Selfoss - 15.11.2012, Blaðsíða 14

Selfoss - 15.11.2012, Blaðsíða 14
14 15. nóvember 2012 Síðustu sýningar á Rummungi ræningja í Þorlákshöfn Leikfélag Ölfuss sýnir næst á laugar- dag 17. nóvember klukkan 14 og sunnudag 18. Nóv á sama tíma, laugardag 24. nóvember kl. 14:00 og sunnudag 25. nóvember kl. 14:00 - Allra síðasta sýning! Nú fer hver að verða síðastur að sjá þessa flottu og skemmtilegu sýningu! Miðapantanir í síma 692-2761 og 664-6454 Sýnt í Versölum (miðasala opnar kl. 13:00 á sýningardögum). Miðaverð kr. 2000. Enginn posi. Jól í skókassa Jól í skókassa er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Allir nemendur í Þjórs- ársskóla tóku þátt í verkefninu fyrir þessi jól og bjuggu allir nemend- ur skólans til „skókassa“ sem þeir skreyttu og fylltu af gjöfum. Til þess að lifa! Þeir togast án afláts um völdin: þeir stæla og stríða. Og stafkrókum beita þeir mest sem kunna ekki að skrifa. Í sveiflunni milli tveggja andstæðra tíða við titrandi óma styðst ég – til þess að lifa. Upphafsljóð skáldsins Ólafs Jó- hanns Sigurðssonar í bók hans Virki og vötn heitir Í sveiflunni og hér að ofan er niðurlag ljóðsins. Það á erindi við samfélag okkar 2012 rétt eins og 1978. Á þeim aldarþriðjungi hefur stór hópur fjáraflamanna, þar með þingmenn, gefið sig fram til að stýra Íslandi til bættra kjara og meira frelsis en gættu sín ekki – hvað þá okkar þegna þessa lands – svo ýmsir féllu í gildru græðginnar, margir að ósekju, en Ólafur heldur áfram að yrkja um óma: Eirðarlaus tónn sem öngvum tengist sveimar um hug þér sviftir þig ró – sveimar og leitar á löngum dægrum vakir um nætur og vekur upp þrá. Aldrei vill hann þýðast aðra tóna eirðarlaus sveimar þó önd sé þreytt. Gistihús, ferðalög, sjoppur og virki eru hugleikin skáldinu sem dregur af næmleika upp eina myndina af annarri handa lesandanum: Og í nálægri höll er náttmyrkur bruggað sem berast skal í dögun um byggðir þessa lands. Þú heyrir dyn hinna hraðgengu véla þegar fals og lygar falla á hvítt. Um nytsemd lækjarins yrkir Ólafur: Öngvum er þessi lækur líkur hann lofar mömmu að þvo í hyl hagræðir straumnum henni í vil og hróðugur kveður langan brag blár sem heiðloftið hér um bil – þar hanga til þerris aðrar flíkur. Því guðsmóðir einnig svo góðan dag greip til að koma öllu í lag. Svo sest Ólafur Jóhann hjá gleðinni, yrkir um sumarmánuðinn fyrsta, talar um gróðrarskúri hörpu sem gangi hjá við geislastaf og heilsar svo á Jónas í leiðinni: Út í skúra-hjúfrið hlýtt hlauptu á augabragði: Allt er nú sem orðið nýtt eins og skáldið sagði. Ólafur Jóhann fæddist 1918, átti æskuár sin nærri bökkum Sogsins og 16 ára gaf hann út fyrstu bók sína, Við Álftavatn. Sem sagnaskáld haslaði hann sér völl í íslenskum bókmenntum en bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs hlaut hann fyrstur Íslendinga árið 1976 fyrir ljóðabækurnar Að laufferjum og Að brunnum. Úr Harð Haus (15) Ingi Heiðmar Jónsson Eignaumsjón er óháður fagaðili þegar kemur að rekstri húsfélaga og rekstrarfélaga – og því frábær lausn fyrir eigendur atvinnuhúsnæðis. Í okkar umsjá ertu í góðum höndum - við sjáum um fjármálin, fundina, undirbúning framkvæmda og viðhalds og annarra þátta sem þarf að leysa. Er húsfélagið í lausu lofti ? » Vantar óháðan aðila til að annast málefni húsfélagsins eða rekstrarfélagsins ? Eignaumsjón hf . – Suður landsbraut 30 – Sími 585 4800 – afgreids la@eignaumsjon. is – www.eignaumsjon. is Málefni aldraðra Eins og við vitum er aldurs-samsetning þjóðarinnar að breytast og sífellt fleiri Ís- lendingar ná háum aldri. Að sjálf- sögðu ber að fagna því, en við þurf- um að vera undir það búin að veita þessum hópi þá þjónustu sem hann hefur þörf fyrir. Til þess að geta mætt þeirri þjón- ustuþörf sem þegar er til staðar þarf að hraða uppbyggingu hjúkr- unarheimila á Suðurlandi eins og kostur er. Þjónustuþörfin mun ekki gera neitt annað en að aukast til mik- illa muna á næstu árum þannig að uppbyggingin verður að vera stöð- ug ef við eigum að mæta framtíðar þjónustuþörf í málaflokknum. Nú þegar er möguleiki að fjölga hjúkr- unarrýmum á einstaka heimilum með því að breyta dvalarrýmum í hjúkrunarrými. Þó ekki sé um mörg rými að ræða þá munar um alla aukningu í þjónustunni. En það er ekki nóg að byggja ný hús. Þjónustan og það innra starf sem fram fer á heimilunum þarf að vera metnaðarfull. Hugmyndafræðin í þjónustunni skiptir miklu máli. Við þurfum að þróa þjónustuna við aldrað fólk þannig að hún verði sveigjanlegri og meira einstakling- smiðuð heldur en raunin er í dag. Við eigum ávallt að setja okkur það markmið að auka lífsgæði og sjálfstæði aldraðra óháð því hver þörf hvers og eins er fyrir þjónustu. Sjálfsákvörðunarrétturinn á ávallt að vera í öndvegi í þjónustunni. Aldr- aðir eins og allir aðrir eiga sjálfir að ákveða hluti sem hafa að gera með þeirra persónulega líf eins og t.d. hvernig þjónustunni við þá eigi að vera háttað og hvar þeir óska eftir að búa. Arna Ír Gunnarsdóttir félagsráðgjafi og bæjarfullrúi í Svf. Árborg. Býð mig fram í 3. sæti í flokksvali Sam- fylkingarinnar í Suðurkjördæmi.. Smáfréttir

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.