Selfoss - 15.11.2012, Blaðsíða 2

Selfoss - 15.11.2012, Blaðsíða 2
2 15. nóvember 2012 Hverjir flytja á Árborgarsvæðið? Miklu fleiri íbúðir seljast í sérbýli en fjölbýli á Árborgarsvæðinu. Það er á skjön við íbúðasölu í öðrum sveitarfélögum. Íbúðamarkaður á Árborgar-svæðinu sker sig mjög úr í samanburði við íbúðasölu í Reykjanesbæ og á Akranesi. Ríf- lega fimm sinnum fleiri eignir sem seljast eru sérbýli en hlutföllin eru öfug á Suðurnesjunum og á Akanesi. Á Árborgarsvæðinu hafa 23 íbúðir í fjölbýli selst það sem af er ári (jan.-okt.) og 123 eignir í sérbýli. Munar þar 100 íbúðum sem er mjög sérstakt. Skýringar á þessum mun eru ekki einhlítar – og alls ekki þegar samanburður er gerður við sambærileg sveitarfélög. Verð í fjölbýli er t.d. lægst í Árborg. Framboð á íbúðum hefur áhrif en líklegast er að þau sem sækjasta eftir að kaupa húsnæði á Árborgarsvæð- inu séu að leita frekar að sérbýli. Það er fólk víða að – innan sveitar og úr nágrannasveitarfélögum, af höfuðborgarsvæðinu og víðar sem er að falast eftir húsnæði. Og þá er skiptimarkaður fyrir hendi. Sjá töflu 3. Það vekur einnig athygli að verð á íbúðum á Árborgarsvæðinu hefur lækkað milli ára og er meðalverð íbúða í sérbýli um einni milljón lægri en miðað við sama tímabil í fyrra. ÍBÚÐASALA á Árborgarsvæðinu janúar til loka október 2012. Sjá töflu 1. Það vekur vissulega athygli að íbúðaverð skuli vera lægst á Ár- borgarsvæðinu í samanburði við sambærileg sveitarfélög. Þá er og mikill verðmunur á Árborg og Ak- ureyri. Þannig er meðalverð á sérbýli á Árborgarsvæðinu 7 milljónum kr. lægra en á Akureyri. Í hverju liggur sá munur? Sjá töflu 2. Niðurstöðurnar vekja íhjá- kvæmilega upp spurningar um Árborgarsvæðið og þá sérstaklega búsetuskilyrði. Hverjir flytja á Ár- borgarsvæðið? Og hvað dregur fólk að Árborgarsvæðinu? Mikilvægar spurningar til skipulagsyfirvalda. (Byggt á upplýsingum af vef Þjóð- skrár Íslands, skra.is o.fl.) -ÞHH SELFOSS-SUÐURLAND kemur næst út 29. nóvember Tafla 1 Árborgarsvæðið, janúar - október 2012 Alls Fjölbýli Sérbýli Aðrar eignir Velta (milj.kr) Fjöldi samninga Velta (milj.kr) Fjöldi samninga Velta (milj.kr) Fjöldi samninga Velta (milj.kr) Fjöldi samninga okt 218 15 10 1 200 10 8 4 sept 627 26 46 4 450 19 131 3 ágúst 303 16 15 1 287 14 2 1 júlí 421 22 39 2 365 18 16 2 júní 366 18 59 3 270 11 37 4 maí 389 17 29 2 263 12 97 3 apríl 215 11 47 4 128 6 40 1 mars 594 26 25 2 409 17 160 7 feb. 237 17 26 2 192 11 19 4 jan. 251 14 24 2 97 5 130 7 Samtals: 3.620 182 319 23 2.661 123 640 36 Árborgarsvæðið: Árborg, Þorlákshöfn, Ölfus, Hveragerði Sanngjarnt skattkerfi Á liðnu kjörtímabili var þrepaskiptu skattkerfi komið á, kerfinu sem Sjálfstæðismenn ætla að afnema ef þeir komast til valda, skoðum það aðeins nánar. Til að byrja með þarf að hafa í huga að snillingunum tókst að þurrausa ríkissjóð og vel það. Björgunarsveitin þarf nú að greiða skuldir og halda áfram að reka þjóð- félagið. Í þeirri stöðu þarf að íhuga vel hverjir leggja sitt af mörkum í björgunarstarfið. Tökum dæmi af þremur kon- um. Jóna hefur 230.000 kr í laun á mánuði, Sigga 660.000 kr og Magga 1.800.000 kr. Með einu skattþrepi og persónufrádrætti eins og kerfið var árið 2009 og ef við gerum ráð fyrir framfærslukostnaði einstak- lings upp á kr. 128.000 (framfær- sluviðmið umboðsmanns skuldara) á Jóna 58.000 í afgang eftir skatta og nauðsynjar, Sigga 328.000 eða sex sinnum meira en Jóna, Magga á hins vegar 1.044.000 eftir eða átján sinnum meira en Jóna. Nú hrynur þjóðfélagið og það þarf að greiða skuldir, hvað gera menn þá? Ein leið er að hækka skattaprósentuna flatt. En myndum við láta unglinginn greiða jafnmikið og fullvinnandi forstjóra á heimili ef gera þarf við þakið sem fauk í ofsa- veðri? Fáir, því á flestum heimilum er byrðunum skipt eftir getu þeirra sem eiga að bera. Það reynum við líka að gera á þjóðfélagsheimilinu eftir því sem kostur er. Ein leið til þess er þrepaskipt skattkerfi. Þeir sem minnsta svigrúmið hafa í fjár- málum heimilisins finna þá minna