Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2007, Síða 2
MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 20072 Fréttir DV
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Flestir hafa
náð heilsu
Rúmlega 40 manns fengu
matareitrun á Kárahnjúkum
þann 19. apríl og á annan tug
manna varð líklega eða örugg-
lega fyrir veikindum af völdum
mengaðs lofts í göngum Kára-
hnjúkavirkjunar í aprílmánuði.
Flestir virðast hafa náð heilsu
á ný, en mikilvægt að það verði
staðfest með læknisskoðun.
Eftirlit með mengunarmæl-
ingum hefur verið hert eftir at-
vikið, viðmiðunarmörk vegna
hættulegrar mengunar munu
hafa verið lækkuð tímabundið og
læknar tilkynna nú hvert hugs-
anlegt atvik og tengsl þess við
vinnuumhverfið.
Fimmtán
ára þjófur
Héraðsdómur Suðurlands
dæmdi á föstudaginn fimm-
tán ára dreng skilorðsbund-
ið til tveggja ára fyrir þjófn-
að, innbrot og vörslu fíkni-
efna. Í lok síðasta árs braust
drengurinn, í félagi við annan
mann, meðal annars inn í
Vallaskóla á Selfossi og stal
þaðan tölvubúnaði. Dreng-
urinn játaði öll brotin á sig
fyrir dómi. Frá því brotin voru
framin hefur drengurinn
haldið áfram á sömu braut
og hefur meðal annars verið
handtekinn fyrir vopnað rán í
verslun í Reykjavík og hrotta-
lega árás á leigubílstjóra.
Gengið gegn
slysum
Efnt verður til fjöldagöngu
gegn umferðarslysum á morg-
un klukkan 17:00. Tilgang-
ur göngunnar er að vekja fólk
til umhugsunar um afleiðing-
ar hraðaksturs og þess að aka
undir áhrifum áfengis, fíkniefna
eða lyfja. Hugmyndin kviknaði
hjá hópi hjúkrunarfræðinga við
Landspítala-Háskólasjúkrahús,
sem fékk strax fjölmargar bar-
áttukveðjur og stuðningsyfirlýs-
ingar úr ýmsum áttum. Safnast
verður saman við sjúkrabílamót-
töku LSH við Hringbraut, Eiríks-
götumegin.
Þögn ekki sama
og samþykki
Talsmaður neytenda hefur
sent íslensku flugfélögunum
tilmæli þess efnis að valreitir
fyrir viðbótarþjónustu verði ekki
fylltir út fyrirfram þegar flug-
far er pantað af netinu. Með því
er til dæmis átt við forfallagjald
sem ekki allir neytendur vilja
eða þurfa. Grundvallaratriði er
að fólk samþykki sérstaklega það
sem það kaupir, og var það sjón-
armið haft að leiðarljósi þegar
tilmælin voru send flugfélögun-
um. Í tilmælunum kemur einnig
fram að þögn sé ekki það sama
og samþykki og því skuli þessir
reitir vera óútfylltir.
Pítsustaður í Árbænum leyfir gestum ekki að nota klósettið:
Skólabókardæmi um lélega þjónustu
Á veitingastaðnum Pizzeria
Rizzo geta viðskiptavinir ekki feng-
ið að nota salerni. Gísli Gíslason,
einn af eigendum staðarins, segir
veitingahúsið ekki fylgja hefðbund-
um veitingahúsastaðli. Jóhannes
Gunnarsson, formaður Neytenda-
samtakanna, segir að fólkið sem rek-
ur þennan stað ætti frekar að snúa
sér að öðru.
Á vefsíðu fyrirtækisins segir að
Pizzeria Rizzo sé veitingastaður.
Gísli segir staðinn settan upp sem
skyndibitastað en ekki veitingahús.
„Okkur eru settir ákveðnir annmark-
ar frá Heilbrigðiseftirlitinu. Klósett
starfsmanna er innan við vinnuað-
stöðuna og því er okkur óheimilt að
leyfa viðskiptavinum að nota það.
Það er andstætt reglunum að hleypa
viðskiptavinum þangað sem unnið
er með matinn.“ Gestir Rizzo Pizz-
eria eiga kost á að sækja matinn og
borða heima, en geta einnig sest nið-
ur í einn af þar til gerðum básum og
neytt matar síns.
Gísli segir að húsið hafi verið
byggt sem apótek en ekki veitinga-
sala. „Við höfum íhugað að laga þetta
og koma upp klósetti fyrir viðskipta-
vinina en það myndi kalla á rekstr-
arstöðvun. Þetta er því staðan í dag.
