Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2007, Qupperneq 7
DV Fréttir MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2007 7
TVÖ ÁLVER Í ÞORLÁKSHÖFN?
Dorota Kowalska, starfsmaður í Lýsi
„Ef ég kynni íslensku þá væri ég mikið til í að vinna í
þessu nýja álveri, ef það kemur. Ég hef verið hér í tíu
mánuði en ég kom til landsins í september á síðasta
ári,“ segir Dorota en hún er með háskólapróf í
viðskiptafræði. Hún segist stefna á að nýta sér
háskólagráðuna en í hvað verði að koma í ljós seinna
meir. „Ég væri þess vegna alveg til í að vinna í
álverinu því ég veit að ég gæti auðveldlega fengið
betri vinnu. Auk þess sem mér líkar vel við mig hérna
og ég vill vera hér lengur en eitt til tvö ár,“ segir
Dorota og bendir á að í bænum séu svo margir
pólskir verkamenn. „Ég veit að þeir myndu ekki hika
við að taka vinnu í álverinu, ef hún byðist. Hingað til
lands streyma margir af Pólverjum og kjörin í
Póllandi eru miklu verri en hérna á Íslandi. Ef ég væri
að vinna í banka í Póllandi hefði ég samt ekki
næstum því jafn há laun og ég hef hérna. Í Póllandi
þénum við aðeins um tíu til fimmtán prósent af því
sem við fáum hérna.“ Dorota segist kunna vel við sig í
Þorlákshöfn og segir hún að ástæðan sé fyrst og
fremst sú hversu fólkið er vingjarnlegt. „Ef ég ætla
mér að eiga framtíð hér á landi þarf ég samt að læra
tungumálið en mér finnst það mjög erfitt. Pólskan er
ekki heldur auðveld. Ég bý hérna með manninum
mínum og hann starfar einnig í Lýsi og hann er
einnig með háskólapróf. Vandamálið er bara það að
við tölum enga íslensku og þess vegna er erfitt fyrir
okkur að fá vinnu. Ef við ákveðum að halda áfram að
búa hér á landi þurfum við að ná tökum á íslensk-
unni. Það er hugsanlegt að við förum heim til
Póllands, en á meðan við erum ánægð í Þorlákshöfn
þá höldum við áfram að búa hér,“ segir Dorota.
Tvö er betra en eitt
Ragnar Óskarsson, ellilífeyrisþegi
„Mér líst bara mjög vel á þetta og skiptir þá engu
máli hvort það komi eitt álver eða tvö. Ef það koma
tvö þá verð ég mjög sáttur.“
Á móti álverum
Valgeir Bjarnason, landbúnaðarstofnun
„Ég hef verið á móti frekari álversframkvæmdum á
landinu. Ég tel að við séum nú þegar búin að ganga
of langt. Við erum að leggja allt of mikið af okkar
efnahagslífi í eina körfu. Þessi erlendu fyrirtæki eru
farin að halda íslensku efnahagslífi í gíslingu auk
þess sem þetta mengar allt of mikið. Þetta krefst mik-
illar orku og einhversstaðar verðum við að fá hana.
Það eru annaðhvort fallvötnin eða jarðhitasvæðin
sem við þurfum og ég tel að við séum nú þegar búin
að ganga of langt í þeim efnum.“
Spurning um
umhverfisáhrifin
Hrönn Sverrisdóttir, kennari
„Þetta er mjög gott fyrir atvinnulífið á staðnum en ég
set stórt spurningamerki við umhverfisáhrifin. Mér
líst miklu betur á áltæknigarðinn og finnst hann
miklu meira spennandi kostur. Það skapar öðruvísi
atvinnu og það mun meira af menntuðu fólki koma
að honum .“
Nokkuð sáttur við þetta
Steinar Sveinsson, nemi
„Mér finnst þetta bara allt í lagi og er nokkuð sáttur
við þessa álversframkvæmd. Annars hef ég lítið spáð
í þetta og get því lítið tjáð mig um það.“
Vill kosningu
Guðmundur Karlsson, bílstjóri
„Mér líst ekkert allt of vel á þetta. Ég vil bara að menn
kjósi um þetta, rétt eins og gert var í Hafnarfirði. Mér
finnst bæjarstjórnin ekki hafa leyfi til að ákveða þetta
einsömul því ákvörðunin er allt of stór til þess. Ég vill
miklu frekar fá áltæknigarð á svæðið því ég tel að
atvinnan sem af því skapist sé betri fyrir bæjarfélag-
ið. Auk þess fáum við miklu meira af menntuðu fólki.“
Vantar fjölbreytnina
Einar Ármannsson, starfsmaður í Lýsi
„Mér líst bara vel á að fá álverið í bæinn. Það er alveg
ljóst að það þarf að auka fjölbreytnina í bæjarfélag-
inu. Við treystum allt of mikið á fiskinn og það er lítið
annað hér en fiskurinn. Það hefur verið ljóst í mörg ár
að hann hefur verið á hverfanda hveli og því
lífsnauðsynlegt fyrir bæjarfélagið að fá nýja
atvinnumöguleika.“
FLESTUM LÍST
VEL Á ÁLVER
Með háskólapróf í lýsinu