Selfoss - 15.11.2012, Blaðsíða 8
8 15. nóvember 2012
grös in grænu
guðfögur sól
Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar
Hallgrímssonar, 16. nóvember, sam-
kvæmt tillögu menntamálaráðherra
frá árinu 1996.
Það er við hæfi að minnast Jónasar
Hallgrímssonar á þeim degi. Hann
fæddist þann 16. nóvember 1807 að
Hrauni í Öxnadal.
“Þar sem háir hólar,
hálfan dalinn fylla …”
Þannig lýsti hann æskuslóðum sín-
um í Öxnadal.
Ungur missti hann föður sinn í
hörmulegu slysi sem hafði mik-
il áhrif á hann og breytti lífi fjöl-
skyldunnar.
Í upphafi ljóðsins Saknaðarljóð
minnist hann þessara daga.
Þá var ég ungur,
er unnir luku
föðuraugum
fyrir mér saman.
Man ég þó missi
mínn í heimi
fyrstan og sárstan,
er mér faðir hvarf.
Man ég afl andans
í yfirbragði,
og ástina björtu,
er úr augum skein.
Var hún mér æ,
sem á vorum ali
grös in grænu
guðfögur sól.
Man ég og minnar
móður tár,
er hún aldrei sá
aftur heim snúa
leiðtoga ljúfan,
ljós á jörðu
sitt og sinna.
Það var sorgin þyngst.
Eftir dvöl í Bessastaðaskóla heldur
Jónas til Kaupmannhafnar þar sem
hann stundaði fræðistörf í náttúrvís-
indum með jarðfræði og steinafræði
sem sérgreinar.
Skáldið Jónas orti fjölmörg kvæði
og samdi nokkrar sögur á sinni
stuttu ævi. Einnig þýddi hann erlend
skáldverk á íslenska tungu. Hann gaf
ekki sjálfur út bækur með skáldverk-
um sínum en þó birtust sum verka
hans í tímaritinu Fjölni.
Að Jónasi látnum söfnuðu þeir
Konráð Gíslason og Brynjólfur
Pétursson saman kvæðum og sög-
um Jónasar ásamt þýðingum hans
og gáfu út ritsafn Jónasar árið 1847.
Í þessu ritsafni gerðu þeir ýmsar
breytingar á kvæðunum. Í þeim
kvæðasöfnum Jónasar sem síðar
voru gefin út var stuðst við útgáfu
þeirra Konráðs og Brynjólfs og birt-
ust verkin því með þeim breytingum
sem þeir gerðu.
Oft hefur maður hugsað á rölti
um götur Kaupmannahafnar hvern-
ig lífið hafi verið á tímum Jónasar
og félaga.
Það tilheyrir að setjast inn á
Hvít, Hviits Vinstue sem er elsta
krá Kaupmannahafnar frá 1723
(stendur við Kongens Nytorv rétt á
móti Konunglega leikhúsinu (Det
Kongelige Teater). Rétt þar hjá er
önnur skemmtileg krá, Skindbuk-
sen sem er fimm árum yngri og var
einnig vinsæl af Íslendingum. Þar er
alveg sérlega gott danskt hakkebuff
og annað gamaldags danskt góðgæti
– ekki nútíma megrunarfæði.
Örlög Jónasar tengjast kránni á
þann hátt að hann var á heimleið
frá Hviids Vinstue árið 1845, þegar
hann hrasaði í stiganum á leið inn til
sín og lést skömmu seinna.
Þannig lýsir vinur hans Konráð
Gíslason síðustu ævidögum hans.
„15. maí seint um kveldið, þegar
hann gekk upp stigann hjá sjer*)[ St.
Pederstræde 140, 3. Sal], skruppu
honum fætur, og gekk sá hægri í
sundur fyrir ofan ökla; komst hann
þó á fætur og inn til sín, lagðist nið-
ur í fötunum og beið svo morguns.
Þegar inn var komið til hans um
morguninn, og hann var spurður,
því hann hefði ekki kallað á neinn
sjer til hjálpar, sagði hann, að sjer
hefði þótt óþarfi að gjöra neinum
ónæði um nóttina, af því hann vissi,
hvort sem væri, að hann gæti ekki
lifað. Því næst ljet hann flytja sig
í Friðriksspítala en ritaði fyrst til
etazráðs Finns Magnúss-sonar, til
að fá hann til ábyrgðarmanns um
borgun til spítalans. Þegar Jónas var
kominn þangað og lagður í sæng,
var fóturinn skoðaður, og stóðu út
úr beinin; en á meðan því var komið
í lag, og bundið um, lá hann graf-
kyr, og var að lesa í bók, en brá sjer
alls ekki. Þar lá hann fjóra daga, vel
málhress og lífvænlegur yfirlitum; en
fjórða daginn að kvöldi, þegar yfir-
læknirinn gekk um stofurnar, sagði
hann við aðstoðarmenn sína, þegar
hann var genginn frá rúmi Jónasar:
”tækin verða að bíta í fyrra-málið,
við þurfum að taka af lim”; hafði
læknirinn sjeð, að drep var komið
í fótinn, en hins varði hann ekki,
að það mundi dreifast eins fljótt
um allan líkamann, og raun varð á.
