Vesturland - 24.10.2013, Side 4

Vesturland - 24.10.2013, Side 4
4 24. október 2013 Vesturland 10. tBl. 2. ÁrGanGur 2013 Útefandi: Fótspor ehf., Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason sími 824-2466, netfang: amundi@fotspor.is. auglýsingar: Sími: 578-1190 & netfang: auglysingar@fotspor.is. ritstjóri: Geir A. Guðsteinsson, sími: 898-5933 & netfang: geirgudsteinsson@simnet.is. umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 6.400 eintök. dreifing: Íslandspóstur. Fríblaðinu er dreiFt í 6.400 eintökum í allar íbúðir á akranesi, dreiFbýli á akranesi og í borgarnesi. blaðið liggur einnig Frammi á helstu þéttbýlisstöðum á Vesturlandi Senn fer í gang kosningavetur og munu störf bæjar- og sveitarstjórna á Vesturlandi sem og í öðrum landshlutum mótast af því. Það verða prófkjör, forval eða með öðrum hætti ákveðið eins og bara með upp- stillingu, og reikna má með að krafturinn verði meiri þegar líður að þorra. Þá fá kjósendur að sjá hvað þeim stendur til boða, hverjir skipa framboðslistana. Rétt eins og áður eru margir kallaðir til, en fáir útvaldir. Einhverjar hreyfingar eru þegar meðal íbúa stærstu byggðarlaganna á Vesturlandi um um framboð, sumir hafa ákveðið að hella sér í slaginn, aðrir eru að kanna jarðveginn og reyna að komast að því hvort einhver grundvöll sé fyrir framboði þeirra meðal flokkssystkinanna og enn aðrir eru jafnvel að huga að sérframboðum sem eru þá óháð pólitískum flokkum. Svo fara aðrir jafnvel í framboð fyrir nýja lista, og gera sér auðvitað von um bullandi brautargengi. Nú opnast möguleikar fyrir þá sem hafa verið í ,,bakröddunum”, en telja að nú sé þeirra tími kominn. Til að ná kjöri til setu í bæjar- eða sveitarstjórn þarf viðkomandi að búa í sveitarfélaginu, væri ekki athugandi að sama regla gilti um Alþingi? Það er stundum rætt um jafnt hlutfall karla og kvenna á framboðslistum, og það er af hinu góða, en stundum verður þetta hlutfall sérkennilegt þegar hópurinn er allur saman kominn. Í sumum sveitarfélögum er hlutfallið jafnvel hagstætt konum. Í Snæfellsbæ eru þær fjórar af sjö bæjarfulltrúum og það sama er í Grundarfjarðarbæ, þrjár af sjö í Dalabyggð, þrjár af sjö í Stykkishólmsbæ, fjórar af níu í Borgarbyggð, þrjár af sjö í Hvalfjarðarsveit en aðeins tvær af níu í Akraneskaupstað. Þessar upplýsingar eru byggðar á niðurstöðum kosninganna 2010 en einhverjar breytingar kunna að hafa orðið á kjörtímabilinu. Sum sveitarfélög hafa tekið upp þann sið, að vísu í afar litlu mæli, og fara með fundi sveitarstjórnar út til íbúanna. Það ættu þau sveitarfélag sem stærst eru að flatarmáli að taka til alvarlegrar athugunar, gera síðan hlé á fundinum til að gefa fundargestum kost á að bera fram fyrirspurnir og spjalla við bæjar- fulltrúa um sín hugðarmál. Nú í aðdraganda prófkjöra eða uppstillinga ber að kanna hug frambjóðenda til þessa. Ef þessi tilraun að koma til íbúana hefur mistekist, þá ber einnig að segja frá því. Alvarlegur á upplýsingum um það hvað er að gerast í sveitarstjórninni leiðir bara til áhugaleysis íbúa sem er alls ekki hagkæmt, hvorki fyrir hinn almenna íbúa eða kjörna fulltrúa þeirra. Vonandi verður ráðin bót á því, kannski gerist það með nýju blóði í nýjum bæjar- og sveitarstjórnum sem koma til starfa í í júnímánuði 