Selfoss - 15.11.2012, Page 9

Selfoss - 15.11.2012, Page 9
915. nóvember 2012 Rjúpa ræður að lyngi, - raun er létt um sinn, - skýzt í skafrenningi skjótt í krafsturinn, tínir mjöllu mærri mola, sem af borði hrjóta kind hjá kærri, kvakar þakkarorði. Valur í vígahuga varpar sér á teig, eins og fiskifluga fyrst úr löngum sveig hnitar hringa marga. Hnífill er að bíta. Nú er bágt til bjarga, blessuð rjúpan hvíta! Elting ill er hafin. Yfir skyggir él. Rjúpan vanda vafin veit sér búið hel. Eins og álmur gjalli, örskot veginn mæli, fleygist hún úr fjalli að fá sér eitthvert hæli. Mædd á manna bezta miskunn loks hún flaug, inn um gluggann gesta guðs í nafni smaug. Úti garmar geltu, gólið hrein í valnum. Kastar hún sér í keltu konunnar í dalnum. Gæðakonan góða grípur fegin við dýri dauðamóða, - dregur háls úr lið. Plokkar, pils upp brýtur, pott á hlóðir setur, segir: "Happ þeim hlýtur!" - og horaða rjúpu étur. Að sitja í Kaupmannahöfn fjarri fjöl- skyldu og hugsa til fósturjarðarinnar á tímum Jónasar er erfitt að hugsa sér á dögum tölvu, internets, farsíma og Skypes. Er þessi hugsun til í dag? ÉG BIÐ AÐ HEILSA Nú andar suðrið sæla vindum þýð- um. Á sjónum allar bárur smáar rísa og flykkjast heim að fögru landi ísa, að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum. Ó, heilsið öllum heima rómi blíðum um hæð og sund í drottins ást og friði. Kyssið þið, bárur, bát á fiskimiði. Blásið þið, vindar, hlýtt á kinnum fríðum. Vorboðinn ljúfi, fuglinn trúr, sem fer með fjaðrabliki háa vegaleysu í sumardal að kveða kvæðin þín! Heilsaðu einkum, ef að fyrir ber engil með húfu og rauðan skúf, í peysu. Þröstur minn góður, það er stúlkan mín. Réttir eru nýbúnar - það styttist í þorrablót og gleðihald árshátíða en þá eru þessar vísur söngur kvöldsins VÍSUR ÍSLENDINGA Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur, er gleðin skín á vonarhýrri brá? Eins og á vori laufi skrýðist lundur, lifnar og glæðist hugarkætin þá. Og meðan þrúgna gullnu tárin glóa og guðaveigar lífga sálaryl, þá er það víst, að beztu blómin gróa í brjóstum, sem að geta fundið til. Látum því, vinir, vínið andann hressa, og vonarstundu köllum þennan dag, og gesti vora biðjum guð að blessa og bezt að snúa öllum þeirra hag. Látum ei sorg né söknuð vínið blanda, þó senn í vinahópinn komi skörð, en óskum heilla og heiðurs hverjum landa, sem heilsar aftur vorri fósturjörð. Fjárfestingaráætlun – hagfelld, skapandi og græn Síðastliðið vor var fjárfesting-aráætlun ríkisstjórnarinnar kynnt. Markmiðin með henni eru margþætt en fyrst og fremst er henni ætlað að sporna gegn at- vinnuleysi og stuðla að fjölbreyttri atvinnuuppbyggingu sem um leið hefur jákvæð áhrif á hagvöxt. Fjár- festingaráætlunin er fjármögnuð með nýju veiðileyfagjaldi og arði af eignarhlutum í bönkunum. Í fjárlagafrumvarpinu sem ég mælti fyrir í september sl. er upp- hæð veiðileyfagjaldsins að finna en tilgreint að áætlaður arður af eignarhlutum í bönkunum kæmi með breytingartillögum við 2. um- ræðu fjárlaga þar sem óljóst væri hversu miklar tekjur fengjust vegna arðgreiðslna. Nú er niðurstaðan fengin og ljóst að fjárfest verður fyrir 4,2 milljarða króna sem koma með veiðileyfagjaldi