Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.08.1988, Qupperneq 39

Læknablaðið - 15.08.1988, Qupperneq 39
LÆKNABLAÐIÐ 1988; 74: 251-3 251 Elínborg Bárðardóttir, Steinn Jónsson BÓLUEFNI GEGN PNEUMOKOKKUM - PNEUMOVAX (®) INNGANGUR Streptococcus pneumoniae er algengasta orsök lungnabólgu af völdum baktería og veldur oft heilahimnubólgu og eyrnabólgu meðal barna. í nýlegri rannsókn á orsökum lungnabólgu, sem gerð var á Landspítalanum, greindist 91 tilfelli á einu ári og reyndust 36*% vera af völdum pneumokokka (1). Frá 15 til 30% lungnabólgutilfella fylgir blóðsýking og í þeim hópi er dánartíðni talin 20-40% (1, 2). Pneumokokkalungnabólga herjar á fólk sem virðist að öðru leyti heilbrigt og á eldra fólk og sjúklinga með ýmsa langvinna sjúkdóma, svo sem lungnasjúkdóma, hjartabilun, sykursýki, nýrnabilun, skorpulifur, illkynja sjúkdóma og vanhæft milta. Dánartíðni þessara hópa hefur verið há þrátt fyrir nútíma lyfja- og gjörgæslumeðferð. Áhugi manna hefur því beinst að rannsóknum á bóluefni gegn pneumokokkum en vörn gegn pneumokokkasýkingum er fyrst og fremst talin byggja á opsónínum í sermi, komplímenti og mótefnum, sem undirbúa bakteríurnar fyrir át. í dag er mælt með notkun bóluefnis hjá þeim sem eru í mestri hættu á að sýkjast (3), þótt umdeilt sé hvort bóluefnið veiti þá vörn, sem ætlast er til hjá áhættuhópum. I þessari grein verður fjallað um þetta bóluefni, sögu þess og gerð, mótefnasvörun, aukaverkanir og gagnsemi þess hjá heilbrigðum og sjúkum. BÓLUEFNIÐ OG MÓTEFNASVÖRUN Fyrstu áreiðanlegu vísbendingarnar um að unnt væri að bólusetja gegn pneumokokkasýkingum komu fram árið 1945 er bandarískir hermenn voru bólusettir og í ljós kom marktæk fækkun lungnabólgutilfella af völdum pneumokokka (4). Fyrsta bóluefnið sem sett var á markað innihélt fjölsykrunga af 6 gerðum pneumokokka en fjölsykrungar í úthýði bakteríunnar eru helstu mótefnavakar hennar. Að minnsta kosti 83 gerðir Frá Rannsóknastofu Háskólans í ónæmisfræðum og St. Jósefsspítalanum, Landakoti. Barst 14/01/1988. Samþykkt 05/04/1988. pneumokokka eru þekktar og byggist mismunur þeirra á áðurnefndum fjölsykrungum. Bóluefni úr 14 gerðum kom á markað 1979 en það bóluefni sem mest er notað í dag inniheldur fjölsykrunga, 23 gerða af pneumokokkum, sem taldir eru valda um það bil 85% allra pneumokokkasýkinga með blóðsýkingu í Bandaríkjunum og Evrópu (3). Pneumovax (®) er í rauninni 23 mismunandi mótefnavakar og valda sumir meiri mótefnamyndun en aðrir. Mótefnasvar gegn fjölsykrungum er óháð T-frumum og frábrugðið mótefnasvari gegn prótínum, sem er háð T-frumum. Mótefnasvar gegn fjölsykrungum hefur því ekki í för með sér umtalsvert ónæmisminni, en þau mótefni sem myndast geta gefið vernd gegn sýkingu í mörg ár eftir bólusetningu (5). Mótefni gegn pneumokokkum eru fyrst og fremst af IgG og IgM gerð og talað er um marktæka mótefnasvörun ef mótefni mælast tvöfalt hækkuð mánuði eftir bólusetningu. Rannsóknir benda til að mótefnamagn yfir 250-300 mg köfnunarefnis í ml veiti vörn gegn pneumokokkasýkingum hjá heilbrigðum (6). Mótefnasvörun er mismunandi eftir aldri. Börn innan tveggja ára svara bólusetningu verr en fullorðnir og mótefni þeirra hverfa einnig hraðar (7). Eldra fólk getur haft minnkaða mótefnasvörun, að líkindum vegna hrörnunar ónæmiskerfisins með aldri, en yfirleitt svarar eldra fólk bólusetningu vel (8). Mótefni sem myndast eftir bólusetningu heilbrigðra haldast í allt að helmings magni tveim til þremur árum eftir bólusetningu og eru mælanleg í allt að fimm til átta ár (9). Endurtekin bólusetning einu til tveimur árum eftir frumbólusetningu bætir ekki við magn mótefna nema að litlu leyti (10). AUKAVERKANIR í flestum tilfellum fylgja vægar staðbundnar aukaverkanir bólusetningu (7). Koma þær oftast fram nokkrum klukkustundum eftir bólusetningu og einkennast af roða og þrota á stungustað og

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.