Reykjanes - 12.12.2013, Qupperneq 8
8 12. desember 2013
Heimsókn í Jónshús
Í lok nóvember skruppum við hjónin í aðventuferð eldri borgara á vegum Icelandair til Kaupmannahafnar.
Alltaf jafn yndislegt að heimsækja
borgina. Hópurinn fór í heimsókn í
Jónshús. Það var fróðlegt að hlusta á
Jón Runólfsson, staðalhaldara segja
frá sögu og starfsemi hússins. Einnig
fræddi okkur Sigrún Gísladóttir, fv.
skólastjóri um húsið.
Margvísleg starfsemi fer fram alla
daga vikunnar í Jónshúsi. Meðal fastra
viðburða hússins eru: Sunnudagskaffi,
kóræfingar þriggja íslenskra kóra, ís-
lenskuskólinn fyrir grunnskólanem-
endur, kirkjuskóli yngri barna, kon-
ukvöld, bókmenntakvöld, félagsvist,
safnaðarfundir, fermingarfræðsla,
kirkjlegar athafnir, AA fundir, Al Anon
fundir, opið bókasafn og prjónakvöld
auk ýmissa félags og menningartengdra
viðburða.
Enginn Íslendingur, sem fer til
Kaupmannahafnar ætti að láta heim-
sókn í Jónshús framhjá sér fara. Best er
að fara inná www. jonshus. dk þar sem
allar upplýsingar er að finna.
S. J.
Skuldaleiðréttingin:
Glíman hafin – en henni er ekki lokið
Dagurinn 30. nóvember var stór dagur og mun eiga sinn sess í sögubókum framtíðar-
innar. Þann dag kynnti ríkisstjórn
Framsóknarflokks og Sjálfstæðis-
flokks tillögur um skuldaleiðréttingu
á verðtryggðum stökkbreyttum hús-
næðislánum.
Eignalausa kynslóðin
Alveg síðan að Hrunið varð haustið
2008 hafa heimili landsins beðið eftir
aðgerðum. Núverandi ríkisstjórn lof-
aði aðgerðum því það er mun dýrara
fyrir samfélagið að skilja heimilin
eftir í skuldum og heila kynslóð eftir
eignalausa, en að leysa vandann. Sér-
fræðingahópurinn að baki skuldaleið-
réttingunni hefur nú skilað afar
vandaðri skýrslu og á heimasíðu For-
sætisráðuneytisins má finna skýrsluna,
Spurt og svarað, glærukynninguna og
fleira sem að gagni kemur til að átta
sig á í hverju aðgerðirnar felast: http:/
/ www. forsaetisraduneyti.is/
Leiðréttingin
Leiðréttingin er almenn aðgerð sem
felst í að verðtryggð húsnæðislán verða
færð niður um fjárhæð sem svarar
verðbótum umfram 4,8% sem féllu til á
tímabilinu desember 2007-ágúst 2010.
Tekið verður tillit til fyrri úrræða, m.
a.110% leiðarinnar. Hámarksfjárhæð
niðurfærslu er 4 milljónir á heimili
og leiðréttingin verður gerð á fjórum
árum. Þessi leið mun ekki hafa þenslu-
hvetjandi áhrif á samfélagið að mati
sérfræðinga. Gert er ráð fyrir að
leiðréttingin fari fram um mitt árið
2014 og úrræði séreignarsparnaðar
hefjist sama ár. Þeir sem nýta sér
bæði úrræðin geta fengið um 20%
höfuðstólslækkun fyrir lok árs 2017
að gefnum forsendum um verðbólgu,
lánsfjárhæð og launaþróun.
Nær til flestra heimila
Skattfrjálsan séreignasparnað geta allir
nýtt sér, ekki bara skuldarar heldur líka
ungt fólk sem býr í foreldrahúsum og
leigjendur. Með því að bjóða upp á
þennan möguleika þá nær aðgerðin til
100 þúsund heimila í landinu af 125
þúsund, en aðeins 21 þúsund heimila
eru skuldlaus. Aðrir skulda eða leigja.
Gagnrýnt hefur verið að hátekjufólk
muni græða mest á séreignarsparnað-
arleiðinni en það er ekki rétt, þar sem
þakið er 500 þús. kr. á heimili á ári, sem
miðast þá við að samanlögð mánaðar-
laun heimilis séu um 700 þús. kr. Sú
staðreynd að þak sé á leiðréttingunni
upp á 4 millj. króna tryggir líka að fyrst
og fremst sé verið að koma til móts við
millistéttina og bæta kjör sem flestra
heimila en flestir skulda minna en 25
milljónir króna.
Þörf á frekari aðgerðum
til að leysa vandann
Heimilin eru grunneining samfélags-
ins. Ef þau virka ekki þá er kyrrstaða.
Aðgerðaráætlun í tíu liðum um lausn
á skuldavanda heimilanna var sam-
þykkt á Alþingi í sumar: http:/ / www.
althingi.is/ altext/ 142/ s/ 0009. html
Skuldaleiðréttingin var aðeins einn
liður í þeirri áætlun. Það er ljóst að
verkefnin framundan eru fjölmörg.
Skuldaleiðréttingin ein og sér leysir
ekki vanda allra, en hún er skref í rétta
átt. Framundan eru bjartari tímar og
nýtt framfaraskeið íslenskrar þjóðar.
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þing-
maður Framsóknarflokksins
Stórkostleg ljósadýrð
Margir Íslendingar hafa heimsótt Tívolí í Kaup-mannahöfn. Langflestir
hafa komið þar við á sumartíma og
hrifist af umhverfi og öllu sem þar
er boðið uppá. Fyrir nokkrum árum
var það tekið upp að opna Tívolí
um miðjan nóvember og setja allt
í jólalegt. Það er stórkostlegt að sjá
öll jólaljósin. Það er mikil fegurð.
Fullt er af alls konar sölubásum,
veitingastaðir eru opnir. Meira að
segja eru nokkur leiktæki opin. Hér
koma nokkrar svipmyndir.
Hópurinn í ferðinni
Jónshús
Glæsileg axlabönd Jóns. saga hússins. Þjóðfundurinn 1851.
emil Guðmundsson,fararstjóri.
Jón runólfsson.
sigrún Gísladóttir.
Jón sigurðsson.