Selfoss - 15.11.2012, Blaðsíða 4
4 15. nóvember 2012
Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466,
netfang: amundi@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut
54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri:
Þorlákur Helgi Helgason, netfang: torlakur@fotspor.is Myndir: ÞHH og ýmsir aðrir.
Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 7.800 eintök. dreifing:
Fríblaðinu er dreiFt í 7.800 eintökum á öll heimili á suðurlandi.
SELFOSS
15. TBL. 1. ÁRGANGUR 2012
Selfoss inn á hvert heimili!
Við þurfum samfylkingu
Það er engin stafsetningarvilla í fyrirsögninni. Við þurfum samfylkingu með litlu essi til
að samfylkja stjórnmálaöflum frá
vinstri og fram yfir miðju að baki
nýjum meirihluta á Alþingi og nýrri
ríkisstjórn. Til þess að það takist þarf
Samfylkingu með stóru essi, stjórn-
málaflokk sem er nógu öflugur til
að halda saman slíkum stjórnar-
meirihluta og koma nauðsynlegum
aðgerðum í verk. Allt bendir til að
vinstristjórn að loknum næstu þing-
kosningum verði skipuð fleiri flokk-
um en nú og ekki færri villiköttum.
Til þess að samhengi verði í stefnu
slíkrar stjórnar og árangur, þarf sterkt
stjórnmálaafl innan hennar sem hef-
ur hvort tveggja í senn heilsteypta
stefnu og samstarfslipra stjórnendur.
Innan Samfylkingarinnar er bæði
róttækt vinstrafólk og miðjufólk og
öll breiddin þar á milli. Þess vegna
hefur Samfylkingin innan sinna vé-
banda fólk sem skilur og getur gert
sig skiljanlegt við hvort heldur er
villtustu vinstriketti og værukærustu
miðjuketti.
Við þurfum vinstristjórn og til
þess þurfum við Samfylkinguna.
Ef Samfylkingin verður veik, ringl-
uð eða smá, þá fáum við ekki þau
stjórnvöld sem samfélag okkar þarf
sárlega á að halda, til að byggja hér
réttlátt þjóðfélag á traustum efnahag.
Þrátt fyrir að núverandi ríkis-
stjórn hafi unnið kraftaverk við að
rétta hag íslenska þjóðarbúsins, þá
er samfélagið ennþá afskaplega við-
kvæmt og varnarlítið fyrir áhlaupi
ósvífinna gróðapunga. Til að styrkja
stöðu alþýðu þessa lands svo hún
geti varist slíku áhlaupi, þarf að
styrkja efnahags landsins með því
að koma almenningi úr skuldaklafa
og efla verðmætasköpun með sterku
atvinnulífi.
Samfylkingin hefur staði sig vel í
núverandi ríkisstjórn, en hún hefði
mátt standa sig betur. Einkum hefði
hún þurft að taka öðruvísi á skulda-
vanda þeim sem Hrunið skildi lands-
menn eftir í. Verðtryggingu lána átti
að vera búið að stöðva og verður að
stöðva strax. Vissulega skapast við
það ýms vandamál, en þau er hægt
að leysa og þarf að leysa, því vanda-
málin sem verðtrygging lána veldur
eru ennþá verri og fela þar að auki
í sér óréttláta misskiptingu byrða.
Þess Alþingis sem kosið verður
næsta vor og þeirrar ríkisstjórnar sem
mynduð verður í kjölfarið bíða stór,
erfið og afskaplega mikilvæg verk-
efni. Til að leysa þau verkefni þarf
fólk sem hefur bein í hryggsúlunni.
Og lausnir. Það eru til réttlátar og
nothæfar lausnir til að byggja hér
bæði réttlátara og sterkara samfélag.
Það er hægt og það skal gert. Til þess
býð ég mig fram.
Um þetta og margt fleira má lesa
á vefsíðunni: http://blogg.smugan.
is/fia/
Soffía Sigurðardóttir
býður sig fram í 3. sæti á lista Sam-
fylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Atvinnumál í sátt og samlyndi
Matarkista Suðurkjör-dæmis er stór og full af mat hvort heldur sem
litið er til sjávar eða sveita. Útgerð
rekin með glæsibrag frá vestasta
hluta kjördæmisins til þess austasta.
Landbúnaður er í miklum blóma í
nánast kjördæminu öllu. Báðar þess-
ar atvinnugreinar lúta kvótakerfi,
íslenska þjóðin hefur nú kveðið
uppúr með það að auðlindir lands-
ins skuli vera í þjóðareign. Það er
því sanngirnismál að þeir sem nýta
auðlindirnar greiði fyrir það gjald,
en gjaldið verður að vera sanngjarnt,
ef í ljós kemur að atvinnuvegirnir
standa ekki undir slíkri gjaldtöku
þarf að sjálfsögðu að endurskoða
hana. Það þarf þó að sýna fram á
það með rökum, ekki upphrópunum
og hótunum. Slíkt er aldrei til þess
fallið að sátt náist. Aðrar náttúru-
auðlindir eru í eigu þjóðarinnar og
þeir sem nýta þær eiga að sjálfsögðu
að greiða fyrir þau afnot. Ferðaþjón-
ustan er í mikilli uppsveiflu víða
í kjördæminu og fékk nýjar vídd-
ir þegar Landeyjarhöfn var tekin í
notkun. Við þurfum að sjálfsögðu
að gæta að viðkvæmri náttúru á
sama tíma og við höfum atvinnu af
ferðamennsku. Ferðamannaiðnaður-
inn er að vísu ekki í kvóta en hann
kveinkar sér nú undan hækkandi
virðisaukaskatti. Ef það kemur í ljós
að skatturinn er of hár eða hann
lagður á með of miklum hraða þá
þarf að endurskoða hann með sama
hætti og kvótakerfin, með rökum,
ekki upphrópunum og hótunum.
