Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2007, Qupperneq 45

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2007, Qupperneq 45
Meistarinn Kristín Skúladóttir Matgæðingurinn DV Helgarblað Föstudagur 25. maí 2007 45 Kristín Skúladóttir hjúkrunarfræð- ingur býður upp á tvær ólíkar upp- skriftir í dag. „Súpuuppskriftin kem- ur frá mömmu og er alltaf jafn vinsæl í fjölskyldunni. Hægt er að gera hana sem hversdagsmat og vera þá með ýsu og rækjur og léttan rjóma, en meira spari með því að nota fleiri tegund- ir af fiski og humar og hörpudisk og feitan rjóma,“ segir Kristín sem einn- ig ætlar að kenna lesendum að búa til chilli-sultu. „Chilli-sultan er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hún er góð sem meðlæti með ostum, kæfu og paté, en langbest finnst mér hún með góðum rjómaosti á ristuðu brauði.“ Fiskisúp smjör eða olía til steikingar 1 stór laukur 1-2 hvítlauksrif 1 stór gulrót 2-3 sellerístönglar 1 paprika 3 meðalstórar kartöflur 1 dós tómatmauk 1 lárviðarlauf 2-3 meðalstórar kartöflur 1 tsk basilíka 1 tsk sítrónupipar salt eftir smekk 4 bollar vatn 1 grænmetisteningur 800 g fiskur 1 bolli rækjur 1 peli rjómi eða matreiðslurjómi Laukur og hvítlaukur saxað smátt og grænmetið skorið í ten- inga. Látið krauma í smjöri/olíu í smá stund. Þá er tómatmauki og kryddi bætt út í og látið malla í nokkrar mín- útur. Vatni og grænmetisteningi bætt við og látið sjóða í 5-10 mín. Fiskur- inn settur út í og suðan látin koma upp. Þá er rjóminn settur út í og síðast rækjurnar og rétturinn hitaður í gegn. Borið fram með góðu brauði. Til tilbreytingar er gott að bæta við til dæmis humri og hörpudiski. Chilli-sulta 4 rauðir chillipiparávextir 1 stór rauð paprika 300 g sykur 150 ml eplaedik gulur sultuhleypir (melatin) Chillipipar skorinn langsum og öll fræ hreinsuð úr. Paprikan einnig fræ- hreinsuð. Allt sett saman í mixer með sykri og eplaediki og saxað smátt. Sett í pott og soðið saman í 5-10 mínútur. 2 matskeiðum af gulum sultu- hleypi bætt í og soðið í 1-2 mínútur til viðbótar. Sett á hreinar krukkur. Súpuuppskrift frá mömmu og bragðgóð sulta „Ég skora á Þórunni Sæv- arsdóttur hjúkrunarfræðing sem ég vinn með á Landspít- alanum. Hún er mikil matar- kona og lumar eflaust á mörg- um góðum uppskriftum.“ Chianti Classico og Ítalskir dagar ítalía er mesta vínræktarland verald-ar og toskanía eitt helsta vínhérað landsins. Chianti er svæðið á milli Pisa, Flórens, arezzo og si-ena. Chianti er skipt í 8 héruð og er Chianti Classico miðsvæðið milli Flórens og siena. meginþrúga svæð- isins og undirstaða Chianti-vínanna er sangiovese. Hún þarf mikinn hita og þurrk en nær sér ekki á strik í köldu árferði. Chianti-nafnið hefur verið notað frá 14. öld en svæðið hefur stækkað verulega frá fjórða áratug síðustu aldar. Forsætisráðherra ít- alíu, Bettino ricasoli, lagði til staðal eða upp- skrift að Chianti-vínum fyrir hálfri annarri öld. samkvæmt henni er 70% sangiovese, 15% Canaiolo Nero og 10% af hvítvínsþrúgunum trebbiano og malvas- ia, sem notaðar voru til að mýkja tannínið í vínunum. töluvert hefur verið slakað á þessum kröfum á síðustu tveimur áratugum en sangiovese-þrúgan er enn ráð- andi. Lengi vel voru Chianti-vínin þekkt sem frekar tilþrifalítil vín í litlum flöskum með tágakörfu utan um og voru gjarnan notaðar sem kerta- stjakar. Framleið- endur sem ekki fóru eftir hefð- bundnum stöðl- um lentu utan flokkunarinnar en vegna mikilla gæða þeirra var farið að tala um „ofur-toskaníu- vín“. Þetta hefur breyst mikið á síð- ustu árum og eru sumir jafnvel farnir að tala um „ofur-Chi- antivín“. Ég prófaði þrjú vín frá Chianti og hvet les- endur til að nýta sér ít- alska daga í ríkinu. tilboð- in gilda til mánaðamóta. Pálmi jónasson vínsérfræðingur DV Campomaggio Chianti Classico 2004 Vínið er að mestu gert úr sangiovese-þrúgunni. Þykkt og dumbrautt að lit. dökk ber í nefi, kirsuber, sólber, döðlur og krydd. Plómur og jafnvel bláber í munni. Ljúft og gott vín þótt það sé hvorki sérlega flókið né margslungið vín. Bestu kaupin af þessum þremur vínum. 1490 krónur en 1390 krónur á ítölskum dögum. Félsina Berardenga Chianti Classico 2005 Berardenga-svæðið er í suðaustanverðu Chianti Classico. Þetta vín er eingöngu gert úr sangiovese- þrúgunni og er sett á eikartunnur í 12 mánuði. dumbrautt að lit. angan af berjamó, leðri og sólberj- um. Bláber og sólber í munni með krydd- og jarðar- keim. 2190 krónur en 1990 krónur á ítölskum dögum. Castello di Querceto Chianti Classico 2005 Francois-fjölskyldan rekur eitt þekktasta víngerðarhúsið í greve. Vínið er úr sangiovese (92%) og Canaiolo (8%) og þroskast í eikartunnum í 10 til 12 mánuði. í nefi talsverður hnakkur og skógarbotn, ásamt hefðbundnum berjum og kryddi. sveskjur og krækiber í munni. Frekar mikið tannín sem skilur eftir sig örlitla beiskju í eftirbragði. Eins og mér finnst oft raunin með ítölsk vín þá var flókin og mikil lykt við opnun en með tímanum varð einföld jarðarlykt ráðandi. Batnaði ekki eftir því sem leið á kvöldið og olli að því leyti nokkrum vonbrigðum. Ágætis vín engu að síður sem fær að halda þriðja glasinu. 1790 krónur. Einkunn í vínglösum: IIIII Stórkostlegt IIII Mjög gott III Gott II Sæmilegt I Slakt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.