Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.1988, Qupperneq 44

Læknablaðið - 15.03.1988, Qupperneq 44
106 LÆKNABLAÐIÐ öðru ástandi þar sem vöðvafrumuhimnan er óstöðug og í vöðvaherpingssjúkdómum. Hin aukna ístunguvirkni kemur fram sem áframhaldandi jákvæðar hvassar bylgjur eða tíðar einfasa bylgjur eftir að nálin stöðvast. Hvíldarvöðvarafrít. Eðlilegur þverrákóttur vöðvi hefur enga rafvirkni í hvíld. Undantekning frá þessu er ef nálin er við hreyfiþynnuna. Þá sjást á skjánum hreyfiþynnubrak og hreyfiþynnubylgjur (mynd 6-A). Hreyfiþynnubrak eru neikvæðar einfasa hátíðnibylgjur með óreglulegu skotmynstri, minni en 100 míkróvolt á hæð og mjórri en þrjár millisekúndur á breidd. Þær gefa frá sér kuðungslíkt hljóð. Þessi virkni er vegna sjálfkrafa losunar á litlu magni af asetýlkólíns úr taugaendunum. Hreyfiþynnubylgjur eru vegna meiri losunar asetýlkólíns vegna ertingar frá nálinni með afskautun á vöðvafrumu. Þessi virkni hefur sömu stærð og vöðvakipringur, en með neikvæðan fyrsta fasa. Hafi nálin skemmt vöðvafrumuhimnuna og rafvirknin skráð þar frá, koma fram jákvæðar hvassar bylgjur með óreglulegri hátíðni. Mikilvægt er að rugla ekki þessari eðlilegu hvíldarvirkni saman við aðra sjálfkrafa virkni í hvíld, sem er óeðlileg. Til að minnka líkurnar á því, skal hver rannsakaður Mynd 6. Hvíldarvirkni. A: Eðlileg hvíldarvirkni. Hreyfiþynnubrak og hreyfiþynnubylgjur. B. Vöðvakipríngur breytist íjákvœða hvassa bylgju. C: Margfasa hátíðnibylgjur. D: Vöðvaknippiskipríngur. E: Rafvöðvaherpingur. Sjá texta til nánari skýringar. vöðvi stunginn minnst á þrem stöðum. Síðan er skoðað í hring út frá hverjum stungustað á minnst sex til átta stöðum og óeðlileg hvíldarvirkni ekki skráð nema hún sjáist á minnst tveim stungustöðum. Rafvirkni í hvíld með nálina í kyrrstöðu er óeðlileg ef um annað er að ræða en hreyfiþynnubrak og hreyfiþynnubylgjur. Það helsta, sem sést hér eru: 1. Vöðvakipringur. 2. Jákvæðar hvassar bylgjur. 3. Margfasa hátíðnibylgjur. 4. Vöðvaknippiskipringur. 5. Vöðvaherpingur. 6. Annað ótalið, til dæmis fjörfiskafár. Ekkert eitt af þessu er sérkennandi fyrir einn sjúkdóm, heldur er það heildarniðurstaða vöðvarafritsins ásamt taugarafritum, sem gefa sjúkdómsgreiningu. Vöðvakipríngur og jákvæðar hvassar bylgjur eru rafvirkni einstakra vöðvafrumna, sem afskautast sjálfkrafa (mynd 6-B). Lengi vel var talið, að vöðvakipringur væri einkennandi fyrir aftaugunarsjúkdóma. Nú er vitað að undirrótin er óstöðug frumuhimna. Vöðvakipringur og jákvæðar hvassar bylgjur sjást í aftaugunarsjúkdómum, ýmsum vöðvasjúkdómum (tafla III) og hafa sést við truflun á kalíumstyrkleika í sermi. Hvort vöðvakipringur eða jákvæðar hvassar bylgjur eru skráðar, fer eftir staðsetningu nálar gagnvart frumunni (mynd 6-B). Sé nálin fyrir utan frumuna sést vöðvakipringur, en hafi nálin skemmt himnuna sjást jákvæðar hvassar bylgjur. Eftir aftaugun á vöðva kemur þessi virkni í Ijós eftir eina til fimm vikur. Tíminn fer eftir fjarlægð taugaskemmdar frá vöðvanum. Vöðvakipring og jákvæðar hvassar bylgjur er hentugt að skrá sem 1 + upp í 4 +, þar sem 1 + er einstakar, 2 + margar, 3+ sjást stöðugt og 4+ fyllir skjáinn. Vöðvakipringur er tví- eða þrífasabylgja með jákvæðan fyrsta fasa, sem hefur reglulegt skotmynstur 0,5-15 á sekúndu, 1-5 millisekúndur á breidd og 20-200 míkróvolt á hæð. Vöðvakipringur gefur frá sér hljóð, sem líkja má við hljóðið þegar regndropar falla á harðan flöt. Jákvæðar hvassar bylgjur eru einfasa með öllum eiginleikum vöðvakiprings, nema miklu breiðari, 10-30 millisekúndur. Margfasa hátíðnibylgjur eru rafvirkni margra vöðvafrumna, sem afskautast nánast samtímis með hárri tíðni (mynd 6-C). Einkennandi er hve hún byrjar og hættir skyndilega. Meðan á henni

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.