Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2007, Qupperneq 4
MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 20074 Fréttir DV
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Hávaðareglur
í smíðum
Ný hávaðareglugerð er í smíð-
um hjá Umhverfisráðuneytinu
og gefst almenningi kostur á að
koma athugasemdum á fram-
færi.
Drög voru gerð að reglugerð-
inni fyrir þremur árum en vegna
fjölda athugasemda umsagnar-
aðila var ákveðið að gera ný drög.
Markmið með nýrri reglugerð
eru meðal annars að auka skýr-
leika laganna, draga úr réttar-
óvissu, endurskoða gildandi
hávaðamörk og fylla í eyður sem
komið hafa fram í framkvæmd
eldri reglugerðar. Tekið verður
við athugasemdum almennings
til 15. september á netfangið
postur@umhverfisraduneytid.is
Konur með
lægri laun
Föst mánaðarlaun kvenna
voru tíu til tólf prósentum
lægri en karla á síðasta ári
samkvæmt gögnum sem ParX
hefur safnað um launagreiðsl-
ur, hér á landi, undir
leiðsögn Hagfræði-
stofnunar Háskóla
Íslands.
Föst mánað-
arlaun kvenna voru
að meðaltali átján prósentum
lægri en karla. Átta prósent af
þessum launamun kynjanna
verður skýrður með menntun-
armun, starfi, aldri eða starfs-
aldri. Eftir stendur þó að föst
mánaðarlaun kvenna eru tíu
prósentum lægri en karla.
Garðyrkjuskólinn
til Flúða?
Ísólfur Gylfi Pálmason, sveit-
arstjóri Hrunamanna, hefur lagt
fram tillögu um að flytja Garð-
yrkjuskóla ríkisins að Flúðum.
Það er héraðsfréttablaðið Glugg-
inn sem greinir frá þessu. Ísólfur
segir að skólinn eigi sér mikla
framtíðarmöguleika og sé spenn-
andi stofnun. Skólinn hefur verið
starfræktur á Reykjum frá árinu
1939. Ísólfur segir skólann hafa
verið í ákveðinni tilvistarkreppu
og fjársvelti. Á síðustu árum hafi
áhugi fólks á umhverfismálum
og ræktun aukist til muna og því
tilvalið að uppfæra skólann með
það að leiðarljósi.
Sýknuð af
rítalínsmygli
Kona sem ætlaði að heim-
sækja unnusta sinn á Litla-
Hraun var á föstudag sýknuð
af því að hafa ætlað að smygla
rítalíni inn í fangelsið. Þegar
konan kom í móttöku fang-
elsisins brást fíkniefnahund-
ur þannig við að ástæða þótti
til að leita á henni. Konan
neitaði að leitað yrði á sér
og fór. Lögregla stöðvaði bíl
hennar í grenndinni og fann á
henni rítalíntöflur og spraut-
ur. Upphaflega sagðist konan
hafa ætlað að fara með lyfin
til unnusta síns en dró þann
framburð til baka.
„Ísland hefur eins og flestar aðr-
ar þjóðir skrifað undir svo kallað-
an Vínarsamning um stjórnmála-
sambönd,“ segir Elín Flygenring,
prótókollsstjóri hjá Utanríkisráðu-
neytinu. Á þriðjudaginn fjallaði DV
um framkvæmdir sem standa yfir á
lóð rússneska sendiráðsins en að
verkinu koma eingöngu rússneskir
starfsmenn sem eru á rússneskum
kjarasamningum. Íbúar í kringum
svæðið hafa margir hverjir verið
óánægðir með umgengni á svæð-
inu enda eru heilu staflarnir af ryð-
guðum olíutunnum steinsnar frá
lóðum íbúanna.