Fólk má borða hér ef það vill en ef
það þarf að fara á klósettið getum við
ekki heimilað það.“
Formaður Neytendastofu sagð-
ist hafa haldið að samkvæmt reglum
bæri stöðum sem þessum að vera
með salernisaðstöðu. „En hvað sem
því líður þá er þetta allavega arfaslök
þjónusta,“ segir Jóhannes. „Ég held
að fólkið sem rekur þennan ætti að
snúa sé að öðru. Það kann greini-
lega ekki að þjónusta fólk. Maður
veit dæmi þess að ef viðskiptavinir
verslana þurfa skyndilega að komast
á salerni þá er það mál bara leyst. Á
þeim stöðum er viðskiptavinurinn
í fyrirrúmi. Þetta háttarlag á pítsu-
staðnum er skólabókardæmi um lé-
lega þjónustu.“
erla@dv.is
Pizzeria Rizzo Gestir
veitingastaðarins geta ekki
fengið að nota salerni.
Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmála-
ráðherra segir það vera grimmilegt
og ómanneskjulegt að hjónum sé
stíað í sundur á síðustu æviárunum,
vegna þess að hjúkrunarheimili geta
ekki tekið við þeim. Slíkt eigi ekki að
geta gerst í velferðasamfélagi.
„Það er bara mannréttindabrot
að aðskilja fólk á síðustu árum æv-
innar og það verður að taka skipu-
lega á þessum málum,“ segir Jó-
hanna.
DV hefur fjallað ítarlega á síð-
ustu vikum um hjón sem hafa ver-
ið aðskilin í ellinni eftir áratuga löng
hjónabönd. Í síðasta helgarblaði
greindu feðgarnir Sigurður Hólm
Gunnarsson og Gunnar Bollason
frá því hvernig aðskilnaður for-
eldra Gunnars á síðustu árum æv-
innar, dró hjónin niður í þunglyndi
og vonleysi. Eftir sextíu ára hjóna-
band var þeim stíað í sundur og það
var ekki fyrr en Svanhildur Júlíus-
dóttir, var orðin það veik að hjónin
gátu ekki notið samvista hvors ann-
ars, að hún fékk inn á
sama hjúkrunarheim-
ili og Bolli eiginmað-
ur hennar. Svanhildur
andaðist fyrr í þessum
mánuði.
Vistunarmat stuðli
ekki að aðskilnaði
Reglur um vistunar-
mat hafa staðið í vegi
fyrir því að eldri hjón
geti dvalist saman, ef
annar aðilinn í hjóna-
bandinu þarf að dvelj-
ast á hjúkrunarheimili.
Aðspurð segir Jóhanna
það mikilvægt að vist-
unamatið komi ekki í veg fyrir að
hjón geti verið saman á efri árun-
um. „Það verður að horfa í gegnum
fingur sér hvað varðar þetta vistun-
armat, ef það kemur í veg fyrir að
hjón geti verið saman,“ segir hún.
Ný ríkisstjórn áformar að fjölga
einbýlum og hraða uppbyggingu
hjúkrunarrýma fyrir aldraða. Jó-
hanna segir nauðsynlegt að ganga
í þessi mál strax. „Það er mann-
réttindabrot að bjóða þúsund eldri
borgurum upp á að deila herbergj-
um með ókunnugum á síðustu ævi-
árunum. Það þarf að bjóða þessu
fólki miklu fleiri valkosti. Það á að
geta valið um að vera heima lengur
ef það vill og það þarf að efla heima-
hjúkrun til mikilla muna.“
Full heimaþjónusta
Þrátt fyrir að Jóhanna telji nauð-
synlegt að bæta aðbúnað aldraðra
svo komist verði hjá því í framtíð-
inni að aldraðir verði aðskildir seg-
ist hún ekki geta gefið neitt upp um
tímasetningar, einkum vegna þess
að málaflokkurinn heyrir fram að
næstu áramótum undir heilbrigðis-
ráðuneytið. „Ég tel þó afar brýnt að
vinna strax að þessum málum og ég
geri ráð fyrir því að verða í samstarfi
við heilbrigðisráðherra þar til verk-
efnaflutningurinn á sér stað,“ segir
hún. Jóhanna
segist jafn-
framt stefna
að því að
full þjón-
usta
verði í
boði
heima
fyrir
svo fólk
þurfi síð-
ur að fara
á hjúkr-
unar-
heim-
ili. „Það
er þó
vandamál
að heima-
þjónusta og
heimahjúkrun
séu ekki á sömu
hendi og það er
mikil óhagræð-
ing í því. Ég myndi
vilja taka strax á
þeim málum en ég
hef ekki forræði yfir
þeim í augnablikinu.“
Jóhanna Sigurðardóttir telur vera það mannréttindabrot að aðskilja öldruð hjón vegna
þess að annar aðilinn í hjónabandinu þarf að dvelja á hjúkrunarheimili. Hún segir mál-
efni eldri borgara ekki þola neina bið. Reglur um vistunarmat á hjúkrunarrýmum koma
í veg fyrir að öldruð hjón geti búið saman á síðustu æviárunum.
