Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2007, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2007, Blaðsíða 10
Lýsingar feðganna Gunnars Bollasonar og Sigurðar Hólms Gunnarssonar í helgarblaði DV á raunum foreldra Gunnars eru svo sársaukafullar að það er hreinasta furða að svona skuli látið viðgangast í eins ríku samfélagi og Ísland er. Bolli A. Ólafsson og Svanhildur M. Júlíusdóttir voru skilin í sundur eftir 60 ára hjónaband vegna þess að kerfið var ekki undir það búið að fólk sem veiktist alvarlega kynni að eiga maka. Í stað þess að verja ævikvöldinu saman þurftu Svanhildur og Bolli að búa hvort í sínum bæjarhlutanum í tvö ár og áttu þess vegna í erfiðleikum með að umgangast hvort annað. Svanhildur þótti ekki nógu veik til að fá inni á sama hjúkrunarheimili og Bolli. Þegar hún loksins þótti nógu veik, tveimur árum síðar, var hún orðin veikari en svo að þau hjón fengju notið samvistanna. Handónýtt kerfi rændi öldruð hjón tveimur árum af lífi þeirra. Raunir Bolla og Svanhildar eru því miður ekkert einsdæmi. DV hefur sagt frá fleiri hjónum sem hafa verið aðskilin vegna þess að annað var veikt og þurfti að leggjast inn á hjúkrunarheimili en hitt var við góða heilsu eða ekki nógu veikt. Vandinn er þekktur og hann hefur lengi verið til staðar. Samt er ekki búið að leysa hann. Staðreyndin virðist ósköp einfaldlega vera sú að stjórnmálamenn hafi almennt engan áhuga á að leysa þennan vanda. Að gera fólki sem lagt hefur sitt af mörkum til samfélagsins kleift að njóta ævikvöldsins saman þrátt fyrir veikindi annars eða beggja, þrátt fyrir loforð um fólk í fyrirrúmi líkt og framsóknarmenn höfðu hátt um fyrir fáeinum árum. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra kallar þennan aðskilnað hjóna mannréttindabrot í viðtali í DV í dag og segir nauðsynlegt að ganga í þetta strax, meðal annars með fjölgun einbýla og uppbyggingu hjúkrunarrýma fyrir aldraða. Nú er vonandi að þetta verði efnt en reynist ekki innihaldslaus loforð. Fólkið okkar á betra skilið en að vera látið mæta afgangi. Sigurður Hólm Gunnarsson, barnabarn gömlu hjónanna, lýsti því í DV hvernig aðskilnaður hjónanna hefði verið. Hann sagði það hafa verið ömurlegt að horfa upp á ömmu sína og afa verða óhamingjusöm. „Svona aðskilnaður hefur mjög slæm áhrif á fólk sem vill vera saman. Þau urðu bæði mjög þunglynd og við horfðum upp á þau gráta á hverjum einasta degi. Í hvert skipti sem amma fór að heimsækja afa voru fagnaðarfundir og sorgarfundir á sama tíma. Við horfðum upp á þetta gamla fólk sökkva djúpt í þunglyndi og því leið mjög illa.“ „Það er virkilega sárt að horfa upp á ástandið svona. Þetta eru ekki það margir einstaklingar að það sé ekki hægt að gera eitthvað í þessum málum,“ segir Sigurður. Gunnar Bollason, sonur hjónanna var ekki síður ósáttur. „Þetta er bara áhugaleysi hjá stjórnvöldum,“ sagði Gunnar í DV um helgina. Brynjólfur Þór Guðmundsson MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 200710 Umræða DV Ævikvöldið eyðilagt „Svanhildur þótti ekki nógu veik til að fá inni á sama hjúkrunarheimili og Bolli. Þegar hún loksins þótti nógu veik, tveimur árum síðar, var hún orðin veikari en svo að þau hjón fengju notið samvistanna. Handónýtt kerfi rændi öldruð hjón tveimur árum af lífi þeirra.“ Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVÆmDaStjóri: Hjálmar Blöndal ritStjóri og áByrgðarmaður: Sigurjón m. Egilsson fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson Umbrot: DV. Prentvinnsla: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson aðStoðarritjóri: Sigríður Dögg auðunsdóttir auglýSingaStjóri: auður Húnfjörð Sjálfsfróun fjármagnsins Auglýsingablaðið Menn hafa beðið þess að sjá hvaða breytingar fylgdu yfirtöku Morgunblaðsins á Blaðinu og hefur nokkuð verið spáð í flutning Blaðsins yfir á ritstjórnarskrifstofur Morgunblaðsins og samnýtingu einhverra deilda. Sýnilegasta breytingin virðist þó vera sú að Morgunblaðið hafi yfirtekið auglýsingastefnu Blaðsins, nefnilega þá að selja kápu utan um blaðið, líkt og Mogginn gerði á laugardag. Stefna sem þótti lengi hvorki fín né traustvekjandi. Björgvin