2014. Hver veit! Geir A. Guðsteinsson ristjóri Jafnt hlutfall karla og kvenna á kosningavetri Leiðari Hvalfjarðarsveit: Beiðni Akraneskaupstaðar um sameiningarviðræður hafnað Hugmyndum um sameingu Akraneskaupstaðar, Borgar-byggðar og Hvalfjarðarsveitar var hafnað á fundi sveitarstjórnar Hval- fjarðarsveitar fyrir skömmu. Bæjar- stjórn Akraness fór fram á viðræður um slíka sameiningu á dögunum. Ástæðan fyrir höfnuninni er talin einkum vera sú að viðræður væru ótímabæar þar sem skammt væri síðan skammt væri síðan sveitarfélagið Hvalfjarðarsveit hafi orðið til við sameiningu fjögurra sveitarfélaga 20. nóvember 2004, þeirra Hvalfjarðarstrandarhrepps með 154 íbúa, Innri-Akraneshrepps með 121 íbúa, Leirár- og Melahrepps með 132 íbúa og Skilmannahrepps með 152 íbúa. Samtals fjögur sveitarfélög með 559 íbúa og fækkaði þá sveitarfé- lögum á landinu í 95 talsins. Í dag er íbúafjöldi Hvalfjarðarsveitar um 630 manns. Fleiri sameiningar hafa orðið á Vesturlandi á undanförnum árum. 23. apríl 2005 sameinuðust Borgarbyggð með 2.593 íbúa, Borgarfjarðarsveit með 670 íbúa, Hvítársíðuhreppur með 84 íbúa og Kolbeinsstaðahreppur með 100 og til varð sveitarfélagið Borgarbyggð með 3447 íbúa en í dag er íbúafjöldi sveitarfélagsins um 3.600 manns. Ári seinna, eða 20. febrúar 2006, samein- uðust Dalabyggð með 638 íbúa og Saurbæjarhreppur með 77 íbúa undir nafni Dalabyggðar með 715 íbúa og voru þá sveitarfélög í landinu orðin 82 talsins. Flest urðu sveitarfélög í landinu 229 talsins árið 1950 samkvæmt upp- lýsingum Hagstofunnar en eru í dag 74 talsins. Á fundi Byggðaráðs Borgarbyggðar 7. okóber sl. var lagt fram bréf frá Akraneskaupstað þar sem óskað er eftir viðræðum við Hvalfjarðarsveit, Skorradalshrepp og Borgarbyggð um sameiningu sveitarfélaga. Páll Brynjars- son sveitarstjóri greindi frá því að hann hafi fengið fundarboð frá bæjarstjóra Akraness þar sem kynnt verður sam- þykkt bæjarstjórnar Akraness. Samþykkt bæjarstjórnar Akranes Á fundi bæjarstjórnar Akranes 24. september sl. var eftirfarandi tillaga samþykkt með atkvæðum allra bæj- arfulltrúa: ,,Bæjarstjórn Akraness samþykkir að óska eftir viðræðum við sveitastjórnir Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps og Borgarbyggðar um hvort sameining þessara sveitar- félaga gæti orðið íbúum þeirra hag- kvæm. Ef jákvæður vilji verður til að skoða málið frekar munu þessi fjögur sveitarfélög gera með sér samkomulag um framhald málsins. ” Í greinagerð með tillögunni segir m. a. að á uund- anförnum árum hafi fjölmörg verkefni færst á hendur sveitarfélaga frá ríkinu. Að flestra mati hafi þessi tilflutningur bætt þjónustu og má þar nefna rekstur grunnskóla og rekstur málefna fatlaðra. Áðurnefnd sveitarfélög hafa um árabil átt í nánu samstarfi vegna sameigin- legra hagmunamála og má í því sam- bandi nefna Orkuveitu Reykjavíkur, Faxaflóahafnir, almenningssamgöngur og yfirtöku á málefnum fatlaðra. Mik- ill vilji er til þess að aukin og flóknari verkefni færist til sveitarfélaga svo sem rekstur heilsugæslu og löggæslu. Til þess að þessi þróun haldi áfram og tryggi um leið bætta þjónustu við íbúa er ljóst að sveitarfélögin þurfa að stækka. Á aðalfundi Samtaka sveitarfé- laga á Vesturlandi kom fram í máli inn- anríkisráðherra að ekki