Hjónin Bolli A. Ólafsson og Svan-
hildur M. Júlíusdóttir voru gift í
tæplega sextíu ár og bjuggu saman
alla tíð. Vegna veikinda Bolla voru
þau aðskilin frá hvort öðru síðustu
æviárin, heilbrigðiskerfið bauð ein-
faldlega ekki upp á að þau væru vist-
uð saman á hjúkrunarheimili. Svan-
hildur andaðist fyrr í mánuðinum
eftir langvinn veikindi.
Feðgarnir Gunnar Bollason og
Sigurður Hólm Gunnarsson eru
allt annað en sáttir við aðstæðurn-
ar sem foreldrar Gunnars bjuggu
við síðustu æviárin. Þeir segja hjón-
in hafa sokkið niður í þunglyndi
og vonleysi vegna þess að ekki var
mögulegt að vista þau saman. Þeir
eru báðir sárir og reiðir yfir því að
hafa þurft að horfa upp á þau svona.
Nú þegar baráttunni fyrir að gömlu
hjónin geti verið saman er lokið
ákváðu feðgarnir að segja sögu sína.
Þeir telja nauðsynlegt að opna um-
ræðuna og vekja athygli á þessum
málum.
Fengu ekki inni á Eir
Harmsaga hjónanna hófst þegar
Bolli fékk heilablóðfall og í kjölfar-
ið lamaðist hann. „Mamma gat ekki
verið með hann heima eftir að hann
fékk heilablóðfallið. Hann fékk því
pláss á hjúkrunarheimilinu Sunnu-
hlíð í Kópavogi og var búinn að vera
þar í tvö ár þegar hún síðan greind-
ist með alzheimer. Þegar mamma
greindist með sjúkdóminn, þá
spurðum við systkinin hana hvort
hún hefði hug á að vera hjá pabba.
Þau voru afskaplega samrýnd hjón
og hún vildi að sjálfsögðu vera hjá
honum,“ segir Gunnar.
Fjölskylda hjónanna fór strax að
sækja um á hjúkrunarheimilum fyr-
ir þau. Á hjúkrunarheimilinu Eir í
Grafarvogi töldu þau sig hafa fund-
ið herbergi sem hentaði þeim ágæt-
lega. Þar áttu þau að geta varið ævi-
kvöldinu í návist hvort annars. „Á
Eir vorum við spurð að því hvar þau
byggju, en á þeim tíma voru þau ný-
lega flutt í Kópavog eftir að hafa búið
í Reykjavík alla sína tíð. Vegna þess
að þau bjuggu í Kópavogi var þeim
vísað frá Eir,“ segir Gunnar.
Í kjölfarið fóru hjónin á biðlista á
hjúkrunarheimilinu í Sunnuhlíð þar
sem Bolli var fyrir. Aðstandendur
þeirra fengu þau skilaboð að nauð-
synlegt væri að fylgja umsókninni
vel eftir og hringja reglulega til þess
að þrýsta á að Svanhildur kæmist
inn. Gunnar segist í góðri trú hafa
haft litlar áhyggjur af því að móð-
ir sín þyrfti að bíða lengi. „Ég hélt í
alvöru að þessi málaflokkur væri í
góðu standi, við fengum sannarlega
að kynnast því að svo var ekki. Síðan
kemur í ljós að við þurftum að lobb-
íera fyrir plássi. Ég get varla ímynd-
að mér hvernig það er fyrir fólk sem
á ekki aðstandendur.“
Ömurlegt að sjá ömmu
og afa svona
Sigurður Hólm Gunnarsson,
barnabarn gömlu hjónanna, seg-
ir það hafa verið ömurlegt að horfa
upp á ömmu sína og afa verða
óhamingjusöm. „Svona aðskilnað-
ur hefur mjög slæm áhrif á fólk sem
vill vera saman. Þau urðu bæði mjög
þunglynd og við horfðum upp á þau
gráta á hverjum einasta degi. Í hvert
skipti sem amma fór að heimsækja
afa voru fagnaðarfundir og sorgar-
fundir á sama tíma. Við horfðum
upp á þetta gamla fólk sökkva djúpt
í þunglyndi og því leið mjög illa.”
Þrátt fyrir að aðstandendur hjón-
anna vissu fyrir víst að Svanhildur
gæti, veikinda sinna vegna, ekki ver-
ið ein heima þá uppfyllti hún ekki
skilyrði til þess að fá vistunarmat á
hjúkrunarheimili. „Það var ekki fyrr
en amma var orðin það veik að það
var ómögulegt að hafa hana eina,
sem hún loks fékk inni,” segir Sig-
urður.
