tveggja ára aldri (7, 9). Hlutfall karla/kvenna er allt að 4/1 (17). Það er alkunna að sakleysisleg slys liggja oft að baki utanbastsblæðinga. Erlendis er hins vegar talið að algengustu orsakirnar séu umferðarslys og því næst högg og fall (7, 23). Þetta kann þó að vera breytilegt eftir löndum og stöðum. Frá 70 og upp í 95% sjúklinga hafa hlotið höfuðkúpubrot og þá langoftast í gagnaugasvæðið eða þar upp af. Ekki sjást þessi brot alltaf á röntgenmyndum, en þau koma þá í ljós við aðgerð (5-9, 13, 15, 16, 22, 23, 25, 26). Þá sjaldan það kemur fyrir að einhver hefur ekki brotnað er hann oftast undir 30 ára aldri (22). í meira en tveim þriðju tilfella (allt að 70%) er blæðingin staðsett í öðru gagnaugasvæðinu eða þar upp af. í þriðjungi tilfella af þeim sem eftir eru (10%) er blæðingin staðsett í enni og jafnhátt Table XIV. Mass lesions, diffuse cerebral injury and mortality in intracranial bleeding and cerebral contusion. Admissions to the ICU, City Hospital, Reykjavik, Iceland, 1973-1980. Intracranial lcsions N Died (V.) Mass lesions 184 48 (26) Mass lesions less 25 chronic subdural hematomas 159 47 (30) Diffuse cerebral injury 32 17 (53) All intracranial lesions 216 65 (30) All intracranial lesions less 25 chronic subdural hematomas 191 64 (33) hlutfall blæðinga er í hnakka og í hnakkagróf (fossa posterior) (5, 7, 8, 23, 27). Nú orðið virðist lægra hlutfall sjúklinga deyja af þessum áverka en áður var þegar dánarhlutfall fór allt upp í 50% (5, 7, 8, 10, 21, 23, 25, 28). Dánarhlutfall eftir aðgerð fór jafnvel upp í 76% en hefur hin síðari árin farið lækkandi og er nú komið niður í 5% (8). Sennilega er það samt ennþá algengast milli 20 og 30%. Því hefur verið haldið fram að almennt séð eigi dánarhlutfall ekki að fara yfir 10% (8). í einni af framangreindum könnunum tókst að lækka dánarhlutfall úr 29% niður í 12% eftir að tölvusneiðmyndir komu til sögunnar (23). Eins og áður segir, halda menn sér við það að skipta innanbastsblæðingum i þrjá hópa, en ekki ber þeim saman um hvernig það beri að gera sé miðað við tímann frá slysi til komu á spítala. Bráðar blæðingar miðast við 1-7 daga, hægbráðar blæðingar miðaðst við 11 daga og jafnvel mánuð (5-11). Svo eru þeir sem halda því fram, að hægbráð innanbastsblæðing sé aðeins eitt afbrigðið af bráðum blæðingum. Bráð innanbastsblæðing er alltaf mun algengari en utanbastsblæðing (9, 22). Þessi áverki er mun algengari hjá körlum en konum og hlutfallið frá 30/9 til 91/9 (9, 29, 30). Meðalaldur er 42-54 ár (29, 30). Algengustu orsakir virðast vera árásir og fall en umferðarslys virðast tiltölulega sjaldgæf orsök (11, 29, 30). Höfuðkúpubrot eru í um helmingu tilfella (7, 29) og blæðingin er beggja vegna í höfðinu i um 15-20% tilfella (7). Hversu margir deyja af þessum áverka fer mjög eftir því hversu brátt hann ber að og hversu alvarlegur hann er. Þegar blæðingar, sem koma undir læknishendur nokkrum mínútum eða klukkustundum eftir slysið, þremur dögum og allt að sjö dögum eftir slysið, flokkast allar undir bráðar innanbastsblæðingar í mismunandi könnunum, gefur auga leið að árangur af meðferð hlýtur að vera mjög misjafn. Er skemmst frá því að segja að 25-90% þessara sjúklinga deyja. Sé miðað við fyrstu 24 klukkustundirnar er dánarhlutfallið oft 70-90% en miðað við þrjá daga 50-60% (5, 7, 8, 10, 11, 21, 25, 28, 30, 31). Tíðni hægfara innanbastsblæðinga er um það bil ein til tvær á hverja 100 þúsund íbúa. Áverkinn kemur fyrir á öllum aldri. Meirihlutinn eru miðaldra menn (9). í sumum könnunum getur hlutfall karla/kvenna verið allt að 4/1. Með aldrinum er talið að þessi kynjamismunur fari minnkandi (12). í þriðjungi tilfella er ekki um að

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.