Selfoss - 15.11.2012, Blaðsíða 10

Selfoss - 15.11.2012, Blaðsíða 10
10 15. nóvember 2012 Hnefinn og og rósinn Á undanförnum árum hef ég verið óvæginn í gagnrýni minni á ýmis mál er snerta nærsamfélag mitt á Suðurnesjum. Það hefur verið skoðun mín, að opin umræða um mál sem snúast um hagsmuni almennings, væri af hinu góða. Að hver og einn geti myndað sér skoðun, og jafnvel lagt sitt af mörkum til lausnar. Gagnrýni mín hefur verið sett fram af góðum hug; varnaðarorð, þegar mér hef- ur sýnst gengið gegn hagsmunum heildarinnar, en jafnframt bent á aðrar og raunhæfari lausnir. Nægir hér að nefna málefni Hitaveitu Suðurnesja, Eignarhaldsfélagsins Fasteignar, og svo nú síðast málefni hjúkrunarheimilis að Nesvöllum. Það fylgir því mikil ábyrgð, að bjóða sig fram til þingsetu í jafn stóru kjördæmi og Suðurkjördæmi. Eitt helsta einkenni kjördæmisins er litrík flóra atvinnugreina; ólíkar áherslur í atvinnulífi. Hins vegar er lítil áherslubreyting þegar kemur að mikilvægum þjónustuþáttum eins og heilbrigðismálum, samgöngum og löggæslu. En mikilvægust, nú um stundir, eru atvinnumálin, sem hljóta að verða í algjörum forgangi hjá hverjum einasta frambjóðanda, sem vill láta taka sig alvarlega. Miklar skuldir íslenskra heimila og fyrirtækja munu setja fram- tíðarhorfum um vöxt einkaneyslu og fjárfestingar miklar skorður, og um leið hefta hagvöxt hér á landi á næstu árum. Það ætti því að vera öllum ljóst að afnám verðtryggingar, sem er meginástæða mikillar skuld- setningar, er brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar allrar. Sú áþján, sem fylgir verðtryggingunni, verður ekki kveðin í kútinn nema með samstöðu þvert á flokka og hagsmunasamtök. Það verður mitt aðalbaráttumál. Fyrir rúmlega þrátíu árum gerði Vilmundur heitinn Gylfason að umræðuefni merki jafnaðarmanna, hnefann og rósina. Hann sagði: „Merki okkar jafnaðarmanna er hnefi og rós. Hnefinn táknar afl, rósin fegurð. Kannski finnst ykkur að hnefinn skipi of mikið rúm í mál- flutningi okkar, að rósin, fegurðin, komist ekki að sem skyldi. Mér finnst þetta stundum sjálfum. En við erum þjóð í vanda, við hverfum ekki frá efnahagslegri óstjórn, sið- ferðilegri upplausn, við komum ekki umbótum okkar í gegn nema að við setjum hnefann í borðið. Hnefinn og rósin eru hvort öðru háð. Við trú- um því að aukist afl okkar þá verði meira rúm fyrir rósina, meira rúm fyrir fegurðina í íslensku þjóðfélagi.“ Það er mín skoðun, að það sé komið að tíma rósarinnar; rósar allra heimila í landinu. Það þarf að skapa þeim skilyrði til að njóta fegurðar eftir erfiðleika síðustu ára. Það er fyrir því sem ég vil berjast, þess vegna hef ég boðið mig fram og bið um stuðning í 3.sæti í flokksvali Sam- fylkingar í Suðurkjördæmi. Með bestu kveðju Hannes Friðriksson Okkar vinsæli heimilismatur í hádegi alla virka daga kl. 12:00 - 13:30. Súpa, aðalréttur, kaffi, biti, kaka eða ávöxtur. Allt þetta á aðeins 1.490,- kr. Breiðumörk 2b, Hveragerði Pizzur, smáréttir, veislur, bar. Gæði - Þjónusta - Lipurð - Stöðugleiki Ólík svæði, sömu áherslur Síðustu daga hef ég verið svo lánsamur