Þegar Svanhildur fékk loks inni
á Sunnuhlíð, hafði hún mjaðma-
brotnað í tvígang og gengist undir
aðgerðir þar sem skipt var um báð-
ar mjaðmakúlur. Uppfrá því var orð-
inn ógjörningur fyrir hana að vera
heima. Hún lá því mánuðum saman
inni á gigtardeild Landspítalans, á
meðan hún beið eftir plássi á hjúkr-
unarheimilinu.
„Eldri borgararnir eru síðan bara
geymdir á sjúkrahúsi vegna pláss-
leysis á hjúkrunarheimilum, en það
eina sem hlýst af því er óhamingja.
Hvaða alheilbrigði maður sem ligg-
ur fastur í sjúkrarúmi mánuðum
saman við þessar aðstæður, verður
veikur sjálfur,“ segir Sigurður.
Kerfið ekki tilbúið
Tvö ár liðu frá því að fjölskyld-
an sótti um fyrir Svanhildi á Sunnu-
hlíð þar til hún fékk inni. „Þegar hún
loksins fékk pláss var hún sett á aðra
deild en pabbi,“ segir Gunnar.
„Líkamleg veikindi hennar voru
eiginlega aukaatriði, því að aðskiln-
aður sem þessi hefur gríðarlega
mikil áhrif á heilsu fólks, andlega
sem líkamlega. Þeir sem hafa verið
saman lengi en eru síðan aðskild-
ir, þeim hrakar. Það særir réttlæt-
iskennd mína að í þessu samfélagi
skuli það viðgangast að fólk, sem
er búið að vinna alla ævi, geti ekki
fengið að eyða ævikvöldinu sam-
an. Einfaldlega vegna þess að kerf-
ið er ekki undirbúið fyrir það,“ seg-
ir Sigurður og dregur djúpt andann.
„Það er virkilega sárt að horfa upp á
ástandið svona. Þetta eru ekki það
margir einstaklingar að það sé ekki
hægt að gera eitthvað í þessum mál-
um,“ segir Sigurður. „Þetta er bara
áhugaleysi hjá stjórnvöldum,“ skýt-
ur Gunnar inn í og lítur á son sinn,
sem jánkar honum.
Þegar Bolli og Svanhildur voru
sameinuð í Sunnuhlíð gátu þau ekki
farið sjálf á milli deilda, enda bæði
bundin við hjólastól. „Ég hugsa til
þess þegar við vorum að koma þeim
saman, þau voru bæði í hjólastól og
þegar þau heilsuðu hvort öðru, þá
kysstust þau alltaf á munninn. Við
þurftum að ýta þeim saman ef þau
vildu kyssast og eins þegar þau voru
að kveðja hvort annað. Þetta er til
marks um hversu samrýnd þau voru
alla tíð,“ segir Gunnar.
Búin að gefa upp alla von
Sigurður segir fjölskylduna ekki
hafa órað fyrir því að kerfið væri
svo gallað að gömlu hjónin gætu
ekki verið saman fyrr en Svanhildur
var orðin svo veik að þau gátu ekki
fyllilega notið þess að vera saman.
Hann gagnrýnir heilbrigðiskerfið
harðlega og segir hugarfarsbreyt-
ingu nauðsynlega. „Heilbrigðiskerf-
ið er byggt upp með það fyrir aug-
um að lækna sjúkdóma, en ekki til
þess að viðhalda heilbrigði. Í tilfelli
ömmu var ekkert hægt að gera fyrir
hana fyrr en hún var orðin nógu veik
og það er alveg ljóst að þeim hrakaði
báðum að hluta til vegna aðskilnað-
arins.“
Gunnar tekur undir með Sigurði.
Hann segist hafa séð það á mömmu
sinni að henni hrakaði dag frá degi.
„Ég sá það í augunum og andlitinu á
henni að hún var rosalega leið, hún
var sár yfir því að geta ekki verið
hjá pabba. Hún var í sannleika sagt
búin að gefa allt upp á bátinn vegna
þess að hún var ekki nálægt honum.