fyrir hruninu, þeir sem eiga meira greiða hærra, þeir hafa breiðara bak. Tökum aftur dæmið af þessum eðalfrúm, með þrepaskiptingu og sama persónufrádrætti og fram- færslukostnaði og í fyrra dæminu. Jóna, með lágu launin, greiðir rúm 43.000 kr, sömu upphæð og í flata skattinum, Sigga greiðir 223.000 kr sem er hækkun upp á 20.000 kr frá fyrra dæmi en Magga sem hefur nærri tvær milljónir á mánuði eða áttföld laun Jónu greiðir 790.000. Eftir sem áður er afgangur Möggu fimmtán sinnum meiri en afgangur Jónu eftir skatta og framfærslu. Með þessu brölti aukast tekjur ríkissjóðs um rúm 183.000 en tilgangurinn var sem sagt að auka tekjurnar til að greiða sameiginlegar skuldir. Ef sækja ætti sömu upp- hæð með hækkun á flötum skatti þarf hann að verða 44%. Þá á Jóna (unglingurinn á þjóðarheimilinu) 43.000 krónur eftir skatta og fram- færslu, í þrepakerfinu á hún 58.000 eftir í buddunni. Magga á 922.205 eftir skatta og framfærslu eða meira en tuttugu sinnum meira en Jóna. Þetta þykir sumum sanngjarnt, öðrum ekki. Um þessar tölur má sjálfsagt orðhenglast eitthvað og snúa út úr, til dæmis efast ég sjálf um að einstaklingur geti framfleytt sér á 128.000 á mánuði. Hækkun á framfærslukostnaði eykur þó enn meira ójafnvægið í afkomunni. Eins er hækkun persónufrádrátt- ar frá árinu 2009 ekki tekin með í þessum útreikningi. Grundvallarniðurstaðan er að þrepaskipt skattkerfi er sanngjörn leið til að auka tekjur ríkissjóðs á erfiðu tímum. Verði þrepaskipt- ingin afnumin er tvennt í stöðunni, hækka skattprósentuna verulega eða auka niðurskurð umtalsvert. Þetta er ekki flóknara. Bryndís Sigurðardóttir frambjóðandi í forvali Samfylk- ingar á Suðurlandi. Ágætu Sunnlendingar Eftir að hafa legið undir feldi í langan tíma hef ég komist að þeirri niður- stöðu að ég gæti gert gagn á Al- þingi og þess vegna býð ég mig fram í 1. – 4. sæti á framboðs- lista Samfylkingar hér í Suður- kjördæmi. Ég er kommakrakki úr Hveragerði, félagshyggja og jöfnuður eru mér í blóð borin og ég reyni alltaf að breyta af heiðar- leika og sanngirni. Betur get ég ekki lýst mér, þannig finnst mér ég vera. Ég er viðskiptafræðingur og kerfisfræðingur, með svæðis- bundið leiðsögumannapróf og meirapróf. Hef vasast í ýmsu gegnum tíðina en frá árinu 2003 hef ég rekið bókhaldsstofuna Yf- irlit. Ég á þrjár dáindisfríðar dæt- ur, tvo dóttursyni og einn hund. Í tæp tíu ár hef ég búið við þau forréttindi að fá að vinna náið með allskonar fólki sem er að lifa drauma sína, skapa sér og sín- um atvinnu og jafnvel fleirum. Byggja upp og fóstra mannvæn- leg fyrirtæki sem hvert og eitt er mikilvægur hlekkur í okkar samfélagi. Atvinnumál, nýsköp- un, stuðningur við frumkvöðla og heilbrigt umhverfi fyrir fyr- irtæki skipta miklu máli og þar vil ég leggja hönd á plóg. Í heil- brigðu umhverfi felst aðgangur að menntuðu og góðu vinnuafli, eðlilegur aðgangur að fjármagni með viðráðanlegum og fyrirsjáan- legum vaxtakostnaði og réttlátu skattkerfi. Samfylkingin er eini flokk- urinn sem hefur trúverðuga at- vinnustefnu og eini flokkurinn sem boðar raunverulegt og heil- brigt samkeppnisumhverfi fyrir- tækja. Samfylkingin hefur skiln- ing á mikilvægi menntunar og síðast en ekki síst er Samfylkingin eini flokkurinn sem berst fyrir inngöngu Íslands í Evrópusam- bandið en einungis þannig verður aðgengi okkar og endurgjald fyrir fjármagn eðlilegt og fyrirsjánlegt. Í silfurskeiðinni minni var kennsla um samfélagslega ábyrgð, samúð og réttlæti og þess vegna á ég erindi á Alþingi. Bryndís Sigurðardóttir www.bryndissig.com Tafla 3 Sala íbúða, janúar - október 2012 Fjölbýli (fjöldi) Sérbýli (fjöldi) Árborgarsvæði 23 123 Reykjanesbær 108 74 Akranes 53 51 Akureyri 204 125 Tafla 2 Meðalverð íbúða, janúar - október 2012 Fjölbýli (millj.kr.) Sérbýli (millj.kr.) Árborgarsvæði 13,9 21,6 Reykjanesbær 16,3 23,9 Akranes 14,2 21,6 Akureyri 20,4 28,7 Hvað laðar fólk að? Hér leggst það í biðröð á Selfossi til að komast á knattspyrnuleik. Mynd: ÞHH

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.