í Bretlandi Samfylkingar- menn eru sumir hverjir afskaplega hrifnir af breska Verkamannaflokknum þó ekki sé það undantekningalaust. Meðal þeirra sem eru hrifnastir af Verkamannaflokknum eru félagarnir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Hreinn Hreinsson sem eitt sinn var kenndur við Grósku. Þeir eru nú saman í Bretlandi og hvar skyldu þeir hafa dúkkað uppi nema á flokksþingi Verkamannaflokksins þar sem Gordon Brown tók við formennsku af Tony Blair. Ekkert stopp Þó fáir hafi deilt meira á síðasta kjörtímabili en framsóknarmenn og vinstri græn virðast fulltrúar þessara flokka þó sammála um eitt. Stóriðjustefna gömlu ríkisstjórnarinnar er enn í fullu gildi. Þetta veldur vinstri grænum skiljanlega nokkrum harmi en alla vega sumir framsóknarmenn sjá fyndnu hliðarnar á þessu. Björn Ingi Hrafnsson segir umræðuna grátbroslega og ljóst að umræðan um stóriðju hafi aldrei verið fyrirferðarmeiri en eftir að Samfylkingin leysti Framsókn af í ríkisstjórn. Silfureyjan Egill Helgason fær viðhafnarpláss á Eyjan.is, nýja vefmiðlinum sem opnaði um helgina. Nokkrir þekktir bloggarar hafa fært sig þangað af sínum fyrri slóðum og er flestum safnað saman undir samheitinu Bloggarar. Egill nýtur þó sérstöðu, eins og reyndar Orðið á götunni, nafnlaust blogg Andrésar Jónssonar og félaga. Egill er auðvitað einna þekktastur bloggara en þó rifjast upp við að sjá sérstöðu hans á Eyjunni að hann þvertók einhverju sinni fyrir að það sem hann skrifaði væri blogg. Sandkorn Undarlegt er eðli og leiðir auðsins á Íslandi. Yfirleitt er þannig hjá þjóðum að þeir sem stjórna fjármagninu nota það helst til þess að efla hagkerfi og störf í þágu sinnar þjóðar nema starfsgreinarnar séu orðnar fjölbreyttar, atvinnulífið blómlegt en kraftur athafnamanna slíkur að til þess að fá útrás fyrir umframorkuna sé nauðsynlegt að leita út fyrir landsteinana á stærri svið. Þetta virðist ekki eiga við um íslenskt fjármagn. Í fljótu bragði séð er eðli þess þrennskonar. Féð er fengið utanlands og einungis notað sem fréttamatur innanlands, tengt vissum mönnum eða fjölskyldum og stuðlar ekki að fjölbreyttu atvinnulífi. Maður gæti haldið að hinir ríku sæki í auð á sama hátt og peningapúkarnir eða til þess að monta sig í eldhúsinu hjá ömmu og vekja öfund og aðdáun gráðugra nágranna sem gera engu að síður ekkert til þess að hrifsa eitthvað af honum til sín. Það undarlega háttalag að vera sífellt að veifa honum framan í almenning í fjölmiðlum er eflaust gert í því augnamiði að sýna ekki aðeins hvað auðmenn hér eiga mikið undir sér heldur til að sanna hvað það er stórt undir þeim og flæðið og sæðið þvílíkt að það frjóvgar fyrrverandi ófrjó alþýðulýðveldi. Dag eftir dag berast fréttir af nýjum kaupum sjálfsfróara sem eiga að sanna að fólk í Tékklandi tali á vissan hátt í íslenskan síma. Og fólk í Búlgaríu á að þakka íslensku framtaki að það getur sett plástur á hælsæri, svo ekki sé minnst á pillurnar. Sjaldan er þess getið að fyrirtæki á gróðavegi þurfi að selja eignina nema til þess eins að stórgræða, sífellt meira. Efist einhver um það endalausa ágæti, er litið á slíkt sem landráð. Öllum er skylt að fagna þótt fáir hagnist, heiður landsins er í veði. En á meðan Ísland sigrar fjármálaheiminn til einskis fyrir land og þjóð, sækja erlend álver inn í landið þar sem þeim er fagnað eins og gjöfulu innrásarliði. Getur þá verið að íslenskir auðkýfingar sem skarta efst á listum breskra blaða yfir ríkustu menn heims séu engu að síður í ætt við alkunnu lillana sem haft var á orði um í eina tíð að nenntu hvorki né fengjust til að gera handtak fyrir mömmu sína en vildu ólmir fórna sér fyrir hinar kerlingarnar? GuðBErGur BErGSSon rithöfundur skrifar „Maður gæti haldið að hinir ríku sæki í auð á sama hátt og peningapúkarnir eða til þess að monta sig í eldhúsinu hjá ömmu og vekja öfund og aðdáun gráðugra nágranna sem gera engu að síður ekkert til þess að hrifsa eitthvað af honum til sín.“ NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ DV Á DV.IS DV er aðgengilegt á dv.is og kostar netáskriftin 1.490 kr. á mánuði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.