Þau voru ofsalega náin og hamingja
þeirra var alla tíð mikil.“
Ekki í takt við raunveruleikann
Talið berst að stjórnmálum og
föstudagur 22. júní 200712
Helgarblað DV
Grétu á hverjum de
Bolli A. Ólafsson Svanhildur M. Júlí-
usdóttir
Gunnar Bollason
Sigurður Hólm Gunnarsson
veGna aðskilnaðarins
VAlGEir Örn rAGnArSSon
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
„Ég sá það í augunum
og andlitinu á henni að
hún var rosalega leið,
hún var sár yfir því að
geta ekki verið hjá
pabba. Hún var í
sannleika sagt búin að
gefa allt upp á bátinn
vegna þess að hún var
ekki nálægt honum.“
Sigurður Hólm Gunnarsson og Gunnar B
ollason „Á Eir vorum við spurð að því
hvar þau byggju, en á þeim tíma voru þau
nýlega flutt í Kópavog eftir að hafa búið í
reykjavík alla sína tíð. Vegna þess að þau b
juggu í Kópavogi var þeim vísað frá Eir,”
Svanhildur og Bolli Hjónin fengu ekki
notið ævikvöldsins saman þar sem ekki
fékkst pláss fyrir þau á sama hjúkrunar-
heimili. Bolli fékk inni á hjúkrunarheimili
eftir að hann fékk heilablóðfall.
svanhildur átti við veikindi að stríða en
þótti ekki nógu veik til að fá pláss á sama
hjúkrunarheimili.
DV Helgarblað
föstudagur 22. júní 2007 13
Hjónin Helga Þórðardóttir og
Gunnar Jónsson hafa verið gift í
65 ár og búið saman á Selfossi alla
tíð. Gunnar þjáist af heilabilun og
var lagður inn á Sjúkrahús Suður-
lands á Selfossi. Ekkert pláss var
fyrir Gunnar á hjúkrunarheimilum
á Selfossi og í nærsveitum og því
sendu læknar á sjúkrahúsinu hann
á hjúkrunarheimilið á Kirkjubæj-
arklaustri, í óþökk fjölskyldu hans.
Kirkjubæjarklaustur er í um 200
kílómetra fjarlægð frá Selfossi og því
þurfti Helga og fjölskylda hennar að
leggja á sig um 400 kílómetra ferða-
lag í hvert skipti sem þau heimsóttu
Gunnar.
Í DV þann 24. apríl sagði
Helga: „Einn góðan veðurdag
frétti ég það að hann væri á leið-
inni austur á Kirkjubæjarklaust-
ur án þess að við fjölskyldan hans
vissum af því. Við gátum ekki einu
sinni kvatt hann.“
Fjölskyldan var afar reið og
hneyksluð yfir því að Gunnar skyldi
hafa verið sendur á Kirkjubæjar-
klaustur, Helga sagði við DV að hún
treysti sér ekki til þess að keyra þessa
löngu vegalend og þess vegna væri
hún upp á börnin sín komin í hvert
skipti sem hún vildi heimsækja eig-
inmann sinn. Ökuferðin austur á
Kirkjubæjarklaustur og til baka á
Selfoss tók um fimm klukkustundir
og fjölskyldan gat aðeins lagt þetta
ferðalag á sig um helgar. „Auðvit-
að myndi ég vera hjá honum alla
daga, ég myndi sitja með prjónana
mína á hverjum degi og þá myndi
honum finnast hann vera eins og
heima hjá sér. Hann er vanur að
sjá mig sitja með prjónana mína,“
sagði Helga.
Hittast nú alla daga
DV sagði frá því 30. maí að Helga
og Gunnar hefðu fengið lausn á sín-
um málum þegar Gunnar fékk pláss
á hjúkrunarheimilinu á Kumbara-
vogi. Helga kvaðst vera afar glöð yfir
því að málið hefði verið leyst á far-
sælan hátt og það breytti miklu að
geta hitt Gunnar alla daga. „Nú er
hann kominn á Kumbaravog og ég
er mjög ánægð með það. Ég heim-
sæki hann daglega og sit hjá honum
með prjónana mína.“ Kumbaravog-
ur er í aðeins 15 mínútna aksturs-
fjarlægð frá Selfossi og getur Helga
ekið sjálf. Hún sagðist hafa feng-
ið mjög mikil viðbrögð eftir að DV
fjallaði um mál þeirra. „Ég var mjög
ánægð með umfjöllunina og hér um
bil rammaði greinina inn. Það er al-
veg ljóst að þessi umfjöllun átti hlut
að því að greitt var úr málunum.“
tvö hundruð kíló-
metrar aðskildu þau
Helga Þórðardóttir Gunnar Jónsson
Ölvaður á bíl
Ölvaður ökumaður
ók útaf
gatnamótum Lauga
rvatns- og
Biskupstungnabrau
tar aðfara-
nótt sunnudag. Bílli
nn hafnaði á
umferðaskilti en öku
mann sak-
Ökumaður, rúmlega
tvítugur
karlmaður, var á bíl
móður sinn-
ar í leyfisleysi en han
n er sviptur
ökuréttindum. Þega
r Selfosslög-
regla handtók mann
inn fannst
hass í fórum hans. M
aðurinn við-
urkenndi brot sín vi
ð yfirheyrslu.