Elín segir að ekki sé hægt að
kalla sendiráðslóðirnar fríríki
heldur hafa þau svo kölluð frið-
helgisréttindi og bendir í því sam-
hengi á lög númer sextán frá árinu
1971 sem kveða á um rétt sendi-
ráða og starfsemi þeirra. Í lögun-
um sem samþykkt voru segir að
sendiráðssvæðið skuli njóta frið-
helgi en 22. grein kveður á um
það. Þar segir ennfremur að full-
trúar frá móttökuríkinu, það er
Íslandi, geti ekki farið inn á lóð-
ina nema með samþykki forstöðu-
manns sendiráðsins. Í 33. grein
þessara sömu laga segir að starfs-
menn á vegum sendiráðsins eigi
að njóta friðhelgi til athafna, sem
þeir framkvæma innan skyldu-
starfa sinna. Ef starfsmenn sendi-
ráðsins hafa ekki fast heimilsfang
hér á landi, líkt og verkamennirn-
ir við rússneska sendiráðið, skulu
þeir undanþegnir öllum sköttum
og gjöldum.
Samkvæmt þessum lögum hef-
ur Ísland takmarkaðar heimildir til
að skipta sér af starfsemi sendiráð-
anna. Lóðir sendiráðanna eru frið-
helgar samkvæmt lögum og full-
trúar frá Íslandi geta ekki farið inn
á lóðina nema með leyfi sendiráðs-
ins. Elín segir að kvartanir vegna
framkvæmda á lóðum sendiráð-
anna séu ekki algengar. „Ég man
ekki eftir því að hafa fengið eina
einustu kvörtun vegna starfsemi
sendiráðanna eftir að ég tók við
þessu starfi í september síðastliðn-
um.“ Aðspurð segir Elín ef kvartan-
ir berast til prótókollsins sé tekið
á þeim en það fari eftir eðli þeirra
hverju sinni. „Hvert mál er skoð-
að fyrir sig, en við höfum ekki lent
í neinum vandræðum með sendi-
ráðin,“ segir Elín.
einar@dv.is
Lóðir sendiráða varðar með lögum
Takmarkaðar heimildir til afskipta af starfsemi sendiráðanna:
Frá lóð rússneska sendiráðsins
Nágrannar undra sig á frágangi við vinnuna.
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, hefur boðið forstjóra Alcan að stækka ál-
verið á landfyllingu. Einar Mar Þórðarsson stjórnmálafræðingur segir að það myndi
brjóta í bága við vilja íbúanna.
Einar Mar Þórðarsson stjórnmála-
fræðingur segir að lagalega séð hafi
íbúakosning nánast ekkert vægi en
pólitískt sé væri það ekki sniðugt fyrir
bæjarstjórann í Hafnarfirði að fara út
í stækkun á álverinu. Lúðvík Geirsson
sagði hinsvegar á fundi með forstjóra
Alcan í síðustu viku að til greina kæmi
að stækka álverið á landfyllingu.
Íbúakosningar hafa verið mikið í
umræðunni undanfarin ár og nýleg
dæmi eru um slíkar kosningar hér á
landi, til dæmis í Hafnarfirði. Marg-
ir hafa engu að síður efast um vægi
slíkra kosninga. Í helgarblaði DV sem
kom út síðasta föstudag sagði Michel
Jaques, forstjóri Alcan, að á fundi sín-
um með Lúðvíki Geirssyni, bæjar-
stjóra Hafnarfjarðar, að það kæmi til
greina að stækka álverið þrátt fyrir
að íbúarnir hefðu hafnað því í kosn-
ingum. Michel Jaques segist engu að
síður virða niðurstöður kosninganna.
Þetta kemur mörgum líklega spánskt
fyrir sjónir því ef Alcan ætlar að ráð-
ast í stækkun álversins, og þar að auki
vegna tillögu bæjarstjórans, þrátt fyrir
að íbúarnir hafi hafnað stækkuninni
er varla verið að bera mikla virðingu
fyrir niðurstöðu kosninganna.
Um hvað var kosið í íbúakosn-
ingunum?