að hafa fengið tækifæri til að ferðast um hið víðfeðma Suðurkjördæmi. Þessi ferðalög hafa að mestu ver- ið í tengslum við framboð mitt í flokksvali Samfylkingarinn- ar í kjördæminu og ég hef hitt skemmtilegt fólk allt frá Höfn og vestur í Garðinn. Þegar maður fer svona um kjördæmið þá sér maður hversu ólíkar aðstæðurnar eru á milli ólíkra svæða og að það eru misjöfn málefnin sem brenna á fólki eftir því hvar maður kemur. Við sem gefum kost á okkur til starfa fyrir íbúa Suðurkjördæmis á vettvangi stjórnmálanna verð- um að leggja okkur fram við að þekkja þau mál sem brenna á fólki á hverjum stað til að geta talað fyrir hagsmunum svæðisins. En þrátt fyrir að áherslur fólks séu mismunandi á milli svæða finnur maður fljótt að það er mikill samhljómur í því sem fólk er að segja. Alls staðar talar fólk um mikilvægi atvinnumála enda er heilbrigt atvinnulíf undirstaða alls annars í samfélaginu; alls stað- ar leggur fólk áherslu á mikilvægi menntunar og aðgang að öflugum menntastofnunum; alls staðar vill fólk njóta góðrar heilbrigðisþjón- ustu og alls staðar kallar fólk eftir aðgerðum sem taka á skuldastöðu heimilanna. Þegar öllu er á botn- inn hvolft kemur nefnilega í ljós að það eru sömu málin sem brenna á fólki sama hvar maður kemur. Það vilja allir að Íslandi sé stýrt í anda velferðar og jöfnuðar. Það þarf heilindi og hugrekki til að takast á við verkefni stjórn- málanna í dag. Viðfangsefnin eru krefjandi og snúast um forgangs- röðun, áherslur, framtíðarsýn, gildi og lausnir. Þau snúast um að bæta hag lands og þjóðar og leggja grunn að betri framtíð. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til að takast á við þessi mikilvægu verkefni og óska eftir stuðningi í 2.-3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjör- dæmi. Ég hlakka til að vinna með frjóu og skemmtilegu fólki úr öllu kjördæminu að framgangi sameig- inlegra hagsmunamála okkar allra. Ólafur Þór Ólafsson Jólaljósin kveikt í Árborg Í dag, fimmtudaginn 15.nóvember verða jólaljósin kveikt við hátíð- lega athöfn fyrir framan Ráðhús Árborgar og Bókasafnið. Jólaljósin verða kveikt á slaginu 18:00 en það gera tveir ungir drengir, Rósmundur Helgi Hrannarsson og Óskar Ólafur Guðbjörnsson en báðir halda þeir upp á eins árs afmæli á þessum degi. Stutt hátíðardagskrá byrjar kl.17:40. Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíð- legur í Víkurskóla Þórarinn Eldjárn verður gestur í Vík á Degi íslenskrar tungu og mun lesa úr verkum sínum. Einnig munu nemendur Víkurskóla sjá um upp- lestur og tónlistaratriði. Allur ágóði af kaffisölu rennur í ferðasjóð nem- endafélagsins. Hátíðin hefst klukkan 19.30 Heyrðist alla leið á Selfoss Nemendur Grunnskólans í Hvera- gerði sungu svo að undir tók í skól- anum er Halldór Gunnar kórstjóri Fjallabræðra hljóðritaði raddir barnanna. Þau mynda risakór sem hljóma mun í lokakafla lags sem nefnist Ísland og verður síðar gert öllum aðgengilegt á vefnum.Kór- stjórinn hafði á orði að söngurinn hlyti að hafa heyrst alla leið á Selfoss. Smáfréttir

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.