Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1993, Side 30

Læknablaðið - 15.11.1993, Side 30
360 LÆKNABLAÐIÐ sem fyrstu mælistærðir til að meta slagæðaþrengingar til ganglima. Af þessum aðferðum má fullyrða að mæling á hlutfalli blóðþrýstings í ökkla og armi sé mikilvægust (8,9). Ef engin óeðlileg slagæðaþrengsli eru fyrir hendi er fyrrnefnt hlutfall venjulega á bilinu 0,95 til 1,2, bæði í hvíld og eftir létta áreynslu. Þetta hlutfall getur þó hækkað lítillega við áreynslu hjá fólki með heilbrigt æðakerfi en lækkað sé um einhverjar slagæðaþrengingar að ræða (6,10). Hversu mikil lækkunin verður fer eftir eðli slagæðaþrenginga á hverjum stað, svo sem lengd þrengsla, minnsta þvermáli þrengsla og fjölda þrengdra staða (10). Reynist ökkla/arms stuðullinn vera <0,9 er talin vissa fyrir því að slagæðasjúkdómur sé fyrir hendi (95% næmi og allt að 100% sértæki) (11). Ökkla/arms stuðull sem er 0,5 eða lægri þykir benda til mikilla þrenginga eða lokana á stærri slagæðum til ganglima. Við svo lágt hlutfall eru horfur að jafnaði slæmar um framvindu sjúkdómsins (6). Til viðmiðunar má nefna að ökklaþrýstingur, sem er aðeins 70 mm Hg eða lægri, og táþrýstingur, sem er aðeins 40 mm Hg eða lægri, benda eindregið til að slagæðasjúkdómur ganglima haldi áfram að versna (9). í rannsókn okkar var könnuð fylgni ökkla/arms hlutfalls blóðþrýstings við tvo helstu áhættuþætti slagæðasjúkdóma, það er að segja reykingar og kólesteról hjá karlmönnum á aldrinum 40-60 ára sem hafa engin einkenni um slagæðasjúkdóma í ganglimum. Það kann að vera áhugavert að fylgjast með þessum hópi manna í framhaldsrannsókn og meta forspárgildi niðurstaðnanna með tilliti til slagæðasjúkdóma og breyttra reykingavenja (11,12). AÐFERÐIR Öllum körlum á aldrinum 40 til 60 ára, sem höfðu mætt til rannnsóknar á hjarta og æðakerfi í Rannsóknarstöð Hjartaverndar á árunum 1987-89 og höfðu hvorki sögu né einkenni um blóðþrýstingshækkun eða sjúkdóma í slagæðum og höfðu mælst með kólesterólgildi <220 eða >270 mg/dl var boðið til rannsóknar okkar. Tafla I. Skipting rannsóknarhóps í fjóra undirhópa eftir kólesterólgildi og reykingavenjum. Kólesteról Aldur (Ár±sd) Fjöldi (mg/dl±sd) Reykingar Hópur 1 ... .. 38 195±19 nei 47±6 Hópur 2 ... .. 10 294±14 nei 49±6 Hópur 3 ... .. 14 301 ±38 já 49±5 Hópur 4 ... .. 30 192±24 já 48±6 ± sd = Staöalfrávik Af 120 boðuðum körlum mættu 92 (77%) til rannsóknarinnar. Þátttakendum var skipt í tvo hópa í samræmi við lág (<220 mg/dl) og há (>270 mg/dl) kólesterólgildi mæld hjá Rannsóknarstöð Hjartaverndar. Allir höfðu mælst með blóðþrýsting innan eðlilegra marka, eða undir 160/95 mniHg í að minnsta kosti tvö skipti. Blóðþrýstingur var mældur á hægri handlegg eftir fimm mínútna hvíld í liggjandi stöðu, og lesið af við I og V Karotoff hljóð. Fyrrnefndum tveimur hópum var síðan skipt eftir reykingavenjum í tvo undirhópa, þá sem notuðu reyktóbak og hina sem aldrei höfðu notað það. Með þessum hætti fengust fjórir hópar manna (tafla I). í hópi 1 voru 38 karlmenn. Af þeim hafði enginn reykt og kólesteról hafði mælst undir 220 mg/dl. Meðalgildi kólesteróls reyndist veral95 (159-218) mg/dl. Meðalaldur manna í hópi 1 var 47 (44-55) ár. I hópi 2 voru 10 karlmenn. Enginn hafði reykt en kólesteról mælst yfir 270 mg/dl. Meðalgildi kólesteróls var 294 (275-322) mg/dl. Meðalaldur karlmanna var 49 (41-58) ár. í hópi 3 voru 14 karlmenn. Allir reyktu og kólesteról hafði mælst yfir 270 mg/dl. Meðalgildi kólesteróls var 301 (271-402) mg/dl. Meðalaldur var 49 (42-57) ár. í hópi 4 voru 30 karlmenn. Allir reyktu en kólesteról hafði mælst undir 220 mg/dl. Meðalgildi kólesteróls var 192 (134-213) mg/dl. Meðalaldur var 48 (42-61) ár. Til mælinga var notaður tækjabúnaður frá Medasonics. Þetta er tækjasamstæða (Vasculab SA, Non-Invasive Vascular Diagnostic System) með tvístefnu-Doppler (tveir dopplernemar, 5 megarið og 8 megarið),

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.