Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2007, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2007, Síða 6
Framkvæmdasvæðið Á þessari mynd má sjá svæðið sem ætlað er undir framkvæmd- irnar. Eins og sjá má verður álver líklega reist vestan við bæinn. Þorlákshafnarbær virðist smávaxinn samanborið við fyrirhugað álver. Margt bendir til þess að tvö álver muni rísa í Þorlákshöfn. Alcan mun að öllum líkindum reisa álver vestan við bæinn og annað álver mun rísa í kjölfar byggingar á áltæknigarði. Kjartan Ólafs- son, þingmaður og formaður stóriðjunefndar sunnlenskra sveit- arfélaga, segir ekkert mæla á móti því að tvö álver rísi í Þorláks- höfn. Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss, tekur undir orð Kjartans og telur að álver og áltæknigarður fari vel saman. Flest bendir til þess að áltæknigarður og tvö stór álver muni rísa í Þorláks- höfn í nánustu framtíð. Eins og fram kom í DV á föstudaginn hefur blað- ið fyrir því heimildir um að þegar sé búið að ákveða að Alcan muni byggja álver í Þorlákshöfn fáist til þess til- skilin leyfi. Auk þess eru hugmyndir uppi um að reisa áltæknigarð í Þor- lákshöfn og er sú hugmynd langt á veg komin. Áltæknigarðinum var ætlað að skapa fullt af nýjum störfum og að þar færi fram fullvinnsla á áli. Munurinn á áltæknigarði og ál- veri er sá að áltæknigarðurinn full- vinnur álhráefnið á meðan álverið frumvinnur álið. Til þess að þetta eigi að ganga eftir þarf allt að 270 þúsund tonn af áli. Til samanburðar er álver- ið í Straumsvík 170 þúsund tonn. Í lok maímánaðar sagði Jón Hjaltalín Magnússon, forsvarsmað- ur Artus ehf, sem sér um undirbún- ing á verkinu að fjármögnun á ál- tæknigarðinum væri í höfn eftir að fyrirtækinu var tryggt bolmagn frá erlendum fjárfestum. Verkið ætti því aðeins eftir að fara í umhverfismat en auk þess ætti eftir að semja við orku- fyrirtæki og væri í því samhengi horft til Hellisheiðarvirkjunar. Jón sagðist jafnvel búast við því að framkvæmd- ir myndu hefjast innan árs. Eins og fram hefur komið í DV hefur blað- ið fyrir því heimildir að Alcan muni flytja starfsemi sína til Þorlákshafn- ar og því forvitnilegt hvort tvö stór álfyrirtæki verði á svæðinu áður en langt um líður. Mælir ekkert á móti því að fá tvö álver „Við erum búnir að vera í við- ræðum við Jón Hjaltalín og hann er búinn að koma með aðila víða að sem hafa sýnt þessu verki áhuga. Fyrirtækið er að vísu ekki tilbúið en ég á alveg eins von á því að þetta fyrirtæki verði stofnað og farið verði í framkvæmdir,“ segir Kjartan Ólafs- son, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins og formaður fyrir stóriðjunefnd sunnlenskra sveitarfélaga. Kjartan segir að þótt Alcan eða Norsk Hydro komi með álver í Þor- lákshöfn mæli ekkert á móti því að forsvarsmenn áltæknigarðsins haldi áfram sinni vinnu. Kjartan segir að ef til þess komi að áltæknigarðurinn verði að veruleika mun annað ál- ver rísa samfara því. Þar af leiðandi verði tvö álver í Þorlákshöfn, eitt frá Alcan og annað sem yrði við hliðina á áltæknigarðinum. „Þeir hafa sagt að til að verkið verði að veruleika þurfi að reisa litla álverkssmiðju upp á 60 þúsund tonn til að byrja með. Hugmyndin er að það stækki síðan upp