Selfoss - 15.11.2012, Blaðsíða 6

Selfoss - 15.11.2012, Blaðsíða 6
6 15. nóvember 2012 Kærleikskeðja og umburðarlyndi Vallaskóli á Selfossi er þátt-takandi í Olweusaráætl-uninni gegn einelti. 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti og var dagsins minnst í skólum landsins. Vallaskóli tók þátt með því að mynda kærleikskeðju innanhúss. Nemendur og starfsfólk mynduðu manngerða keðju endana á milli í húsnæðinu á Sólvöllum (um 200 metra) og gengu nemendur í gegnum keðjuna og bylgdust um ganga. Þetta var skemmtilegt hópefli í tilefni dagsins. Að auki viljum við minnast á vinnu nemenda með dyggðir, segir á vef Vallaskóla, en í október var dyggðin umburðarlyndi fyrir valinu. Nemendur hafa unnið að sameigin- legu myndverki tengdu dyggðinni sem við vonumst til að afhjúpa fyrir áramótin. En utan þess unnu bekkir með mismunandi verkefni og hér viljum við benda á eitt vídeóverkefni sem 7. bekkur stóð að: Slóðin er http:// www.youtube.com/watch?v=pH6su- hOZI0o . Óhætt er að segja að boð- skapur myndbandsins sé í anda 8. nóvember og átaks gegn einelti. Um allt Suðurland minntust nemendur og starfsmenn dagsins. Í Flóaskóla voru t.d. unnin verk- efni sem tengjast einelti, jákvæðum samskiptum, jákvæðum skólabrag og starfsanda. Hægt er að skrifa undir þjóðar- sáttmála gegn einelti sem er að- gengilegur á heimasíðunni www. gegneinelti.is. Með undirritun skuldbindur fólk sig til að vinna gegn einelti og markmiðið er að fá sem allra flesta til að skrifa undir sáttmálann. Við hvetjum sem flesta til að skrifa undir eftirfarandi sátt- mála: Þjóðarsáttmáli gegn einelti „Við undirrituð skuldbindum okkur til þess að vinna af alefli og einurð gegn einelti í samfélagi okk- ar. Við munum standa vörð um rétt fólks til þess að lifa í sátt og sam- lyndi við umhverfi sitt. Við mun- um sérstaklega gæta réttar barna og ungmenna sem og einnig allra hópa sem ekki eiga sér málsvara eða sterka rödd.Við munum öll hvert á okkar sviði, skuldbinda okkur til þess að hafa áhrif til góðs á nánasta umhverfi okkar. Við ætlum að vera góð fyrirmynd og leggja okkar af mörkum til þess að vinna bug á því samfélagslega böli sem einelti er.” ÞHH Stuðningsmenn Björgvins G. Sigurðssonar Björgvin í 1. sæti Föstudaginn 16. nóvember og laugardaginn 17. nóvember fer fram kosning í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Þeir sem hafa rétt til að kjósa skrá sig inn á xs.is og kjósa með rafrænum hætti. Aðrir sem ekki hafa aðgang að tölvu eða eru ekki með heimabanka geta kosið á Eyrarvegi, sal Samfylkingarinnar, þar sem kjörfundur stendur yfir kl. 13.00-17.00 föstudag og laugardag. Allar upplýsingar um valið í síma 863 5518 eða 612 0216. Opið á efri hæðinni í Tryggvaskála. Tryggjum okkar manni á Alþingi örugga kosningu í 1. sæti. Þak á verðtryggingu fram að upptöku evru Fórnarkostnaður lítillar þjóðar við að halda úti sjálfstæðum gjaldmiðli er afar hár. Beinn kostnaður vegna viðvarandi hærri vaxta hleypur á tugum milljarða á ári. Milljarða kostnaður fellur á heimili og fyrirtæki ár hvert, þegar allt leik- ur í lyndi, en við fall gjaldmiðils í kreppu margfaldast kostnaðurinn við krónuna og kemur fram á mörgum sviðum. Lánin hækka, matur og elds- neyti einnig og almennt dregur úr kaupmætti fólks. Samfylkingin hefur einn flokka svarað því hvert hún stefnir í