Tæknilega séð var ekki verið að
kjósa um hvort stækka mætti álverið
eða ekki heldur hvort stækka mætti
álverið á þennan hátt eða ekki. Íbú-
arnir höfnuðu þessu deiliskipulagi og
margir Hafnfirðingar hafa líklega ekki
aðeins verið að hafna þessu ákveðna
deiliskipulagi heldur stækkun yfir höf-
uð. Fyrir þeim hljóta stækkunaráform
Lúðvíks Geirssonar, bæjarstjóra, að
skjóta skökku við. Michel Jaques seg-
ir að á fundi sínum með Lúðvíki hafi
Lúðvík komið fram með tillögu um að
stækka álverið með landfyllingu. Í að-
alskipulagi bæjarins er gert ráð fyrir
því að höfnin verði færð og hafi bæj-
arstjórinn komið fram með þá tillögu
að nýta sér það.
„Tæknilega var auðvitað verið að
kjósa um þessa ákveðnu deiliskipu-
lagstillögu, þeir sem voru að kjósa,
það er að segja íbúar Hafnafjarðar,
voru vissulega fyrst og fremst að kjósa
um það hvort þeir vildu stækka ál-
verið eða ekki og jafnvel að greiða at-
kvæði með eða á móti þessu álveri,“
segir Einar Mar Þórðarson, stjórn-
málafræðingur.
Brýtur í bága við vilja íbúanna
Einar Mar segir að óhætt sé að full-
yrða að bæjarstjórinn væri að brjóta í
bága við vilja íbúanna sem tjáðu hug
sinn í kosningum með því að stækka
álverið hvort sem það væri á land-
fyllingu eða með einhverjum öðrum
hætti. „Mér finnst mjög ótrúlegt að
bæjarstjórnin komi með einhverja
nýja tillögu eða breyti tillögunni í þá
átt að álverið stækki án þess að leyfa
íbúunum að kjósa um hana,“ segir
Einar og bætir við að það gæti auð-
vitað verið að farið væri út í aðrar
kosningar sem snéru að álverinu. „Ég
held nú samt að það væri klókast fyrir
þennan meirihluta að láta kyrrt liggja
alveg þetta kjörtímabil,“ segir Einar.
Ekkert lagalegt vægi en mikið
pólitískt
„Lagalegt vægi íbúaskosninga,
eins og þær er settar upp í dag, er nán-
ast ekki neitt en pólitískt vægi þeirra er
mjög mikið. Það ætti allavega að vera
mjög mikið,“ segir Einar Mar. „Því held
ég að það væri mjög erfitt fyrir núver-
andi meirihluta að fara að fikta eitt-
hvað í þessu deiliskipulagi eða þessari
niðurstöðu sem meirihluti íbúa Hafn-
arfjarðar komst að þá er hætt við því
að þeim verði hafnað í næstu sveita-
stjórnarkosningum,“ segir Einar.
„Íbúakosningar eru ákveðin skila-
boð og með því er verið að gefa íbú-
unum kost á því að segja hug sinn í
ákveðnum málum. Eins og íbúakosn-
ingarnar í Hafnafirði voru settar upp
var það alveg ljóst frá upphafi að það
væri verið að kjósa um ákveðna deili-
skipulagstillögu og bæjarstjórn gat
á hvaða tíma sem er breytt þeirri til-
lögu. Mér finnst nú samt ótrúlegt að
núverandi bæjarstjórn ætli að breyta
þessari tillögu. Það eru sterk skilaboð
til bæjarstjórnarinnar.
ÍBÚAKOSNINGAR HAFA
EKKERT LAGALEGT VÆGI
Lúðvík Gerisson Hefur sagt að til
greina komi að stækka álverið þótt íbúar
hafi hafnað stækkun.
Íbúakosning í Hafnafirði Íbúarnir í
Hafnarfirði kusu í raun um það hvort
stækka ætti álverið eða ekki. Tillögur
um stækkun voru felldar.
KristÍn HrEFna
blaðamaður skrifar: kristinhrefna@dv.is