í 270 þúsund tonn,“ segir Kjart- an en hann er á þeirri skoðun að nýta þurfi þá orku sem til er á svæðinu til uppbyggingar á svæðinu. „Á mínum pólitíska ferli hef ég lengi sagt að til að byggja upp atvinnuveginn þurfi að nýta þá orku sem til er á Suður- landinu. Við höfum verið að senda rafmagn í Hvalfjörðinn og í Straums- vík og það hefur enginn atvinnustarf- semi verið hér að öðru leyti nema í kringum uppbyggingu virkjananna. Mínar hugmyndir snéru alltaf að því að hægt væri að nýta þetta til at- vinnuuppbygginar á svæðinu rétt eins og gert var fyrir austan. Núna eru þrír aðilar sem hafa áhuga á því að reisa álver og fulltrúar frá Norsk Hydro eru væntanlegir til Þorláks- hafnar í vikunni til að ræða um ál- versframkvæmdir á svæðinu,“ segir Kjartan. Mjög áhugasamir um þáttöku Ólafur Áki Ragnarsson, bæjar- stjóri sveitarfélagsins Ölfuss, tek- ur í sama streng og Kjartan og segir ekkert mæla á móti því að tvö álver rísi á svæðinu. „Áltæknigarðurinn er hugsaður á annan hátt en álver- ið. Bæjarstjórnin mun þó taka af- stöðu til þess hvort heimilað verði að byggja tvö álver á svæðinu. Ég held að áltæknigarður og álver eins og Al- can er með í huga fari mjög vel sam- an. Það eru sameiginlegir hagsmunir um að fá góða höfn og áltæknigarður einn og sér stendur ekki undir slíku mannvirki,“ segir Ólafur og bendir á að málið sé ennþá á frumstigi en liggi fyrir á haustdögum. „Við erum mjög áhugasamir um að taka þátt í þessari umræðu. Ork- an er hérna til staðar og þetta svæði hefur fleiri kosti en flest önnur,“ seg- ir Ólafur. Þegar horft er til umhverf- isverndarsjónarmiða og hvort ál- ver sé það eina sem til greina komi segir Ólafur að nýta þurfi landið og álframleiðsla sé einn besti valkost- urinn í atvinnusköpun. Við erum bæjarfélag sem lifir á fiski og það hefur verið samdráttur í þeim iðn- aði. Það er skylda bæjaryfirvalda að líta á alla kosti í stöðunni,“ segir hann ennfremur. Var við breytingar á fasteigna- markaðnum Þar sem ráðist hefur verið í stór- ar framkvæmdir á landsbyggðinni hefur hækkun húsnæðisverðs ver- ið óhjákæmilegur fylgifiskur. „Það segir sig sjálft að fasteignaverð mun hækka mikið ef farið verður í stór- framkvæmdir segir Þröstur Árna- son, löggiltur fasteignasali á Selfossi. Þröstur segist nú þegar hafa fundið fyrir breytingu og segir að fólk hafi haft samband til að forvitnast um stöðuna á markaðnum. „Verðið fer algjörlega eftir þróuninni á mark- aðnum, til dæmis hversu mikið verð- ur byggt. Verðið gæti þó vel farið yfir það sem gengur og gerist á Selfossi. Venjulegt verð á einbýlishúsi sem er 160 til 180 fermetrar í Þorlákshöfn eru 22 til 26 milljónir. Það verð gæti auðveldlega hækkað um 20 til 25 prósent,“ segir Þröstur. MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 20076 Fréttir DV TVÖ ÁLVER Í ÞORLÁKSHÖFN? EinaR ÞÓR SiguRðSSon blaðamaður skrifar einar@dv.is Ég held að áltækni- garður og álver eins og Alcan er með í huga fari mjög vel saman. Það eru sameiginlegir hags- munir um að fá góða höfn og áltæknigarður einn og sér stendur ekki undir slíku mannvirki Ólafur Áki Ragnars- son Segir að til greina komi að tvö álver rísi við Þorlákshöfn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.