Hjónin Helga Þórða
rdóttir og Gunn-
ar Jónsson eru á ní
ræðis- og tíræð-
isaldri. Þau hafa ver
ið gift í 65 ár og
búið saman á Selfos
si alla tíð. Gunn-
ar þjáist af heilabilu
n og hefur ver-
ið á sjúkrahúsi un
danfarnar fimm
vikur. Ekkert pláss
er fyrir Gunn-
ar á hjúkrunarheim
ilum á Selfossi
og í nágrenni og þv
í sendu læknar á
Sjúkrahúsi Suðurlan
ds hann á hjúkr-
unarheimilið á Kirk
jubæjarklaustri,
en það er í um það
bil 200 kílómetra
fjarlægð frá Selfossi.
„Þegar hann veik
tist var um
nokkra kosti að ræ
ða, ég neitaði
Kirkjubæjarklaustri
vegna þess að
það var allt of langt
í burtu fyrir okk-
ur. Ég sætti mig hi
ns vegar við að
hann fari á Ljósheim
a, Kumbaravog
eða Ás. Einn góðan
veðurdag frétti
ég það að hann væri
á leiðinni austur
á Kirkjubæjarklaust
ur án þess að við
fjölskyldan hans vis
sum af því. Við
höfðum gefið samþ
ykki fyrir því að
hann færi þangað í
stuttan tíma, en
við vissum ekki hve
nær hann myndi
fara. Síðan frétti ég
það utan úr bæ
að hann hafi verið
sendur austur,
án þess að ég gæti
einu sinni hvatt
hann,“ segir Helga.
Fimm klukkutíma fer
ð.
Helga segir fjölsk
ylduna vera
afar reiða og hneyk
slaða yfir því að
Gunnar skuli hafa
verið sendur á
Kirkjubæjarklaustu
r. Helga keyrir
ekki sjálf og því er
hún upp á fjöl-
skyldu sína komin í
hvert skipti sem
hún vill heimsækja
eiginmann sinn
á hjúkrunarheimil
ið. „Krakkarnir
leyfa mér ekki að k
eyra, ég er búin
að fara tvisvar að h
eimsækja hann
og þetta er rosaleg
a langur bíltúr.
Ég þarf að keyra r
úma tvö hundr-
uð kílómetra hvora
leið til þess að
heimsækja eiginma
nninn. Mér líður
mjög illa yfir þessu þ
ví það er ljótt að
koma svona fram v
ið gamalmenni.
Hann er geymdur
einhversstaðar
einn, langt í burtu f
rá öllum og þarf
að vera einn allan
sólarhringinn.“
Vegna vinnu barn
ana geta hjón-
in ekki hitt hvort a
nnað nema um
helgar. „Við þurfum
að leggja af stað
klukkan níu á mor
gnana og erum
komin til hans um
hádegisbil, síð-
an þurfum við að k
eyra alla leið til
baka, þannig að allu
r dagurinn hef-
ur farið í þetta,“ seg
ir hún.
Myndi heimsækja ha
nn
daglega
Aðskilnaðurinn te
kur mjög á
hjónin og segir H
elga að Gunn-
ar kalli nafn henna
r dag og nótt. Í
hvert skipti sem h
ún hefur heim-
sótt hann á Kirkjubæ
jarklaustur hef-
ur hann haldið að h
ún sé komin til
að sækja hann. „Læ
knarnir segja að
hann muni ekki nafn
ið mitt, en hann
þekkir mig og alla fj
ölskyldumeðlimi
sem koma til að heim
sækja hann.“
Hún segir að ef G
unnar fengi
pláss á hjúkrunarh
eimilinu myndi
hún heimsækja han
n daglega. „Von-
andi kemst hann
á Kumbaravog
fljótlega. Auðvitað m
yndi ég þá vera
hjá honum alla dag
a, ég myndi sitja
með prjónana mína
á hverjum degi
hjá honum og þá
myndi honum
líða vel og finnast h
ann vera eins og
heima hjá sér.Hann
er vanur því að
sjá mig sitja með pr
jónana mína. Ef
hann kemst inn á Ku
mbaravog þá fer
ég þangað á hverju
m degi, en mér
gefst enginn kostur
á því þegar hann
er í þessari fjarlægð.