þessu stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar og lagt fram skýra stefnu í gjaldmiðils- og peningamálum landsins til lengri tíma litið. Aðild að ESB og upptaka evru í framhaldi af því er okkar mark- mið og eini sjáanlegi valkosturinn við núverandi stöðu. Hinsvegar þarf Samfylkingin einsog aðrir flokkar að leggja fram tillögur um skammtímaaðgerðir til að verja húsnæðislán heimilanna fram að upptöku evru. Ein slík aðgerð gæti verið að festa mögulega hækkun neysluverðsvísitölu veittra lána á ári t.d. við tiltekna prósentu, hvort sem það er 2 eða 3% svo dæmi sé tekið. Með slíku þaki á verðtryggingu yrði kostnaði við verðlagsbreytingar skipt af sanngirni á milli lánveitenda og skuldara. Stærstu álitaefnin í aðildarvið- ræðunum við Evrópusambandið eru að tryggja að Ísland haldi fullum yfirráðum yfir fiskimiðunum, helst með sérstöku fiskveiðistjórnarsvæði. Einnig að skapa landbúnaðinum og landsbyggðinni traustan stuðning til að mæta minni tollvernd og semja um tengingu krónu við evru í kjölfar aðildar að ESB. Gangi þetta fram er góður samn- ingur í höfn. Önnur samningsatriði eru léttari viðfangs vegna aukaaðild- ar okkar að sambandinu í gegnum EES-samninginn. Verðtryggð króna í höftum og sí- felldri verðmætarýrnun er valkostur- inn við upptöku evru. Einhliða upptaka annarra þjóða mynta hefur alltaf verið slegin út af borðinu. Enda fylgja því margvíslegar og meirihátt- ar skuldbindingar að hleypa einu samfélagi inn á myntsvæði annars. Afnám verðtryggingar og viðvar- andi lágir vextir eru ekki einu kostirn- ir við að kasta krónunni og taka upp traustan og stöðugan gjaldmiðil. Þeir felast ekki síður í því að byggja upp trausta og stöðuga umgjörð efnahags- mála. Öfluga umgjörð sem bindur endi á tímabil öfgakenndra sveiflna liðinna áratuga. Þær sveiflur hafa þýtt eignaupptöku og kaupmáttarrýrnun hjá almennu launafólki en ábata fyrir útflutningsgreinarnar. Umsóknin um aðild Íslands að Evrópusambandinu er að mínu mati mikilvægasta ákvörðun Alþingis í utanríkismálum um áratugaskeið. Aðildarumsóknin er einstakt tæki- færi til að komast út úr því sam- félagi hafta og sérhagsmuna sem lengi hefur verið til staðar á Íslandi. Aðildin er ekki síður rækileg tiltekt eftir margra áratuga óstöðugleika í gjaldmiðils- og efnahagsmálum. Því er til mikils vinnandi að um- ræðan um aðild sé málefnaleg og hófstillt. Hún hefur einkennst af hræðsluáróðri og heimsendaspá- mennsku sem eiga ekki við nein rök að styðjast. Við höfum í tæpa tvo áratugi verið auka-aðilar að Evrópu- sambandinu án nokkurra áhrifa á störf þess né möguleika á að taka þátt í því sem mestu skiptir fyrir litla þjóð við nyrsta haf; gjaldmiðilssamstarfi. Björgvin G. Sigurðsson, 1. þing- maður Suðurkjördæmis. Kærleikskeðja um alla ganga í valla- skóla. Smáfréttir 4 ára strengjaleikari Um 100 nemendur komu fram á tónleikum strengjadeildar Tónlistar- skóla Árnesinga sem voru haldnir í Selfosskirkju sl. þriðjudag. Sá yngsti var fjögurra ára og lagði sig allan fram eins og þeir eldri sem léku allt upp í strengjakvartett opus 75, Læ- virkjann eftir Haydn. Þá var Abba á dagskrá og Det var en lördag aften – svo að eitthvað sé nefnt. Sem sagt fjölbreytt dagskrá. Mynd: ÞHH nemendur í Flóaskóla héldu upp á Dag gegn einelti.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.