Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1993, Side 37

Læknablaðið - 15.11.1993, Side 37
LÆKNABLAÐIÐ 367 Breyttar sönnunarkröfur 1. Almennt. A undanförnum árum hefur verið talsvert rætt hvort eðlilegt sé að gera sömu sönnunarkröfur til sjúklinga sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni vegna saknæmrar háttsemi lækna eða annars starfsfólks sjúkrastofnana og gerðar eru til annarra tjónþola. Talað hefur verið um að eðlilegt sé að snúa sönnunarbyrðinnni við, þannig að læknirinn þurfi að sanna að hann hafi ekki sýnt af sér saknæma háttsemi (2). 2. Sjónarmið tjónþolanna (sjúklinganna). Bent hefur verið á að sönnunaraðstaða sjúklinga sé oft mjög erfið. Mat á því hvort um læknamistök hafi verið að ræða byggist á sérfræðilegu mati. Sjúklingar eru yfirleitt ekki færir um að meta hvort mistök hafi verið gerð. Oft telja sjúklingar að um eðlilegar óumflýjanlegar afleiðingar læknismeðferðar sé að ræða, þegar í raun er um afleiðingar að ræða sem hægt hefði verið að komast hjá ef viðkomandi læknir hefði staðið vel í stykkinu. Sjúklingurinn veit oft ekki að meðhöndlun hans hefur verið með óeðlilegum hætti. Hann kemst að því fyrir tilviljun, til dæmis þegar læknir sem síðar tekur við sjúklingi, fer að gagnrýna fyrri meðferð á honum. Oft eru sjúklingar ekki með meðvitund þegar hin meintu mistök eiga að hafa átt sér stað, aðgerðir fara fram í svæfingu og geta því ekki borið vitni um hvað gerðist. Stundum eru þeir undir áhrifum lyfja, þannig að hægt er að gera vitnisburð þeirra tortryggilegan og svo framvegis. Þegar sjúklingar eru að reyna að afla sér gagna rekast þeir oft á þagnarmúr af hálfu sjúkrastofnana. Sjúkraskrár eru stundum ófullkomnar, þær hafa ekki að geyma mikilvægar, nauðsynlegar upplýsingar, vegna þess að á þeim tíma, sem atburðurinn átti sér stað, var allt með eðlilegum hætti, afleiðingarnar komu ekki í ljós fyrr en síðar. Sjúklingum finnst oft erfitt að afla upplýsinga frá öðrum læknum, þeir séu tregir til að tjá sig um málið, vegna þess að mistök eins læknis eru mistök allrar stéttarinnar. Oft líða mörg ár þar til mál sjúklinga eru tekin fyrir í dómstólum. Vitni, þar með talið starfsfólk sjúkrahúsa, eru löngu búin að gleyma atburðum. 3. Frá sjónarhóli lœknastéttarinnar. Gegn ofangreindum rökum hefur verið bent á það, að sjúklingar, sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni vegna læknamistaka, eigi ekki að njóta betri »kjara« en aðrir tjónþolar. Það sem sagt hefur verið um rök fyrir því að snúa sönnunarbyrðinni við hvað þá varðar, megi heimfæra undir fjöldann allan af öðrum tjónþolum. Hvað um viðskiptavini lögmanna, verkfræðinga, arkitekta, iðnaðarmanna? Þá er bent á að oft á tíðum sé starfsferill þeirra lækna sem verða fyrir málsókn eyðilagður. Það að draga úr sönnunarkröfum geti leitt til þess að bótaábyrgð verði dæmd í tilfellum þar sem engin mistök hafi átt sér stað, að óhappatilviljun verði flokkuð undir saknæman verknað. Slíkar reglur geti leitt til þess að læknar fari að hugsa meir um eigin hag en sjúklinganna. Þeir hugsi fyrst og fremst um það að baktryggja sig fyrir hugsanlegum málsóknum. Afleiðingarnar geta orðið að hver einasti sjúklingur er sendur í alls konar óþarfar rannsóknir og skoðanir, læknar þori ekki að framkvæma áhættusamar aðgerðir, eða framkvæmi óþarfa rannsóknir og aðgerðir, sem leiði til mikils kostnaðar fyrir heilbrigðiskerfið. Það verði farið að ofrannsaka og oflækna. Bent hefur verið á að þessi þróun hafi átt sér stað í Bandaríkjunum. Tryggingariðgjöld lækna í Bandaríkjunum hafa rokið upp. Kostnaðinum við iðgjöldin er svo að sjálfsögðu velt yfir á sjúklingana eða sjúkratryggingarfélögin. Dæmi eru um að fæðingarlæknar greiði nú allt að 400 þúsund dollara í tryggingariðgjöld á ári, það eru tæpar 30 milljónir íslenskra króna. Mikill fjöldi lögsókna út af meintum fæðingarmistökum í Bandaríkjunum hefur leitt til þess að fæðingarlæknar hafa í auknum mæli snúið sér frá fæðingarhjálp og farið út í til dæmis ófrjósemisaðgerðir, sem aftur hefur leitt til að erfitt getur reynst að manna allar stöður fæðingarlækna. Bandarísku læknasamtökin (American Medical Association) telja að »defensive medicine« (3) kosti bandarískt samfélag um 25 milljarða dollara á ári (það er 1.775 milljarðar íslenskra króna í tryggingaiðgjöld, kostnað við að verjast málsóknum og þess háttar). 4. Hlutlœg bótaábyrgð? Þeirri skoðun hefur verið hreyft að koma eigi á hlutlægri ábyrgð

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.