“
þriðjudagur 24. ap
ríl 2007
Fréttir DV
réttIr
ritstjorn@dv.is
Helga Þórðardóttir
Gunnar Jónsson
ferðast 400 kílómetra
fyrir hverja heimsókn
ValGeir Örn raGn
arsson
blaðamaður skrifar:
valgeir@dv.is
„Krakkarnir leyfa mér
ekki að keyra, ég er
búin að fara tvisvar að
heimsækja hann og
þetta er rosalega lang-
ur bíltúr.“
Allir hagnast á afnámi tekjut
engingar bóta
ilja tónlistar-
nám fyrir alla
„Við viljum að tónlis
tarnám
verði metið til jafns
við allt annað
fyrir hádegisfundi í d
ag um fram-
tíð tónlistarnáms á Í
slandi.
Fjóla segir að tónlist
arnám í
FÍH sé mjög eftirsót
t og miklar
kröfur gerðar til nem
enda. Því sé
slæmt að nemum sé
mismunað
eftir búsetu og aldri
. „Tónlistar-
nám er dýrt og við v
iljum ekki að
það sé einungis aðg
en ilegt ríku
fólki og þeirra börnu
m,“ segir
Fjóla sem býst við líf
legum fundi
þar sem fulltrúar all
ra stjórn-
málaflokkanna hafa
boðað komu
Innbrot og
ölvunarakstur
Brotist var inn í tvö h
ús að-
faranótt mánudags á
höfuð-
borgarsvæðinu. Smá
ræði var
tekið og skemmdarv
erk unninn
þegar brotist var inn
. Þjófanna
er leitað en ekki er b
úið að hafa
uppi á þeim. Ekkert
var um ölv-
unarakstur aðfaranó
tt mánu-
dags. Þó voru sautjá
n manns
teknir ölvaðir undir
stýri yfir
helgina á höfuðborg
arsvæð-
inu. Yngsti stúturinn
var 15 ára
gamall og var á stoln
um bíl
ásamt 16 ára félaga s
ínum.
Helga Þórðardóttir o
g Gunnar Jónsson He
lga getur aðeins heim
sótt eiginmann sinn u
m helgar og þarf að re
iða á aðra til
þess að keyra hana á K
irkjubæjarklaustur.
24. apríl
Sigurður Helgi Guðmundsson, forstjóri
hjúkr-
unarheimilisins Eirar, segir það sárgræ
tilegt að
horfa upp á fólk sem hefur verið aðskilið
í ellinni.
„Ég finn að margir eiga mjög erfitt með a
ðskilnað-
inn eins og skiljanlegt er. Ef annar aðilin
n í hjóna-
bandi þarf að fara á hjúkrunarheimili þ
á er ekki
þar með sagt að hinn aðilinn sé með gilt
vistunar-
mat. Þó eru nokkur hjón hjá okkur sem b
æði hafa
fengið pláss á hjúkrunarheimilunum á
Skjóli og
Eir. Almennt eru þau ánægð með að ver
a saman,“
segir Sigurður.
„Ég veit ekki hvort það hafi verið gerð
rann-
sókn á áhrifum þess að fólk sé aðskilið
í ellinni
gegn vilja sínum, en ég hef séð það þega
r fólk þjá-
ist sitt í hvoru lagi. Ég hef orðið vitni af
því þeg-
ar aðskilin hjón hittast, þá sitja þau og
haldast í
hendur allan daginn. Það kemur sanna
rlega við
mann að sjá hvað fólk nýtur þess að ve
ra saman
þegar það fær tækifæri til þess.“
Á Eir er pláss fyrir 173 einstaklinga og rö
sklega
50 manns í þjónustuíbúðum sem ten
gdar eru
við hjúkrunarheimiliið. Rúmlega 150 u
msóknir
eru um pláss í þjónustuíbúðum Eirar o
g um 400
umsækjendur eru nú um þau 173 pláss
sem eru
á heimilinu sjálfu. „Húsakosturinn og
aðstaðan
eru mjög góð, en biðtíminn er gífurlega
langur, í
mörgum tilvikum meira en ár,“ segir han
n
Reglur um vistunarmat á hjúkrunarh
eimil-
um bjóða ekki upp á að hjón fái vistun
armat ef
annar aðilinn þarf að dvelja á hjúkruna
rheimili.
Sigurður segir fjölmörg dæmi þess. „V
ið höfum
reynt að setja þau mál í forgang þar sem
ástand-
ið er brýnast, en þá sitja þeir eftir sem
eru ekki
jafn veikir.“
Haldast í hendur allan daginn
Sigurður Helgi Guðmundsson „Ég finn að
margir
eiga mjög erfitt með aðskilnaðinn eins og
skiljanlegt er.“
Ánægð með að geta ekið
Helga Þórðardóttir ekur nú
sjálf á Kumbaravog til þess að
heimsækja eiginmann sinn.
Gi
þeir eru spurðir hvernig það hljómi
í þeirra eyrum þegar stjórnmála-
menn fjalla um málefni aldraðra.