og fyrir 6,1 millj- arð króna sem koma með arði frá bönkunum. Helstu verkefnin eru miklar samgöngubætur á landsbyggðinni ásamt nýrri Vestmannaeyjaferju og rannsóknum og framkvæmd- um við Landeyjarhöfn, fangelsi á Hólmsheiði og myndarlegur stuðn- ingur við húsafriðun. Hús íslenskra fræða rís í Reykjavík og umtalsverð- ir fjármunir verða veittir til upp- byggingar ferðamannastaða og inn- viða þjóðgarða og friðlýstra svæða. Kirkjubæjarstofa verður byggð og hefst bygging hennar á næsta ári og sóknaráætlun landshluta efld. Viðhaldsverkefnum á byggingum í eigu ríkisins verður fjölgað. Öll þessi verk skipta verulegu máli fyrir byggðirnar sem þeirra munu njóta og munu styrkja innviði samfélags- ins svo um munar. Með fjárfestingaráætluninni er há- skóla- og atvinnulíf framtíðarinnar jafnframt stóreflt með auknu fé til Rannsóknasjóðs og Tækniþróunar- sjóðs ásamt sérstökum áhersluvið- miðum stjórnvalda í vísinda- og atvinnumálum. Græna hagkerfið verður styrkt og einnig skapandi greinar, s.s. Kvikmyndasjóður og verkefnasjóðir fyrir myndlist, bók- menntir, hönnun og tónlist. Einnig verða teknar upp endurgreiðslur kostnaðar fyrirtækja vegna fjár- festinga, rannsóknar og þróunar sem draga úr neikvæðum umhverfisáhrif- um af starfssemi þeirra og stuðlað er að vistvænum innkaupum. Vegna skuldsetningar hefur ríkissjóður ekki getað ráðist í fjár- festingar svo heitið geti eftir hrun. Nú þegar færi gefst með arði af nátt- úruauðlindum og eignarhlutum í bönkum er ráðist í verk sem styðja við hagvöxt og fjölbreytni í atvinnu- lífi. Fjárfestingaráætlunin er liður í nýrri sókn fram á veginn eftir efna- hagsáfallið. Hún er metnaðarfull og framsækin, skapandi og græn. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar „Vinaminni“ í Þjórsárskóla Staðurinn á að minna okkur á mikilvægi vináttunnar og að koma vel fram við aðra. 8. nóvember er sérstakur dagur á Íslandi sem tileinkaður er baráttu gegn einelti. Við í Þjórsárskóla tók- um þátt í deginum og við segjum STOPP við einelti. Nemendur höfðu allir fengið innlegg um Olweus og einelti og bjuggu í framhaldi af því til hend- urnar sínar og skrifuðu inn í þær hvað þeir geta gert sjálfir til þess að koma í veg fyrir einelti og byggja upp jákvæð samskipti. Starfsfólk skólans tók líka þátt. Hendurnar voru síðan settar upp á vegg og mynda saman orðið STOPP. Um hádegi komu allir nemendur og starfsfólk skólans saman úti á skólalóðinni og í tilefni dagsins var vígður fallegur staður og honum gefið nafnið „Vinaminni“. Staður- inn á að minna okkur á mikilvægi vináttunnar og að koma vel fram við aðra. Þangað er hægt að fara í frímínútum og eiga góða stund með vinum sínum og vinkonum. Stundinni lauk með því að við tókum höndum saman utan um Vinaminni til þess að sýna samstöðu okkar. Skindbuksen í Kaupmannahöfn. Einkum er stuðst við efni Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns um Jónas Hallgrímsson jonashallgrimsson.is og bók Páls Valssonar um Jónas: Jónas Hallgrímsson, ævisaga. Kristjana Sigmundsdóttir tók saman. vinaminni á að minna okkur á mikilvægi vináttunnar og að koma vel fram við aðra.

x

Selfoss

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.