yrði af frekari sameiningu sveitarfélaga með lagaboði heldur eingöngu vegna frumkvæðis íbúanna sjálfra. Aukið samstarf eða sameining fyrrnefndra sveitarfélaga er forsenda bættrar þjónustu við íbúa þeirra og tryggir um leið samkeppn- ishæfni þeirra allra. Saurbæjarkirkja á Hvalfjarðarströnd. Hvatningarverðlaun og umhverfisviðurkenningar Akraneskaupstaðar: : Furugrund 44 fallegasta lóðin Hinar árlegu umhverfisviður-kenningar Skipulags- og umhverfisnefndar Akra- neskaupstaðar voru afhentar 30. september s. l. Að þessu sinni hlutu eigendur að Furugrund 44, Guð- mundur Sæmundsson sjómaður á FAXA og Ingibjörg Eygló Jónsdóttir, viðurkenningu fyrir framúrskarandi umhirðu húss og lóðar í flokknum fallegasta einkalóðin. Lóðin er einstaklega vel hirt með mikinn fjöl- breytileika í gróðri. Þar má m. a. finna plöntur úr íslensku flórunni, rósir, jarðaberjaplöntur, glæsilegt eplatré o. fl. Guðmundur og Ingibjörg hlúa vel að nánasta umhverfi og eiga miklar þakkir skildar fyrir umhirðu á göngu- stíg við lóðina. Hvatningarverðlaun til fyrirtækja hlaut Gísli Stefán Jónsson ehf. fyrir lóðina að Ægisbraut 11. Á árinu 2013 hefur lóðin tekið miklum stakka- skiptum til batnaðar. Lóðarhafi og eigandi fyrirtækisins Gísli Stefán Jóns- son, hefur sýnt mikinn metnað í því að gera lóð sína og nánsta umhverfi snyrtilegt og aðlaðandi. Í ávarpi Regínu Ásvaldsdóttur bæj- arstjóra lagði hún áherslu á mikilvægi góðrar umhirðu húsa og lóða sem breytir ásýnd bæjarins og eykur lífs- gæði íbúa. Guðmundur Valsson, for- maður nefndarinnar sagði í ræðu sinni að viðurkenningarhafar væru öðrum íbúum til fyrirmyndar og hvatningar til betri umhirðu í bænum okkar. ,,Við erum í garðinum mörgum stundum og það er einstaklega gef- andi,” segir Ingibjörg Eygló Jónsdóttir. ,,Það halda sumir að á Akranesi sé ekki hægt að vera með fallega garða, hér sé svo oft rok og rigning. Það er mesti misskilningur, en stundum hvessir auðvitað hér og rignir. Trjágróður er hér orðinn nokkur og veitir skjól og svo veitir Akrafjall auðvitað skjól þegar vindur stendur úr þeirri átt. Lóðin að Furugrund 44 er með mikinn fjölbreytileika í gróðri og vel hirt. Prestkosningar í Staðastaða- prestakalli annan laugardag Átta umsækjendur eru um embætti sóknarprests í Staðastaðarpresta- kalli í Vesturlandsprófastsdæmi sem aug- lýst var laust til umsóknar nýlega. Um- sóknarfrestur rann út 26. september sl. Umsækjendur eru: • Arnaldur Máni Finnsson, guð- fræðingur • Séra Bára Friðriksdóttir • Davíð Þór Jónsson, guðfræðingur • Elín Salóme Guðmundsdóttir, guð- fræðingur • Jóhanna Magnúsdóttir, guðfræðingur • Ólöf Margrét Snorradóttir, guð- fræðingur • Páll Ágúst Ólafsson, guðfræðingur • Séra Ursula Árnadóttir Sóknarbörn í Staðastaðarprestakalli hafa farið fram á almenna prestskosn- ingu í prestakallinu í stað þess að val- nefnd velji sóknarprestinn. Slíkt er leyfilegt ef þriðjungur atkvæðisbærra sóknarbarna í prestakallinu fer fram á það. Ákveðið er að kosning sóknar- prests í Staðastaðarprestakalli, Vestur- landsprófastsdæmi fari fram milli kl. 10:00-18:00, laugardaginn 2. nóvem- ber 2013 í félagsheimilinu Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshreppi. Prestssetrið að Staðarstað.

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.