Jónas bað, að ljós væri látið loga hjá
sjer um nóttina; síðan vakti hann
alla þá nótt, og var að lesa skemmt-
unar-sögu, sem heitir Jacob Ærlig,
eptir enskan mann, Marryat að
nafni, þangað til að aflíðandi miðj-
um-morgni; þá bað hann um te, og
drakk það, fjekk síðan sinardrátt rjett
á eptir, og var þegar liðinn; það var
hjer um bil jöfnu báðu miðsmorguns
og dagmála, hálfri stundu áður en
taka átti af honum fótinn“.
Konráð Gíslason, vinur Jónasar,
lýsti útliti hans á eftirfarandi hátt í
eftirmælum sem birtust í Fjölni (9.
ár, 1847, bls. 5):
„Jónas var gildur meðalmaður á
hæð, þrekvaxinn og limaður vel, en
heldur feitlaginn á hinum seinni
árum sakir vanheilsu, vel rjettur í
göngu, herðamikill, baraxlaður, og
nokkuð hálsstuttur, höfuðið heldur
í stærra lagi, jarpur á hár, mjúkhærð-
ur, lítt skeggjaður og dökkbrýnn.
Andlitið var þekkilegt, karlmannlegt
og auðkennilegt, ennið allmikið, og
líkt því, sem fleiri enni eru í hans ætt.
Hann var rjettnefjaður og heldur
digurnefjaður, granstæðið vítt, eins
og opt er á Íslendingum, og vangarn-
ir breiðir, kinnbeinin ekki eins há
og tíðast er á Íslandi, munnurinn
fallegur, varirnar mátulega þykkvar;
hann var stóreygður og móeygður,
og verður því ekki lýst, hversu mikið
fjör og hýra var í augum hans, þegar
hann var í góðu skapi, einkum ef
hann ræddi um eitthvað, sem hon-
um þótti unaðsamt um að tala“.
Það er af mörgu að taka þegar
velja á ljóð eftir Jónas. Þegar ég var
ung og las Skólaljóðin þá grét ég
yfir örlögum fallegu rjúpunnar í
kvæðinu Óhræsið. Nú er rjúpna-
veiðtíminn og margir í sínu velmeg-
unarástandi horfa “soltnir” til fjalla
í leit að jólamat.
Ein er upp til fjalla,
yli húsa fjær,
út um hamra hjalla,
hvít með loðnar tær,
brýzt í bjargarleysi,
ber því hyggju gljúpa,
á sér ekkert hreysi
útibarin rjúpa.
Valur er á veiðum,
vargur í fuglahjörð,
veifar vængjum breiðum,
vofir yfir jörð,
otar augum skjótum
yfir hlíð og lítur
kind, sem köldum fótum
krafsar snjó og bítur.
Þarna eru þeir samankomnir á einni mynd á Hviids: Jónas Hallgrímsson skáld, Jóhann Sigurjónsson skáld, Árni Pálsson
prófessor og Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur.
bessastaðaskóli (1805-1846) var eini
framhaldsskóli landsins á sinni tíð. Þar
voru jafnan milli 40 og 60 nemendur
í tveimur bekkjum. Jónas stundaði
þar nám árin 1823-1829. Hægt var að
sækja um svokallaða ölmusu (náms-
styrk) sem nam 40 ríkisdölum árlega.
Samtals voru til úthlutunar 24 heilar
ölmusur á ári.
bréfið hér er umsókn móður Jónasar
árið 1823 um ölmusu handa Jónasi.
Sótt var um til biskups en frá fornu
fari voru latínuskólar undir stjórn kirkj-
unnar. biskup veitti Jónasi hálfa ölm-
usu. efst á bréfinu er bókunarnúmer í
bréfadagbók biskupsembættisins, þ.e.
mál nr. 58, barst 15. júlí 1823. neðst á
bréfið er skráð að því var svarað 25.
júlí 1823. nr. 17 á spássíu merkir að
þetta er umsókn númer 17.
Mynd af vefnum http://www.skjaladagur.
is/2008/001-1-1.html