„Ráðamenn þjóðarinnar eiga auð-
vitað fyrir löngu að vera búnir að
klára þetta mál. Núna er komin ný
ríkisstjórn og nú verður hún að laga
þetta strax svo enginn annar þurfi
að ganga í gegnum þennan hryll-
ing,“ segir Gunnar. Hann segist vera
svo sár að sér finnist orð stjórnmála-
manna um málefni aldraðra vera
innantómt fagurgal. „Ég skil ein-
faldlega ekki hvernig sumir stjórn-
málamenn geta gengið um upprétt-
ir og brosandi.“
Sigurður segir svörin frá ráða-
mönnum hafa verið með eindæm-
um óljós að það hafi ekki náð nokk-
urri átt. „Aðstoðarmaður fyrrverandi
heilbrigðisráðherra virtist til að
mynda varla vita hvernig ástandið
í málefnum eldri borgara væri. Það
var eins og þau væru ekki í takt við
raunveruleikann.“
Þegar fjölskyldunni var sagt að
biðin eftir plássi á hjúkrunarheimil-
inu Sunnuhlíð gæti tekið eitt til þrjú
ár, urðu þau afar undrandi. Hvergi
annars staðar í samfélaginu myndi
slíkt nokkurn tímann líðast.
„Ef það yrði sagt við unga for-
eldra að það væri fullt á leikskólan-
um og barnið þeirra kæmist ekki inn
fyrr en eftir tvö ár, þá yrði allt brjál-
að í samfélaginu og enginn myndi
líða það. Fólk verður jafnframt að
átta sig á því að örfáir mánuðir eru
svo mikilvægir í lífi eldri borgara og
þeir eiga skilið að lifa eins áhyggju-
lausu lífi og hægt er. Fólk hefur ein-
faldlega ekki tíma til að bíða og þeg-
ar rúmlega áttræðu fólki er sagt að
eitthvað verði endurskoðað eftir ár,
þá eru heilmiklar líkur á því að það
verði fallið frá.“
Þeir eru báðir sammála um að
viðhorfið til heilbrigðismála í stjórn-
málum helgist af byggingum og
stórum áföngum, sem stjórnmála-
menn geti notað sem dæmi um það
sem hefur áorkast. „Það skiptir engu
máli fyrir gamla fólkið að heyra
stjórnmálamenn tala um aðgerðar-
áætlanir og þess háttar. Það þarf að
leysa úr þessum málum strax, því
það hefur ekki tíma til að bíða. Það
er með öllu óásættanlegt að fólk geti
þurft að bíða einhver ár eftir lausn á
sínum vanda.“
Versta sem við höfum upplifað
Þeir sammælast báðir um að
þetta tímabil sem gömlu hjónin
þjáðust sitt í hvoru lagi hafi verið
það erfiðasta sem þeir hafa upplifað
á ævinni. „Þetta er einfaldlega það
allra versta sem ég hef gengið í gegn-
um. Ég óska engum þess að þurfa að
upplifa þetta,“ segir Gunnar.
„Það er ekkert erfiðara en að vita
að amma og afi séu þunglynd og líði
virkilega illa, án þess að nokkuð sé
hægt að gera í því. Þetta er svo erf-
itt að það er eiginlega ekki hægt að
segja frá því,“ segir Sigurður og bætir
við: „Það þarf að vekja athygli á þess-
um málum. Núna er þetta að baki í
okkar fjölskyldu, en þá þarf að hugsa
um alla þá sem gætu þurft að ganga í
gegnum svipaða hluti seinna.“
Feðgarnir vija að endingu koma
á framfæri þakklæti til starfsfólks-
ins í Sunnuhlíð og á sjúkraheimilum
sem önnuðust hjónin. „Ástandið var
á engan hátt þeim að kenna, þau
hafa öll staðið sig frábærlega og fjöl-
skyldan er þakklát fyrir það. Ráða-
menn þjóðarinnar geta hins veg-
ar ekki borið höfuðið hátt í þessum
málaflokki,“ segir Gunnar. „Nú loks-
ins fær amma hvíldina sem hún átti
skilið,“ segir Sigurður að lokum.
„Það verður að horfa í
gegnum fingur sér hvað
varðar þetta vistunarmat,
ef það kemur í veg fyrir að
hjón geti verið saman.”
ValgeiR ÖRn RagnaRSSon
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
22. Júní
Feðgarnir Sigurður Hólm Gunnarsson
og Gunnar Bollason lýstu því hversu
illa aðskilnaður lék foreldra
Gunnars.
MANNRÉTTINDAbRoT
AÐ AÐskIljA hjóN á
síÐusTu ævIáRuNuM