Selfoss - 15.11.2012, Blaðsíða 12
15. nóvember 201212
Að hætti hússins
KÚSKÚS Kristjana Sigmundsdóttirkristjanasig@simnet.is
Borgarholtsskóli við Mosaveg sími 5351700 www.bhs.is
Upplýsingar um námið veitir
Þórkatla Þórisdóttir í síma 8561718
Umsóknarfrestur er til 1. desember
Félags- og tómstundanám
Viðbótarnám félagsliða
D R E I F N Á M
Nám á netinuNám með starfi
Kúskús (couscous) er í Mag-hreb-ríkjum Norður-Afríku, Marokkó, Túnis og Alsír jafn
sjálfsagður hluti hins daglega matar-
æðis og t.d. pasta á Ítalíu, hrísgrjón
í Asíu og kartöflur á Íslandi.
Sennilega má í öllum heimshlut-
um finna merki þess að fólk hafi
borið fram einhverskonar kolvetna-
gjafa sem meðlæti eða til að drýgja
máltíðina. Í Norður-Afríku er notast
við kúskús sem á uppruna sinn að
rekja til komu hveitis, nánar til-
tekið Semolina, til svæðisins. Þetta
kornmeti er venjulega borið fram
í ríflegum skömmtum með þar til
gerðum norður-afrískum mat og er
í raun orðinn samnefnari yfir ýmis-
konar rétti frá svæðinu. Þannig er
oft talað um kúskús með kjúklingi,
lambakjöti eða kúskús með grænmeti
sem á þá við einhverskonar norður-
afríska rétti sem bornir eru fram með
kúskús.
Ég á eftir að fjalla um kjötrétti
frá Norður-Afríku en þeir eru afar
bragðgóðir og oft litríkir. Mér fannst
upplifun að borða í Marokkó þegar
við heimsóttum það land fyrir
nokkrum árum.
En nú ætla ég að fjalla um kúskús
sem léttan rétt í hádegi en ekki sem
meðlæti.
Að eiga pakka af kúskús í vinnunni
gefur frábær tækifæri í gott, hollt og
skemmtilegt salat í hádeginu. Að
setja kúskús í skál, part af hænsnaten-
ingi út í og sjóðandi vatni hellt yfir
– látið standa í fimm mínútur (lesið
á pakkanum um hlutföll). Einnig er
gott að setja út í t.d. kanil, engifer,
kardimommur, karrý eða hvað sem
manni dettur í hug. Afgangar að
heiman frá kvöldinu áður sem hægt
er að hita í örbylgju eru góðir með.
Líka er hægt að setja alls konar kál og
grænmeti brytjað og blanda saman.
Ef maður er með aðstöðu í
vinnunni eða er bara heima í eldhúsi
og langar í eitthvað gott í hádeginu.
Þá er fínt að athuga hvað er í kæli-
skápnum.
Það má t.d. sneiða lauk, hvítlauk,
eldpipar (chili), tómata, sveppi,
paprika og brokkoli. Láta grænmetið
linast í olíu á pönnu, salta og pipra eftir
smekk og hella síðan yfir kúskúsið og
hrært saman. Gott er að geta klippt
yfir kórander eða basílíku. Síðan er
nauðsynlegt að kreista sítrónu yfir.
Svona salat má líka nota sem meðlæti
bæði með kjöt- og fiskréttum.
Verði ykkur að góðu.
Suðurkjördæmi
- stórt og víðfeðmt
Suðurkjördæmi er stórt og víð-feðmt kjördæmi. Það teygir anga sína frá Garðskagavita í
vestri að Hvalnesskriðum í austri.
Mikilvægt er að framboðslistar
stjórnmálaflokkanna endurspegli
þessa miklu breidd og fjölbreytni.
Svæðið austan Þjórsár er strjálbýlt og
fámennt samanborið við önnur svæði
innan kjördæmisins. Engu að síður –
og jafnvel vegna þess – er gríðarlega
mikilvægt að innan framboðanna eigi
þetta svæði sér sterkan málsvara.
Atvinnumálin mikilvæg
Atvinnumál eru þessu svæði ákaf-
lega mikilvæg. Mikil þörf er á því
að renna fleiri stoðum undir at-
vinnulífið á svæðinu til þess að efla
búsetu til framtíðar. Vaxtarsprotarnir
í atvinnulífinu liggja víða. Við höf-
um öll fylgst með ævintýralegum
uppgangi í ferðaþjónustunni og að
þeim vaxtasprota á að hlúa. Að mínu
viti þá mun Vatnajökulsþjóðgarður
gegna lykilhlutverki í því að styðja
við og efla ferðaþjónustu á svæðinu.
Að þessu leyti mun náttúruvernd
fara saman við nýtingu.
Svæðisbundið samstarf og
samgöngumál
Ljóst er að leita verður allra leiða
til þess að styðja við búsetu á svæð-
inu því hún á mjög undir högg að
sækja að ýmsu leyti. Hlúa verður
að svæðisbundnu samstarfi til þess
að gera svæðinu kleift að taka þátt
í svæðisáætlunum 20/20 áætlunar
ríkisstjórnarinnar af fullum krafti.
Samgöngumál skipta líka miklu
máli. Nauðsynlegt er að fækka
einbreiðum brúm á leiðinni frá
Selfossi að Hornafirði. Ekki skipt-
ir síður máli að berjast fyrir því að
allir eigi aðgang að háhraðaneti. Það
er forsenda fyrir samkeppnishæfni
svæðisins bæði hvað varðar nám og
atvinnu. Þetta eru forgangsmál fyrir
uppbygginguna á þessum svæðum.
Hver er ég?
Ég er 36 ára gamall kennari og
bæjarfulltrúi fyrir Samfylkinguna á
Hornafirði og hef verið í bæjarstjórn
Hornafjarðar frá árinu 2006. Ég tel
mikilvægt að þessi austasti hluti
kjördæmisins og sá strjálbýlasti eigi
sinn fulltrúa á lista Samfylkingar-
innar í Suðurkjördæmi. Þetta er ein
af meginástæðunum fyrir því að ég
býð mig fram í flokksvali Samfylk-
ingarinnar í Suðurkjördæmi og óska
eftir stuðningi í 2. – 4. sæti.
Árni Rúnar Þorvaldsson,
bæjarfulltrúi á Hornafirði.
Býð mig fram í 2. – 4. sæti í
flokksvali Samfylkingarinnar í
Suðurkjördæmi.