Það er okkur öllum fyrir bestu
að vinna saman í sátt og samlyndi í
atvinnu- og auðlindarmálum.
Guðrún Erlingsdóttir
Höfundur býður sig fram í 2. - 3.
sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í
Suðurkjördæmi 16. - 17. nóvember.
Landbúnaður á Suðurlandi:
Tekjur meiri af
öðrum störfum
en landbúnaði
- á tíunda hverju býli
Við greindum frá því í síðasta blaði að Hagstofan hefði gert úttekt á landbúnaði á
Íslandi. Hér er um frumraun að ræða
með miklum upplýsingum. Land-
búnaðarrannsóknin fór fram 2011
og tölur um fjölda búpenings eru að
mestu miðaðar við upplýsingar um
stöðuna árið 2010.
2592 býli eru með landbúnað-
arstarfsemi á landinu þar af 770 á
Suðurlandi og er það sá landshluti
þar sem flest býli eru.
Á næstum tíunda hverju býli á
Suðurlandi eru tekjur meiri af öðr-
um störfum en landbúnaði. Flestir
eru við ferðaþjónustu en rétt á hæla
hennar eru tekjur af verktakastarf-
semi tengdum landbúnaði og önnur
sem ekki tengist landbúnaði beint.
Suðurland er framarlega á mörg-
um sviðum landbúnaðar. Flest hross
eru á Suðurlandi og sömuleiðis naut-
gripir. Sauðfé er hins vegar flest í
Norðurlandi vestra. Heyfengur á
landinu er um þirðjungi minni nú
en fyrir tæpum 30 árum. Hey eru
lang mest r á Suðurlandi eða um sex
hundrað þúsund rúmmetrar.
Nautgripum hefur fækkað á
Suðurlandi miðað við 1998 en þá
voru nautgripir um eitt þúsund
fleiri á Suðurlandi en nú er. Í dag er
neysla kindakjöts ekki helmingur á
við neysluna fyrir tæpum 30 árum.
Á sama tíma hefur neysla alifugla-
kjöts á íbúa meira en fimmfaldaast.
Breytingarnar eru gífurlegar.
Könnuð var samsetning bústofns
á búunum sem upplýsingar fengust
frá. Miðað er við að á býli þurfi að
vera búskapur með að minnsta kosti
einn kost af eftirfarandi; 20 fjár, 10
nautgripi eða 10 hross til að teljast í
hefðbundinni búfjárrækt. Flest býli
á landinu eru blönduð með fleiri en
eitt af hverju. Flest býli teljast þó þar
sem ein búgrein er stunduð: 663
býli eru einvörðungu með fé, næst
flest býli eru samsett, fjárbúskap-
ur og hross (635 býli), þá þar sem
einvörðungu eru hross (301 býli).
Fæst eru býlin þar sem eingöngu
eru nautgripir (169 býli).
Sé litið til fjölda er augljóst að
sauðfjárbúskapur og hrossabú eru
mest samhljóma: Athygli vekur að
77% sauðfjár eru á búum sem eru
eingöngu með sauðfé eða sauðfé
og hross og 74% af hrossum eru á
búum sem eingöngu eru með hross
eða sauðfé og hross.
Fram kemur að við samanburð
á skýrslu Hagstofunnar og búfjár-
eftirlitsskýrslum kemur í ljós mikill
munur á fjölda hrossa. Stafar hann
af því að verulegur fjöldi hrossa er í
eigu aðila utan landbúnaðarins – og
þessi hross sem eru umfram eru ekki
síst í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.
Uppskera grænmetis og kartafla nam
13455 tonnum árið 2011. Lang-
mest var framleitt af kartöflum eða
7222 tonn (en var árinu áður 12460
tonn). Uppskera tómata nam 1605
tonnum árið 2011 og gúrku 1582
tonnum. Mesta breytingin í fram-
leiðslu er væntanlega í sveppum. Í
dag eru sveppir í uppskerunni 583
tonn en voru óþekkt stærð fyrir rúm-
um 20 árum. Tímamót urðu með
Flúðasveppum er voru stofnaðir
1984. ÞHH tók saman
Samfylkingin í Suðurkjördæmi efnir til
flokksvals á föstudag og til klukkan 18
á laugardag. Þá er hægt að kjósa beint á
nokkrum kjörstöðum.
Sjá nánar á vefnum http://www.samfylkingin.is/
Kj%C3%B6rd%C3%A6min/Su%C3%B0urkj%C3%B6rd%C3%A6mi
Ferðamennska færist í vöxt sem aukabúgrein og tekjur af öðru en landbúnaði vaxa. myndin er tekin á Síðu, næst er
Hörgsland þar sem ferðamennska er í blóma á eystri bænum.
Mynd: ÞHH